Elskulegu dömur...ég fékk tiltal aftur um að það væru ekki bara dömur að lesa þetta blogg...ég gæti fengið kæru fyrir að vera of bleik...að vera höll undir konur...og undir hverju pilsi leynist fall.... nema tjull sé og hvort tveggja....Cuss...við önsum þessu muss´ekki! Við erum öll damistur í okkur...allar konur eru menn og vice versa...allir menn eru dömur...sjáiði bara bleiku línuna, kremin og allt sem þessar elskur eru farnir að nota..meira að segja hann Guðmundur minn er farin að liða sig...raka sig...og krema sig og þá eru flest skjól fokin til húsavíkur... Fátt veit ég lekkerara en laglegan mann í bleikri skyrtu með löng augnhár og spékoppa...tala nú ekki um ef þessu öllu fylgir kúlurass og nýlegt manicure...Ekkert er meira turn-off en langar neglur á karlmanni...
Ég var á yndislegum mannræktar-dömufundi í gær...Þar vorum við að ræða það hvernig óttinn heftir okkur og við lifum kannski ekki nema 10-20% vegna þess að við þorum það hreinlega ekki...sumir fara aldrei til útlanda því þeir gætu lent í einhverju..sumir taka aldrei vitlausa beygju því þeir gætu lent í ævintýri....breyta aldrei neinu því ef til vill gætu þeir kannski orðið unhappy með það! Til dæmis bara í eldhúsinu...er ekki best að elda alltaf það sama svo við lendum ekki í einhverri vitleysu..en lífið verður litlaust og leiðinlegt ef allt er öruggt...allt er eins...pottþétt á comfort zone en...halló! Live a little...eins og litla systir mín segir svo skemmtilega....og bætir á okkur einni rauðri rós á hverjum degi...Við tölum í okkur óttann....Nei ég get ekki keyrt í útlöndum...nei ég get ekki lært spænsku...nei ég get ekki farið ein í bíó...ég get ekki talað við hann Kalla...honum þykir ég örugglega leiðinleg... hugsið ykkur...öll tækifærin sem við töpum...allt þetta skemmtilega sem við missum af...bara af því að við veljum að vera hrædd...
Það er talað um þetta í Lögmálinu að vera óháður...Þar er talað um að við göngum á vit hins ókomna af fúsum og frjálsum vilja...inná orkusvið allra möguleika. Við felum okkur hinum skapandi anda sem leikur af fingrum fram fyrir dansi alheimsins..
Við erum alltaf að leita að öryggi og þar með verðum við háð einhverju...hlutum, fólki, peningum...en með því fórnum við frelsinu...fyrir ytri tákn sem skapa okkur kvíða og ótta við að missa..okkur finnst lífið innantómt því við höfum valið að treysta á ytri tákn en ekki á okkar innra sjálf og kannski þekkjum við ekki lengur okkar innra sjálf og vitum ekki hvað við viljum...
Við erum föst í fangelsi gamallar þráhyggju sem við blekkjum okkur með að kalla öryggi..hið þekkta er fortíð okkar og ef við erum þar getum við ekki vaxið...við stöðnum og það eina sem við getum hreykt okkur af eru gömul afrek...Kvalari þinn í dag er þú sjálfur frá í gær...
Hins vegar ef við hoppum inní orkusvið hins óþekkta verður hver stund áhugaverð, ævintýrin bíða við hvert götuljós og við upplifum gleði lífsins, dulúð þess og töfra..alltaf veisla og við finnum aftur gamla spenningin...það ískrar inní okkur gleðin yfir að vera til...Allt getur gerst...jú never nó!!!
Þegar þú upplifir óvissu ertu á réttri leið...engin ástæða til að breyta um stefnu...ekki endilega að gera nákvæmt plan bara vera í flæðinu og ekki í mótstöðu við ævintýrin...ekki vera búin að sjá fyrir einhverja ákveðna útkomu...hvað eigi að gerast..þá útilokum við svo ótalmarga möguleika...
