Að eldast er óhjákvæmilegt...að verða gömul er valkostur...

Sælar elskurnar,

AmmiliðTakk fyrir allar þessar yndislegu afmæliskveðjur...gamla konan var hálfklökk alla leið hér austur í Asíu...en það var svo gott að finna hlýjuna og hvað ég er heppin að eiga ykkur að...djiii...hvað mér þykir vænt um ykkur og hlakka til að sjá ykkur og jólin heima...

En það var náttúrulega bara skemmtilegt að halda uppá daginn hér í sólinni...þið vitið hvað mér finnst gaman að leika mér í sjónum....enda vitum við dömur að við verðum ekki gamlar af því að leika okkur..heldur vegna þess að við hættum að leika okkur...

Þannig að elskulegu herrarnir mínir, MR.G og Mr. F ákváðu að láta allt eftir mér og ég fékk að fara á ströndina...reyndar ekki fyrr en eftir æfingu sem hreinlega , nánast gekk af mér dauðri...aldrei hef ég svitnað annað eins...my God! En það var þess virði að finna endorfínið streyma útí æðarnar og gleðin ískraði í mér...loksins þegar ég kom á ströndina...og við fórum auðvitað beint á vatnskettina og lékum okkur í sjónum...brunuðum um og fleyttum kerlingar...

svo kom Mr. Gr...og lék við okkur í Frisby...og er hann þó ekki mikið fyrir að leika við eldri konur ...nema þær séu búnar að þroska með sér eða versla með kúlurass og kúlubrjóst...en við spáum í það...You know me...allt gert fyrir afmælisbarnið...Crying

Guðmundur minn varð að halda sig aðeins í skugganum...sólin má ekki skína á tattúin flottu...

Þegar sólin var að hníga til viðar þennan yndislega dag...röltum við um Walking Street...kíktum í gullbúðirnar...þeystum svo heim á mótórhjólunum...í bað og ...loksins...loksins fórum við á veitngastaðinn flotta...Birds and Bees...Cabbages and Condoms...Vá..það er svoooo dömulegur staður ...við verðum þarna í dinner....bara reglulega my ladies...Pálmi kom með fullan bíl af skemmtilegu fólki; Mr. F, Himma og Sigrúnu og soninn Orra en við komum þrjú þeysandi á hjólunum....ammiliség still in my forties...Mr. G my husband...and fóstursonur okkar...Mr. GR....

Dásamlegur matur...staðurinn eins og aldingarðurinn Eden...félagsskapurinn góður ...fullkomið!!!

Við fórum síðan beint á hverfisbarinn...horfðum á Arsenal vinna Chelsea 1:0....kellingin...alltaf í boltanum og svonaLoL....hittum vini okkar Dolla og Dúa sem voru þarna...nullhamingjusamir, glaðir og frjálsir...skoðuðum glænýja hvolpa...en ekki allt búið enn...við urðum auðvitað að kveðja uppáhaldsstaðinn okkar á Búddhahill og svo skoða útsýnið yfir borgina...rennt niður brekkurnar og svo beint inn í draumaheiminn...þar sem haldið var áfram að bruna um hafflötinn...

Æðislegur afmælisdagur....takkotakk:-)en ég átti það skilið....ekki satt!!!

Svo kom 17.des....síðasti dagurinn okkar hér í þessari Paradís....en við komum aftur..það er pottþétt!Bráðum fáum við afhent húsið okkar og þá þarf mín nú aldeilis að koma og mublera...gera huggulegt og kósí áður en þið komið allar elskurnar mínar....

Við gerðum þetta vanalega...þið vitið fórum í ræktina og fengum síðustu leiðbeiningar Mr. F og lofuðum að halda áfram og vera í forminu...jafnt sem flæðinu....Fórum svo út að versla nokkrar jólagjafir og skottast um...

Elskulegur vinur okkar dósentinn mætti svo á staðinn um miðdaginn, þreyttur eftir flugið en sæll og glaður eins og við erum öll þessa dagana...færði okkur ljóðabók eftir sig handunna...þannig að við verðum í ljóðalestri í fluginu á morgun...

Við enduðum svo á sama stað og við byrjuðum...lokuðum hringnum á okkar uppáhaldsstað..jú, jú, þeim indverska með butter chicken...alveg eins og við borðuðum fyrsta kvöldið...reglusamt fólk hér...og svo auðvitað kaffi á eftir á Coffee 94...

Hittum Mr. Gr. sem kom og gaf okkur einstaklega fallegan Búddha úr Sólarsteini sem glitrar í dimmunni og lýsir upp skammdegið þegar við komum heim...ég fékk líka Chanel nr.5 frá Mr. F svo ég geti nú ilmað af Thailandi ilmi á Íslandi...ég segi nú bara eins og vinkona okkar...eðaldaman Marilyn Monroe þegar hún var spurð í hverju hún svæfi....Chanel no.5...my kind of pyjamas..

Heimferð á morgun...morgunverður kl. áttahundruð á Jameson með félögum okkar...íslenskufræðingunum báðum...og svo brottför til Bangkok með Pálma...

Ævintýrið senn á enda...

sjáumst fljótt elsku þið heima í dimmunni...

ykkar alltaf og endalaust

a

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sædís Ósk Harðardóttir

oh hvað þetta er búið að vera frábær ferð hjá þér Anna mín Hlakka til að sjá þig þegar þú kemur til baka

knús Sædís

Sædís Ósk Harðardóttir, 18.12.2007 kl. 10:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband