Við fundum upp nýjan leik núna...það er að baka pönnukökur með landafræðibókinni gömlu...þið vitið þessari elstu með stjörnukortinu aftan á...barnabörnin vildu auðvitað baka með ömmunni sinni eins og venjulega fyrir jólin...ekkert svindl...þér var nær að vera svona lengi í útlöndum......og við bökuðum heilan dag...seint baka sumir en baka þó...eftir að við bökuðum rúsínukökurnar hennar mömmu ...var komið að pönnukökubakstrinum...þessum vinsælasta bakstri ever...og þá vildu þau auðvitað baka öll löndin sem þau hafa heimsótt...við bökuðum Danmörku, Rhodos, Spán og svo auðvitað Thailand...Kína og ég veit ekki hvað..þetta var mjög skemmtilegt...við átum jafnóðum öll þessi lönd...eins og lög gera ráð fyrir...og drukkum ískalda mjólk með...mikill sykur og ekki veit ég hvað verður að sippa mörg sipp útá þetta allt saman..
Jólin voru yndisleg...mikið af góðum mat...margir pakkar...mikið talað og hlegið saman...sofið og slakað...og bakað...ekki má gleyma því! Við fengum möndlugrautinn á aðfangadag og aldrei þessu vant fundust tvær möndlur í grautnum...skrítið..hlýtur að vera galdragrautur sögðu börnin...en það er afþví að amma er hvort sem er galdranorn...möndlugjöfin var svo púsl og jólamynd sem allir geta notað saman...
Við vorum svo hjá litlu fjölskyldunni á Lækjarbakka á aðfangadagskvöld, ásamt Siggunum báðum og Má...fengum marga góða og feita pakka...föt, krem, styttur, bækur og bækur og bækur ...mikið verður gaman að lesa þetta allt...
Á jóladag var náttfatadagurinn...lesið og horft á bíómyndir...algjör leti og afslöppun...dásamlegt!
Á annan komu svo allir til okkar og við höfðum kalkún og lamb...og börnin voru svo nóttina hjá okkur eins og venjulega...við vöktum til klukkan þrjú...lékum alla leikina og sögðum draugasögur þangað til allir voru svo hræddir að við urðum að sofa í einum kuðungi...og það gerðum við til klukkan tólf daginn eftir...þá var farið að baka... jú amma...þú sleppur ekki við það...
Og nú er allt að færast í venjugírinn..ég var heima að taka á móti gestum í allan dag...Mr. G er farin til fjalla og finnur nú blása vel í sleðann...
Bryndís mín er komin og við erum að fara í teiti til systur minnar á eftir...voða gaman..kíkjum í smá hvítvín...og bara huggum okkur fram eftir nóttu...
Á morgun er svo afmæli hjá Kristínu frænku og svo fastakúnnakvöld á Krúsinni minni þar sem ég hitti alla mína gömlu góðu kúnna frá því 1992....og fram úr..
Segi ykkur allt um þetta later my ladies...
Hafið það skemmtilegt...við eigum það skilið...
knús
a
Færsluflokkar
Tenglar
Mínir tenglar
- Félag kvenna í atvinnurekstri Allar konur standa saman
- Nýsköpunarmiðstöð Íslands Endalaus spennandi námskeið fyrir okkur
- Líkami, hugur og Sál Frábær staður til að byggja sig upp.
- Rósa Traustadóttir Æðislega jógastöð á Selfossi
- Sumarhús í fyrsta flokki Einstaklega fallegur staður undir fjallinu Búrfelli.
- Flottasti ferðamannastaður á Íslandi Alltaf gott að koma að Geysi
- Selfoss, Eyrarbakki, Stokkseyri og Sandvíkurhreppur My hometown:-)
- Húsið á Eyrarbakka og Byggðasafn Árnesinga Eitt skemmtilegasta safn á Íslandi
- Safnaklasi á Suðurlandi ÞAð er alltaf eitthvað að gerast á Suðurlandi
- Menningarráð Suðurlands Alltaf eitthvað gott starf í gangi
- Veitingastaður á Eyrarbakka Rómantískur staður og maturinn klikkar aldrei!
- Endalaus fróðleikur ein flottasta heimasíða sem ég hef séð!
- Listakonan Þórdís Frábærar myndir
- Fyrsti verslunarstaður Íslendinga Skemmtilegasta þorp á Íslandi
- Gallerí Gónhóll á Eyrarbakka Gisting, karkaðir, ráðstefnusalir og fleira
- Lista og tungumálamiðstöð fyrir börn og unglinga Spennandi námskeið fyrir alla krakka!
Myndaalbúm
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 388660
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.