Bloggað í háloftunum...á heimleið...

 

Bloggað í háloftunum....

 

Sælar elskurnar ...nú sit ég hér uppi...ofar skýjunum, í einum 40 þúsund fetum...frostið hér úti eru ein 84 stig C og mér sýnist að við séum að fljúga yfir Jerúsalem...hefði verið gaman að líta við ...ætli það sé ekki orðið jólalegt hjá þeim ... Ég skemmti mér afskaplega vel. Það eru að verða búnir einir fimm tímar af flugferðinni og ég var rétt að setjast eftir háltíma fótalyftur, teygjur og ýmsar æfingar á gólfinu..aðeins að ná púlsinum upp...kellingin er nú orðin í það góðu formi að það má ekki skemma það...Meira að segja ein konan spurði mig hvort ég æfði *Mui Thai*...en það er auðvitað vegna hinna geysilega lekkeru mjaðmasveiflu sem ég lærði af Mr. F...eða kannski hefur hún verið frá Houston...

Við fórum af stað snemma í morgun. Ég reyndar svaf ekki dúr í nótt...skil ekki afhverju það gerðist því ég hef sofið eins og postulínsdúkka síðan ég kom hingað...kannski er líkamsklukkan svona fullkomin að hún hefur ætlað að taka snúninginn strax eða þá að sálin hefur farið í mótstöðu...vill ekki fara úr flæðinu...en ekkert hik...árdagsblik örmum vefur...Mr. F mætti fyrir klukkan áttahundruð og mældi, vigtaði og kleip!!! Árangurinn var ótrúlega góður; á einum mánuði hefur fituprósentan lækkað um 5% hjá hvoru um sig...Mr. G hefur reyndar misst 5 kíló og ég bara 1og ½ kílógramm...sem ég túlka á þann eina veg sem ég get...annað hvort hef ég bætt á mig meiri vöðvamassa...jú vöðvar eru þyngri en fita...eða...og mér þykir það jafnvel líklegra..my ladies...og get vel lifað við það...að þarni spili einhverja rullu, súkkulaðiátið og ísinn sem ég hef innbyrt umfram hann Guðmund minn sem er með stabilli mönnum austan fjalls...en ..common..live a little..ég verð þá bara að sippa meira...a lady has to do ..what a lady has to do...including indulging herself in chocolate...little white here and there...væburi...dæburi og margaritas...

Við fórum svo í smáútskriftarferð á Jameson og fengum okkur kaffi með Mr. F og dósentinum og þangað kom svo Pálmi, blessaður öðlingurinn og skutlaði okkur svo á flugvöllinn. Ferðin gekk vel, tók rétt rúman klukkara og við tékkuðum inn og borguðum sekt hjá löggunni fyrir að hafa verið ólöglegir innflytjendur í fimm daga...en það var hverra bahta virði...

Skottuðumst um í fríhöfninni...vá er Bangkok flottur völlur! Ótrúlega einfalt að fara þarna í gegn þótt þetta sé risaflugvöllur...hönnunin er snilld og allt gert aðgengilegt og fljótlegt að komast um. Fengum okkur klúbbsamloku og túnfisk...ekki nærri eins gott og hjá Jameson gamla en slapp til og kaffið var gott.

Við fórum svo í loftið kl.13.20 með Eva Air, reyndar með aðeins eldri þotu en við komum með en Boeing 747- 400 var það, rúmgóð og þægileg í alla staði. Ég byrjaði á því að steinsofna áður en við fórum í loftið og vaknaði svo hress og kát eftir um klukkutíma og fór að horfa á einhverja þá allra bestu gamanmynd sem ég hef séð í langan tíma. Þetta er svona black, british comedy  eins og þær gerast bestar og flugvélin var í krampa...við hlógum og grétum til skiptist og slógum okkur á lær...í alvöru...fólk var svo hávært og hreinlega veinaði af hlátri...ein konan kleip í nefið á kallinum sínum og hélt fyrir munninn á honum og bað hann að láta ekki svona...við hin fengum bara að veina af hlátri í friði...kallinn brást hin versti við og sagði..."Shut up, you old cow"...svo er verið að tala um að erlendir eiginmenn séu kurteisari en okkar...aldrei mundi nokkur íslenskur eiginmaður sem ég þekki tala svona við konuna sína...ekki nema hann væri þá bara bæði góður í ensku og fljótur að hlaupa...og það fer nú sjaldan saman hjá þessum elskum.. að þeir geti gert tvennt í einu...

En fyrirgefiði elskurnar mínar...sjáiði endilega þessa mynd. Hún heitir Death at a Funeral og leikstjórinn er Frank Oz...og myndin er einfaldlega tær snilld. Frekar ósamstæð fjölskylda kemur saman til að jarða pabbann...samkynhneigður dvergur birtist í jarðaförinni og segist hafa verið elskhugi hins látna..bara svona til að gefa ykkur hugmynd...en þið grátið af hlátri...ég lofa ykkur því!!!Ég ætla að kaupa hana og eiga ef úlfshrollur læist að eða bara ef mig langar að hlæja mig máttlausa með tvo vasaklúta...æðisleg mynd til að horfa á ...við saman!!!og þá kannski með súkkulaði og í ullarsokkunum...ummmm.

