Til hamingju með nýja árið okkar 2008

megum við lifa happily ever after...Smile

áramótÞað er alltaf svo gaman að fá svona nýtt ár upp í hendurnar...algjörlega til eigin ráðstöfunar...spennandi að líta fram á veginn og geta hlakkað til alls sem er að koma til okkar...Gott að líta til baka og rifja upp árið sem er að líða...þakka fyrir allt það góða og skemmtilega og læra af hinu...

Ég ætla að vanda mig með þetta ár...reyna að láta gott af mér leiða og sá kærleika allt um kring. Móðir Theresa sagði að við ættum að dreifa um okkur ást og umhyggju fyrir hvert öðru...það er það besta sem við gerum fyrir okkur sjálf...og svo að einfalda líf mitt,,,taka því rólega...njóta augnabliksins...hlæja mikið og halda áfram að leika mér...það er minn lífsstíll og ég æfi mig á hverju, degi...æfingin skapar meistarann...

Annars voru áramótin góð...enn meiri matur...úff! Ég er hreinlega búin að vera að springa síðan á Þorláksmessu...Albert tengdasonur minn er snillingur þegar kalkúnn er annars vegar...og hann náði hámarksárangri þetta kvöld! Við vorum um 20 samankomin svo það þurfti stóran fugl í mannskapinn sem tók duglega á því og svo var farið að skjóta...Karlmennirnir misstu sig gersamlega á skotbökkunum og fleiri, fleiri þúsundkallar fögnuðu nýju ári og kvöddu það gamla...Veðrið var gott framan af, heiðskír himinn og mikil litadýrð. Við fórum svo aðeins yfir í Valhöll, nýja húsið hans Valla bró...frekar flott og vel tekið á móti okkur með rómönskum réttum...say no more...

Skrapp svo aðeins með litlu prinsessuna mína aftur yfir á Árbakkann þar sem þau færðu mér fallegustu jólagjöfina, leikrit þar sem barnabörnin sungu og léku fyrir okkur. Fyrst tóku þau karaoke...Ég sá hana í horninu á Mánabar... Vó...dressuð flott...Sara Jasmín lakkaði á sér neglurnar með Daníel Victor tók snúning í svörtum leðurjakka...með brilljantín í hárinu!! Svo tók Lóa viðtal við þau þar sem þau ræddu á einlægan hátt um ömmuna sína sem var að koma frá útlöndum á morgun...það er sko aðeins betra en jólin...Prinsessan mín sæta...er hægt að fá fallegri jólagjöf...

Svo var einþáttungur þar sem þau léku okkur Guðmund minn...Heimilislífið á Laxabakka...frekar fyndið og við hlógum dátt...Þau voru með öll smáatriði á hreinu sem segir mér og sannar hið fornkveðna...að það læra börnin sem fyrir þeim er haft...Þau hlusta ekki endilega á okkur þegar við leggjum þeim lífsreglurnar en fordæmi okkar, dagleg hegðun og framkoma....þau taka það upp og herma eftir okkur...eins gott að vanda sig ...

Amma...er ég ekki laglegur!!!Við hlupum svo heim í nóttinni...þá var komin rigning og við urðum rennblautar...ummm hvað var gott að koma heim í mjúka rúmið sitt og sofna með bros á vör...hugsandi um  hversu lifandis ósköp skemmtilegt þetta ár okkar var...og eins og við segjum á hverju ári hér...Það besta so far...Takk fyrir allt 2007InLove

En svo verð ég að segja ykkur smá...í viðbót! Sko...ég fór suður til Reykjavíkur í gærkvöldi í gasalega lekkeran nýarsfagnað......mér leið eins og ég væri algjörlega úr Gaulverjabæjarhreppi.....Þekkti engan nema konuna sem afgreiddi mig einu sinni í Kello...svo lagaðist þetta og ég sá nokkur andlit sem ég kannaðist við úr Séð og Heyrt...:-) Nei í alvöru.....Þarna var sko elitan að sunnan...gjörsamlega 101...mjög fáir úr sveit.... 
 
 
Anyway...back to the Ball...þetta var mjög fyndið líka og kómískt að fylgjast með þessu....við vorum komin um átta...allir voða huggulegir og settlegir..skálað í kampavíni og höfuðin hneigð eins og á kóngafólki...bara ALLIR helstu hausarnir nýgreiddir og stroknir ...puntaðir í pelli og purpura....svona fyrst til að byrja með...
 
Svo fóru andlitin að fjúka þegar leið á kvöldið...einhverjir bornir út láréttir með fæturnar fyrst...nokkrir dönsuðu sólodans á borðum og ein og ein kona missti brjóstin uppúr kjólnum...enda mikið fjör í dansinum... :-) og ef einhverjir kunna að sletta úr klaufunum þá er það 101 Reykjavík...greinilega...við getum sko mikið af þeim lært og komið smáfútti í sveitaböllin hér fyrir austan fjall...þetta er nú að verða ósköp eitthvað stirðbusalegt hjá okkur þó það sé líka gaman...á einhvern annan hátt þó...

Í dag var svo afmæli elskulegrar mágkonu minnar, húsfreyjunnar á Syðri-Brú...mikið var um dýrðir og borðið svignaði undan kræsingunum...við hittumst og kysstumst...og enn urðum við sprengsödd...en mikið lifandis var þetta gaman..oh gott!!Þarna vorum við allan daginn í góðu yfirlæti...skruppum uppí fjall og skoðuðum fallegasta sumarbústað sem ég hef séð á ævi minni...mjög lekker og vel fallinn til dömuboða....spáum aðeins í það!!!

Nú er lífið að detta í röð og reglu eftir hátíðarnar...það er alltaf gott líka. Nú verður farið að lyfta aftur og skipta út keppum fyrir vöðva...drekka vatn og borða fisk og grænfóður...mikið grín og mikið gaman...

Hlakka til...eða þannig! Wink

lovjú still...

a


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sædís Ósk Harðardóttir

Gleðilegt ár elsku Anna og megir þú eiga dásamlegt ár í vændum

Sædís Ósk Harðardóttir, 2.1.2008 kl. 23:13

2 identicon

Takk fyrir að vera svona góð og sæt elsku mamma, lovjú endlaust mikið;-)

Daníel er að syngja: Afi minn og amma mín útá Laxa búa, afi datt í drullupoll og amma fór að spóla......humm hvar ætli hann hafi lært þetta???

Lóa (IP-tala skráð) 2.1.2008 kl. 23:32

3 Smámynd: Inga Dagný Eydal

Gleðilegt nýár á Laxabakkann elsku Anna og Gúndi. Vonandi datt Gúndi ekki í drullupoll í alvöru en líklegt er nú að amman spóli dulítið af og til:) Bestu kveðjur úr sumarblíðunni fyrir norðan!

Inga Dagný Eydal, 3.1.2008 kl. 17:27

4 identicon

Gleðilegt ár Anna mín og takk fyrir kynnin á árinu sem er að líða.
Megi nýja árið vera þér kærleisríkt og gott kveðja Matthildur

Frú Matthildur (IP-tala skráð) 6.1.2008 kl. 21:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband