Sælar elskurnar,
Ég er í smá prob með tölvuna mín ennþá...hún er ekki alveg sátt við að vera komin heim í dimmuna svo ég get ekki klárað að setja inn myndir og svona..en það líður hjá..þarf bara að finna einn góðan tölvukall því ég er búin að fikta...meira að segja búin að tala við tölvukall...indælismann og ágætisdreng hjá símanum en við sættumst á að þetta væri eitthvað alvarlegt mál og sennilega þyrfti að kalla út sérsveitina eftir hátíðar..
Hvað um það...hér er ég komin til ykkar á klakann og það hefur verið svo skemmtilegt að hitta ykkur, knúsa, kjassa og rifja upp ferðasöguna þó flestar hafi nú fylgst með og viti allt um þetta ævintýri okkar...þá er alltaf gaman að segja frá...og undirbúa með ykkur næstu ferð..engin lognmolla hérna megin...endalaust gaman og ný ævintýri alltaf handan við hornið ef augun eru opin ...
Fyrstu dagarnir fóru að sjálfsögðu í að hitta familíuna...og svo voru barnabörnin tekin á hús og við lékum okkur í öllum okkar uppáhaldsleikjum...eltingarleikir, tröllskessuleikir og svo kenndi ég þeim auðvitað frisby og við erum að ná upp nokkuð góðri tækni á svefnherbergisganginum án þess að margar myndir hrynji niður af veggjunum... enduðum reyndar með nokkra marbletti og einar blóðnasir...svo mikill var hasarinn en það var þess virði því við hlógum mikið og skemmtum okkur af heilindum..og þá gróa sárin fljótt...
Við fórum svo í einstaklega skemmtilegt jólasammenkomst hjá Ingu og Birni, vinum okkar handan við ána í gærkveldi. Þar voru alls kyns kræsingar á boðstólum...sunnlenskar í bland við norðlenskar og svei mér ef ekki örlaði á dönsku, lekkeru ívafi.. Þarna voru miklar andlegar og heimspekilegar pælingar í gangi og við gleymdum okkur við skemmtilegt spjall og fórum auðvitað síðust heim...
Í dag er svo Þorláksmessan góða...keyra út pakka...hitta vinina og spjalla, kreista og knúsa..keyra ömmuna í onduleringu til systu minnar sem hefur hendur í hári okkar allra svo lúkkið verði nú í lagi um jólin...Allar dömurnar í fjölskyldunni hittust svo að venju klukkan 5 hjá ömmu í smörrebrauði og huggulegheitum...allar fengu sína Þorláksmessugjöf...eitthvað dömulegt og lekkert...ilmandi og mjúkt í jólabaðið. Svo var haldið heim á leið...pakkað síðustu pökkunum og hlustað á kveðjurnar í útvarpinu..kveikt á kertum og tekið á móti gestum..allt svona notalegt og gott í dimmunni...
Á morgun er komin aðfangadagur..ég er að baka brauð með kúmeni og svo er möndlugrauturinn í hádeginu...þið komið ef þið verðið svangar og finnið ilminn leggja út götuna...Við förum svo í jólamatinn til litlu fjölskyldunnar á Lækjarbakka..þar verður humar í forrétt...síðan hinn annálaði hamborgarahryggur með rauðkáli og grænum Ora...eplasalati og rjómasósu...malt og appelsín með...og heimalagaður ís með heitri súkkulaðisósu rekur lestina...úps hvernig verður fituprósentan eftir þetta...og ég sem ekkert sippað síðan ég kom heim...en eins og við segjum dömurnar...live a little...den tid den sorg...
Seinna um kvöldið tökum við svo jólarúntinn á milli ættingjana....kíkjum á pakkana og í nokkra konfektkassa..og jafnvel smökkum fleiri heimagerða eftirrétti...ummm ..hvað ég hlakka til...
Svo verða auðvitað fastir liðir eins og venjulega...og það besta...nema nú er ég hætt að fá að sofa hjá ömmu og afa á jólanóttina...ekkert er betra en að skríða uppí hreint rúmið með góða bók og fullan stamp af rúsínukökunum hennar mömmu, ískalda mjók, suðusúkkulaði ...jú og epli til að þurfa ekki að fara fram að bursta...
Svona eru jólin...heit og feit...mjúk og hlý...hefðir og gamlir siðir sem verða mikilvægari með hverju árinu sem líður...þetta er jú það sem gerir okkur að því sem við erum...allt það sem við fáum og gefum af okkur í samneyti við fólkið sem við elskum...og elskar og okkur eins og við erum...góð og væn jól...rauð eða hvít...skiptir engu máli því við erum saman...hamingjusöm, glöð og frjáls!
Farið vel með ykkur elskurnar...um jólin og alltaf...þið eigið allt það besta skilið.
Gleðileg jól og megi nýja árið verða ykkur gjöfult og gott, dásamlega skemmtilegt, litríkt og lifandi.
Takk fyrir allt svo gott og skemmtilegt á árinu sem er að kveðja okkur..takk fyrir vináttuna og endalausa gæskuna og gleðina sem ég hef átt með ykkur.
Jólaknús
a
Færsluflokkar
Tenglar
Mínir tenglar
- Félag kvenna í atvinnurekstri Allar konur standa saman
- Nýsköpunarmiðstöð Íslands Endalaus spennandi námskeið fyrir okkur
- Líkami, hugur og Sál Frábær staður til að byggja sig upp.
- Rósa Traustadóttir Æðislega jógastöð á Selfossi
- Sumarhús í fyrsta flokki Einstaklega fallegur staður undir fjallinu Búrfelli.
- Flottasti ferðamannastaður á Íslandi Alltaf gott að koma að Geysi
- Selfoss, Eyrarbakki, Stokkseyri og Sandvíkurhreppur My hometown:-)
- Húsið á Eyrarbakka og Byggðasafn Árnesinga Eitt skemmtilegasta safn á Íslandi
- Safnaklasi á Suðurlandi ÞAð er alltaf eitthvað að gerast á Suðurlandi
- Menningarráð Suðurlands Alltaf eitthvað gott starf í gangi
- Veitingastaður á Eyrarbakka Rómantískur staður og maturinn klikkar aldrei!
- Endalaus fróðleikur ein flottasta heimasíða sem ég hef séð!
- Listakonan Þórdís Frábærar myndir
- Fyrsti verslunarstaður Íslendinga Skemmtilegasta þorp á Íslandi
- Gallerí Gónhóll á Eyrarbakka Gisting, karkaðir, ráðstefnusalir og fleira
- Lista og tungumálamiðstöð fyrir börn og unglinga Spennandi námskeið fyrir alla krakka!
Myndaalbúm
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 388660
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.