Talandi um tattoo...það tikkar í Thailandi...

Jæja elskurnar mínar...

15.des 001Enn kemur hann mér á óvart minn elskulegi eiginmaður....ég veit ekki alveg hvað er að gerast með hann en hann kemur gjörbreyttur maður úr þessari ferð...my metróman...gengur í bleiku...notar rakakrem og ýmislegt ekki alveg prenthæft..rakar sig reglulega undir höndunum og víðar...komin með gullkeðju, missir sig í búðunum... og hvað haldiði að hann hafi gert í dag...bíðið nú bara við...andið djúpt og eðlilega...inn, út...inn, inn...út!!!Það liggur við að ég haldi að bráðum birtist hér blátt reiðhjól...hann fékk sér tattoo...og ekki eitt,-  elskulegu dömurnar mínar heldur tvö......fyrst rosaflottan dreka...svona thailenskan en ekki var það nóg...kjarkurinn óx...enda 40 ára draumur að rætast og svo bættist við tiger...ekta tígrisdýr með gul og glóandi augu og rauðan munn...gapandi og blóðdroparnir leka niður munnvikin...

Við byrjuðum semsagt daginn á hefðbundinn og mjög svitastorkinn hátt...æfingar og...takið eftir 500 sipp...segi og skrifa... 500 sipp!!!Og við blésum eins og hvalir en við gátum þetta...og nú er planið að auka um 100 sipp á viku...ég veit ekki hvað lengi en ef markaðurinn heima á Íslandi yxi í takt við sippið hjá okkur ...þá væru nú ekki vandamálin..

Mr. F er að undirbúa okkur undir brottför..skráir niður skilmerkilega allar æfingar og planið er að halda áfram heima í Lifandi húsi hjá Berglindi okkar og Eygló eftir að heim er komið...ekki má slaka á og missa niður vöðvamassann...no way! Örlítið bólar þó á viðskilnaðarkvíða en við herðum upp hugann og reynum að muna allt sem við höfum lært...

Eftir æfingarnar fórum við svo í verslunarleiðangur...keyptum nokkrar jólagjafir og Mr. G Isss...ekkert vont!!!fór í sína draumaferð á tattústofuna góðu...kom heim svo ósköp glaður ...langaði í meira svo við fórum aftur og hann fékk annað eins og áður sagði. Slökuðum á seinni partinn í sólinni, fórum svo út að borða og aftur að versla...en ekki mikið bara smáááá..

Nú er hér tunglið í náttfötunum...hitastigið um 30 gráður ...rakastigið heldur að aukast en veðráttan hér er...held ég bara besta sem ég hef smakkað so far...

Góða nótt my sweet little ladies...sleep thigt

See U soon...

a


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Anna..........                                   Komdu heim,,,,, við söknum þín svo......... en við vildum nú samt vera með þér nokkra daga þarna í paradís..... Hér á fróni er líka paradís... bara kaldara og ekkert dimmara, þar sem jólaljós lýsa upp bæ og borg.... Til hamingju með afmælið elskan, þú nærð mér bráðlega því þú virðist yngjast með hverjum deginum með þessu áframhaldi.             Kossar og knús.                             Bryndís yngsta systirin

Bryndís (IP-tala skráð) 17.12.2007 kl. 11:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband