eða ætti ég kannski að segja ....að lifa VIÐ fulla meðvitund...
Ég er að lesa svo skemmtilega bók sem fjallar um það hversu mörg okkar lifa ekki þó við drögum andann á hverjum degi...sumir taktfast og skipulega en aðrir ómeðvitað og tilviljanakennt...en svo kemur að því að við förum að finna fyrir eirðarleysi og ókyrrð í huganum...það er alveg sama hvað við gerum...ekkert er neitt sérstakt og við erum aldrei glöð...hvenær byrjar þetta bingó!!!Alltaf að bíða og bíða eftir því að eitthvað breytist...ef allt gengur vel þá hlýtur nú eitthvað slæmt að fara að gerast ...alltaf er eitthvað annað og betra rétt handan við hornið...
Þessi höfundur heitir Jon Kabat-Zinn og bókin hans heitir: " Wherever you go there you are." Hann er eiginlega næsti bær við Hanh og Osho...ótrúlega einföld og vel upp sett bók sem hjálpar okkur að vera viðstödd eigið líf...einfaldar og góðar æfingar í því að lifa við fulla meðvitund, kennir einbeitingu, hugleiðslu og hvernig við öðlumst hugarró og hamingju...bara allur pakkinn. Ég verð að segja það my dear ladies...þó við séum nú alltaf að lesa svona bækur fyrir hugsandi dömur ...mannbætandi kver semsagt...þá er galdurinn auðvitað fólginn í praktíkinni...að koma öllum þessum góðu og eldsnjöllu reglum inn í sitt daglega líf...iðka og æfa á hverjum degi...og þarna er einmitt svona handbók...efnið sett fram á auðveldan hátt...bókin létt og þægileg ...jafnvel í nettasta dömuveski...svo það er auðvelt að hafa hana með og iðka...
Skoðum dæmi...
Þegar ég var á mínum sokkabandsárum var mér kennt að iðjuleysi væri synd...Vinnan skapar manninn...Morgunstund gefur gull í mund...aldrei var nokkur góð húsmóðir í Flóanum sem lét sér verk úr hendi falla...gott var að gera nokkur verk í einu...prjóna í bílnum eða stoppa í sokka og skrifa bréf til Siggu frænku í Ameríku...
En einn kaflinn í fyrrnefndri bók heitir...Listin að gera ekki neitt!
Ef þú sest niður til þess að hugleiða, bara eitt örstutt augnablik, þá er það tími til að gera ekki neitt. Það er mjög mikilvægt að detta ekki í þá villu að það að gera ekki neitt sé það sama og að gera ekki neitt...munurinn felst í því að þú ert ekki að gera neitt því þú ákveður það og gerir það með fullri meðvitund...og nýtur þess! Það getur verið að þú standir í dyragættinni og horfir á sólsetrið en þú nýtur þess og andar að þér og frá þér með fullri meðvitund um að þetta er ÞAÐ! Þetta er lífið!Akkúrat núna og ekkert annað skiptir máli!
Þú hefur ákveðið að gera ekki neitt NEMA vera viðstödd, upplifa stundina...vera bara og vera..Svona stundir þar sem við einbeitum okkur að því að vera til og njóta þess eru bestu gjafir sem við getum gefið okkur sjálfum...og við eigum þær skilið...dvelja í núinu, í algjörri kyrrð með fulla meðvitund og finna...This is it! Það er Núna sem ég er að upplifa ...Núna sem ég er að njóta...
Skemmtilegt...prófið bara!
En aftur að fjölskyldumálunum...
Við lentum í grillveislu í betri kantinum á laugardagskvöldið...Þar voru þau heiðurshjóni Siggi Þór og hans ektakvinna Frú Kristín sem buðu til veislu. Við fengum þvílíkar kræsingar...hreindýr sem húsbóndinn hafði veitt sjálfur og svo dýrindis sultutoj með lauk að dönskum hætti...very næs! Þessu var svo skolað niður með rándýru rauðvíni af Suður-Afrískum ættum...og svo var eftirréttur að hætti húsmóðurinnar sem bráðnaði í munni...algjör bombsabomm...góð maður!!
Þarna voru öll systkini mætt með maka sína og sátu og skemmtu sér saman fram eftir...mikið gaman og ákveðið að endurtaka leikinn..næst í Seftjörn en 18.maí verðum við í Grænuhlíð...það er ekki spurning!
Svo kom loksins mesta hátíð Sunnlendinga...Þrettándinn á Selfossi þar sem þúsundir innfluttra, brottfluttra og staðsettra Sellfyssinga mæta í skrúðgöngum og kveðja jólin með öllum jólasveinunum, tröllunum, Grýlu og Leppalúða. Allir syngja álfasöngvana og ganga að brennunni miklu...skjóta rakettum og sjá stórkostlega flugeldasýningu...hittast og kyssast og knúsast...
Í gær var heiðskír himinn, stjörnubjart og algjört logn! Besta veður sem hægt er að hugsa sér fyrir svona hátíð enda mannfjöldinn eftir því. Ég verð nú að hrósa sérstaklega þeim íbúunum í Ingólfsfjalli, Grýlu og hennar fjölskyldu sem stóðu sig stórkostlega vel...eins og reyndar alltaf!!! Börnin fengu óskerta athygli og nutu þess að fá að tala við sveinkana og sjá Grýlu í návígi...úff! Eina sem vakti smá efasemdir var undir það síðasta er við hittum einn mjög lekkeran og sætan lítinn jólastúf...hann sagðist hafa fengið lánað krullujárnið hennar Grýlu til að krulla á sér skeggið...það efuðust börnin um að gæti verið...að hún Grýla ætti krullujárn! Hvers vegna er hún þá alltaf svona úfin?
Við enduðum svo kvöldið á því að drekka heitt súkkulaði á Kaffi-Krús og skokkuðum svo heim...og enn var verið að skjóta upp rakettum...búmm búmm!!
Kisa var alein heima...skíthrædd undir stól og þurfti áfallahjálp þegar við komum heim! Við tökum hana með næst...
Takk fyrir allar kveðjurnar og athugasemdirnar hér elskurnar...hlakka mikið til að hitta ykkur og skottast með ykkur á þessu nýja ári okkar...nú líður að næsta dömuboði...hvernig líst ykkur á 2.febrúar? Takið daginn frá...Kjartan Björns ætlar að nota þann 26.janúar fyrir Bæjarblótið...það er mikið framundan hjá frískum Flóadömum...
Pöntum tímanlega í mani, pedi og lokkaflóð..þemað verður Lady in Space!!! Gull, silfur, bláir tunglsljósatónar... ykkar a
Færsluflokkar
Tenglar
Mínir tenglar
- Félag kvenna í atvinnurekstri Allar konur standa saman
- Nýsköpunarmiðstöð Íslands Endalaus spennandi námskeið fyrir okkur
- Líkami, hugur og Sál Frábær staður til að byggja sig upp.
- Rósa Traustadóttir Æðislega jógastöð á Selfossi
- Sumarhús í fyrsta flokki Einstaklega fallegur staður undir fjallinu Búrfelli.
- Flottasti ferðamannastaður á Íslandi Alltaf gott að koma að Geysi
- Selfoss, Eyrarbakki, Stokkseyri og Sandvíkurhreppur My hometown:-)
- Húsið á Eyrarbakka og Byggðasafn Árnesinga Eitt skemmtilegasta safn á Íslandi
- Safnaklasi á Suðurlandi ÞAð er alltaf eitthvað að gerast á Suðurlandi
- Menningarráð Suðurlands Alltaf eitthvað gott starf í gangi
- Veitingastaður á Eyrarbakka Rómantískur staður og maturinn klikkar aldrei!
- Endalaus fróðleikur ein flottasta heimasíða sem ég hef séð!
- Listakonan Þórdís Frábærar myndir
- Fyrsti verslunarstaður Íslendinga Skemmtilegasta þorp á Íslandi
- Gallerí Gónhóll á Eyrarbakka Gisting, karkaðir, ráðstefnusalir og fleira
- Lista og tungumálamiðstöð fyrir börn og unglinga Spennandi námskeið fyrir alla krakka!
Myndaalbúm
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 388660
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Jiii þessi bók hljómar vel, verð að fá hana lánaða næst,hehehh já huhumm þegar ég búin með þá sem þú lánaðir mér síðast sem er náttlega líka algjör snilld eins og allt sem þér dettur í hug sæta mín;-)
Æðislegar myndir, fæ að stela nokkrum til að setja inná barnaland;-)
Knús;-)
Lóa (IP-tala skráð) 7.1.2008 kl. 23:16
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.