Þetta er að vera vakandi...þú getur sett þér markmið...hugur þinn stefnt í ákveðna átt...en samt sem áður eru ótal möguleikar á milli punkts A og B ...bara ef þú ert opin og ekki viðbúin neinni ákveðinni niðurstöðu... Þetta vakandi ástand gefur þér óteljandi tækifæri til að grípa allar þær gjafir sem þér eru færðar á hverjum degi...bara ef þú vilt sjá þær...hvert einasta vandamál er verkefni sem felur í sér frækorn, dýrmætt tækifæri til að breyta tapi í sigur...Eins og sagt var á áðurnefndum fundi...Við ættum að klappa fyrir öllum erfiðleikum sem við fáum...það eru ný tækifæri til að þroska okkur...Ef við mætum hverju sem kemur upp með opnum huga og stöndum föstum fótum í vísidómi óvissunnar...munu lausnirnar koma af sjálfu sér...í öllum litbrigðum lífsins!
Heppni er ekkert annað en að vera vakandi...lifa með fulla meðvitund og taka við endalausum gjöfum alheimsins og spila svo eftir eyranu...þá er enginn laglaus eða vitlaus...bara frjáls og óháður þáttakandi í skemmtilegasta leiknum...lífinu sjálfu!
Æ, þetta er svo skemmtilegt...en ekki gerist þetta allt á einum degi elskurnar..við verðum að æfa okkur á hverjum degi...en við eigum allt svo gott gott skilið og með því hefst þetta allt...
Nú er ég að byrja að laga til á verkstæðinu mínu. Ég er að hengja upp myndir, af lekkerum ungum piltum auðvitað...en mest af flottum bílum..Drífa dóttir mín gaf mér bleikt sófasett á kaffistofuna og svo þarf ég að búa mér til sófaborð úr gömlu orginal dekkjunum undan DeSoto....kaupa kaffimaskínu og kæliskáp fyrir litla kók í gleri og sherry...það verður nú að vera eitthvað til hjá minni...
Svo býð ég öllum í opnunarteiti...verð með kassa af prins póló á kantinum...og við munum una okkur um stund við að maula prins, drekka kalda kók og skoða bílablöðin...
Veit nokkur um gamalt djúkbox og kókkæli???
Munið svo leshópinn elskurnar...næsta mánudag klukkan 20.00...sendi á ykkur kvaðningu!
lovjú
a
Færsluflokkar
Tenglar
Mínir tenglar
- Félag kvenna í atvinnurekstri Allar konur standa saman
- Nýsköpunarmiðstöð Íslands Endalaus spennandi námskeið fyrir okkur
- Líkami, hugur og Sál Frábær staður til að byggja sig upp.
- Rósa Traustadóttir Æðislega jógastöð á Selfossi
- Sumarhús í fyrsta flokki Einstaklega fallegur staður undir fjallinu Búrfelli.
- Flottasti ferðamannastaður á Íslandi Alltaf gott að koma að Geysi
- Selfoss, Eyrarbakki, Stokkseyri og Sandvíkurhreppur My hometown:-)
- Húsið á Eyrarbakka og Byggðasafn Árnesinga Eitt skemmtilegasta safn á Íslandi
- Safnaklasi á Suðurlandi ÞAð er alltaf eitthvað að gerast á Suðurlandi
- Menningarráð Suðurlands Alltaf eitthvað gott starf í gangi
- Veitingastaður á Eyrarbakka Rómantískur staður og maturinn klikkar aldrei!
- Endalaus fróðleikur ein flottasta heimasíða sem ég hef séð!
- Listakonan Þórdís Frábærar myndir
- Fyrsti verslunarstaður Íslendinga Skemmtilegasta þorp á Íslandi
- Gallerí Gónhóll á Eyrarbakka Gisting, karkaðir, ráðstefnusalir og fleira
- Lista og tungumálamiðstöð fyrir börn og unglinga Spennandi námskeið fyrir alla krakka!
Myndaalbúm
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 388660
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Æ já þetta er alveg rétt.....þarf alveg að fara að vanda mig í þessari óvissu sko!!
En hvernig er það með þig móðir góð...á ekkert að fara að redda msn málum svo við getum tekið næturspjall á msn því við erum orðnar svo tæknivæddar?
Þú getur sko loggað þig inná heimatölvuna ef fartölvan er ennþá í bilun
Luvjú
Lói (IP-tala skráð) 9.1.2008 kl. 23:51
Elsku Lóan mín,
Nú er þetta komið og við getuð spjallað endalaust...
lovjútrúlí
þín
ma
Anna S. Árnadóttir, 10.1.2008 kl. 18:28
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.