þetta er fáranlega fyndin mynd...við sáum hana á leiðinni frá Thailandi...muniði í fluginu heim og við hreinlega grétum af hlátri. Þetta er langbesta mynd sem ég hef séð og vona að þið farið ekki á mis við hana...ég skal koma með ykkur og kaupa poppið...en ekki missa af henni og best að sjá hana minnst tvisvar...
Við hlæjum aldrei of mikið og eigum það skilið að skemmta okkur hressilega!!
Annars er ég á fullu þessa dagana við að rækta vinina...umdirbúa matarboð, sum lítil og svo eru það stærri veislurnar sem eru framundan...Vígslan á verkstæðinu stendur til á föstudagskvöldið 18.janúar! Í dag fékk ég svo fallega sendingu frá MHH fréttaritara okkar hér á Suðurlandi...mjög hugguleg veggskreyting á verkstæðið sem þið fáið að sjá á föstudaginn. Annar elskulegur vinur og mikill bifreiðaáhugamaður er vakandi yfir djúkboxi og kókkæli...æ, hvað ég er heppin að eiga ykkur að. Hringi á ukkur í vikunni...um leið og ég sé hvort þetta hefst með rafvirkjanum...þið vitið nú hvernig þessir iðnaðarmenn eru...elsku skinnin eru svo busy alltaf..
En...nú líður að boðinu mikla...Lady in Space....Búist við kvaðningu og fylgist vel með öllu sem kann að detta inn um lúguna...verður sennilega eitthvað óvenjulegt...en við erum að tala um 1. eða 2. laugardaginn í febrúar...2.eða 9. febrúar semsagt!!! Við erum með nýtt albúm á þessari síðu þar sem við setjum inn allar hugmyndir varðandi dress, hár, dúið og lúkkið...fylgist með og endilega sendið okkur inn ferskar og öðruvísi hugmyndir. Nú munum við hrista enn og aftur uppí prógramminu og munum að tilgangurinn var að kynna nýfluttar dömur til samfélagsins við okkur hinar sem höfum haft hér fasta búsetu um hríð...
Nú er það svo að okkar litla bæjarfélag telur orðið tæpt átta þúsund og margar nýjar og föngulegar dömur hafa bæst við...og ekki fáar hafa flutt sig frá fjarlægum löndum þannig að nú má búast við enn alþjóðlegra yfirbragði...og þá væntanlegra enn skemmtilegra og fjölbreyttara verður lúkkið...við erum alltaf að læra hver af annarri og bætum stöðugt við okkur.
Nú er ekki svo langur tími til stefnu...við þurfum að toga í sokkana og bíta í hanskana...hjálpumst að að gera þetta speisað boð!
Látið vita ef þið eruð á lausu my darlings,
og ekki gleyma að senda inn hugmyndir að dressum og öðru dúi...
lovjú
ykkar
a
Flokkur: Lífstíll | 12.1.2008 | 19:29 (breytt kl. 19:30) | Facebook
Færsluflokkar
Tenglar
Mínir tenglar
- Félag kvenna í atvinnurekstri Allar konur standa saman
- Nýsköpunarmiðstöð Íslands Endalaus spennandi námskeið fyrir okkur
- Líkami, hugur og Sál Frábær staður til að byggja sig upp.
- Rósa Traustadóttir Æðislega jógastöð á Selfossi
- Sumarhús í fyrsta flokki Einstaklega fallegur staður undir fjallinu Búrfelli.
- Flottasti ferðamannastaður á Íslandi Alltaf gott að koma að Geysi
- Selfoss, Eyrarbakki, Stokkseyri og Sandvíkurhreppur My hometown:-)
- Húsið á Eyrarbakka og Byggðasafn Árnesinga Eitt skemmtilegasta safn á Íslandi
- Safnaklasi á Suðurlandi ÞAð er alltaf eitthvað að gerast á Suðurlandi
- Menningarráð Suðurlands Alltaf eitthvað gott starf í gangi
- Veitingastaður á Eyrarbakka Rómantískur staður og maturinn klikkar aldrei!
- Endalaus fróðleikur ein flottasta heimasíða sem ég hef séð!
- Listakonan Þórdís Frábærar myndir
- Fyrsti verslunarstaður Íslendinga Skemmtilegasta þorp á Íslandi
- Gallerí Gónhóll á Eyrarbakka Gisting, karkaðir, ráðstefnusalir og fleira
- Lista og tungumálamiðstöð fyrir börn og unglinga Spennandi námskeið fyrir alla krakka!
Myndaalbúm
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 388660
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Hvernig er það á ekki að bæta mér dömunni í bloggvinasafnið ??
Dömu kveðja frá
Lady Díönu
Diana Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 18.1.2008 kl. 17:54
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.