 

Tók svo stutta pásu, borðaði og tók eitt öryggis og vara...en skellti mér svo strax á aðra bíómynd..ég elska að fara í svona mörg bíó í röð...allt öðru vísi mynd en líka rosalega sterk..tárin láku líka þarna en af sorg yfir óréttlætinu og hræsninni sem við höfum látið viðgangast í mannheimum í árhundruð..Þessi mynd er í leikstjórn Milos Forman og heitir Goya´s Ghosts. Gerist á 18.öld og lýsir spillingunni sem fylgir valdinu og hve óhemju miskunnarlausir kirkjunnar menn voru í nafni bróðurkærleikans og ástarinnar á hinum sem minna máttu sín í samfélaginu...Þeir voru svo óheppnir að verða fyrir skörpu auga rannsóknarréttarins hræðilega á Spáni áttu sér ekki undankomu auðið en það er hárbeitt atriði í þessari mynd þar sem einn presturinn segir ungri stúlku sem hann er að pynda til að játa eitthvað sem hún veit ekki einu sinni hvað er...að Guð muni ekki láta hana finna til bara ef hún segi satt...og svo nauðgar hann henni og barnar hana...og hún endar á geðveikrahæli...en myndin endar þar sem hún hleypur á eftir honum , dauðum sem betur fer...og kyssir hönd hans...Þetta er líka mynd sem fer í safnið my ladies....really such a good one...

Nú er klukkan að verða átta...við búin að fljúga í eina sex tíma og þá hálfnuð í háloftunum...Nú sit ég hér og skrifa ykkur og hlusta á spænska tónlist á meðan...hugsið ykkur tæknina nú til dags...er´etta ekki skondið og skemmtilegt! Flestir eru sofandi í kringum mig...enginn býður súkkulaði og ég sé ekki neinn eins og er sem gaman væri að gera á smá svona mannlífsrannsókn...þannig að ég ætla að skoða dagskrána og kannski kíkja á aðra bíómynd fyrir okkur...ein er hér frá Íslandi sem heitir Endless Riding in Iceland...einhver jöklamynd..kannski eins gott að venja sig við ....meira á eftir darlings..æ, kemur hún ekki með samloku þessi elska...jú, þetta fer nú að detta í leggjara...eða ætti ég kannski að vera dugleg og taka til í myndunum...

 

Sælar aftur my ladies...nú erum við  yfir París...ekki leiðinlegt að rifja upp jólaskreytingarnar í París...mjög dömuleg og lekker borg!

Síðan ég hitti ykkur áðan er búið að taka leggjara...síðan tók ég aðeins til í myndunum...fékk alveg verki í æðarnar að horfa á familíuna alla...mikið hlakka ég til að hitta þau og knúsa...þetta hefur verið svo stutt og fljótt að líða í fríinu en aftur finnst mér svo óralangt síðan ég hef séð fólkið mitt....ykkur öll...Síðan skrapp ég aftur í bíóið..horfði á eina ævintýramynd, nokkuð skemmtilega sem heitir Stardust...ekki svona outstanding eins og hinar tvær en Dustin Hoffmann og Michelle Peiffer eru alltaf góð...Svo las ég Osho, merkilegan kafla um það þegar lærisveinn kom til Buddha og vildi fá svör við nokkrum spurningum....Buddha sagði honum að þegja í eitt ár og spurja svo...hugur hans væri fullur af skoðunum og myndum sem fylltu huga hans svo hann myndi ekki heyra svörin þó hann fengi þau...hlustaði líka  á Hahn tala um gleðina í núinu.....báðir jafn dásamlegir...svo tók ég  nokkrar góðar tásuteygjur, ökkla, hné og læri...og allt í góðu standi..búið að borða og svo er endalaust borið í okkur vatn þannig að við blásum ekki út af bjúg...það er hugsað fyrir öllu í háloftunum...

Nú erum við að lenda í London eftir klukkutíma eða svo og nú verður spennandi að sjá hvort við náum vélinni heim í kvöld eða hvort við þurfum að gista í heimsborginni...

Læt ykkur vita my darlings....kross my fingers...

 

Jæja....nú er mín komin heim í heiðardalinn...umm hvað er alltaf gott að koma heim í mjúka rúmið sitt og lyktina sína...allt eitthvað svo notalegt og homí...þið vitið...

Við komumst heim..ekkert mál, flugum á Keflavík, Drífa Björk og Sara Jasmín biðu okkar með kossa og knús og við vorum komin heim um klukkan hálf fjögur,,,fórum beint að sofa ...ég sofanði með mýkstu og yndislegustu handleggina um hálsinn og vaknaði aftur með sömu handleggina við koss...amma...þegar við erum búnar að teygja okkur...eigum við ekki að gá hvað jólasveinnin hefur gefið mér í skóinn...úps!!!! En allt hafði reddast...nammi komið í skóinn...við fórum fram og fengum okkur heitt normalbrauð með smjöri...íslensku smjöri og osti...voða var þetta gott! Ég er svo ...afrugluð...ekki nokkuð tímarugl og eins og ég hafi ekki flogið...Búin að rétta mig af og lífsklukkan komin í taktinn...Við Sara Jasmín tókum smá frisbyæfingu á ganginum...Daníel Victor og Lóan mín komu og við áttum góða stund saman...kíktum í töskurnar og hnusuðum af Thailandi...það er fátt betra en koma heim og fá að faðma og kyssa barnabörnin sín...

 

Eftir hádegi var svo snyrtistofan..vax, litun og plokkun...dásamlegt að komast í onduleringu hjá Eydísi minni...svo farið í yfirferð á fjölskylduna...knús og kram í allan dag...gott að hitta alla og rifja upp ferðasöguna...allir vilja komast til Thailands og vera með okkur í Nirvana,,,endalaus hamingja og gleði í flæðinu!

 

Æ, þetta er svo skemmtilegt allt saman...á morgun er komin nýr dagur og sporin sem ég steig í nótt...fyrnast fljótt á þessum stað...

 

Gott að koma heim í dimmuna...kveiki á kertum og reykelsum fyrir ykkur og okkur...við eigum það svo sannarlega skilið...

Knús

ykkar

a

 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband