Ning...Song...Sam...eða Guðmundarþáttur hins vöðvastælta...

Sælar elskurnar,

Nú er heldur betur að styttast í sportsokkunum hjá okkur...mikið um að vera og allt á að gera ....

Fórum í ræktina og tókum heldur betur á bingóvöðvunum...úff, hvað við erum að verða mössuð...GS

Mér bara krossbregður þegar ég lít á hann Guðmund minn...hann er orðinn eins og vel vaxinn stóðhestur úr Gaulverjabæjarhreppi...bringan hvelfd og kviðurinn sem stálborð í kjötvinnslu kaupfélagsins...að ekki sé nú minnst á lærvöðvana...úps! Svei mér þá, my ladies...ég held að meira að segja skónúmerið hafi hækkað um tvö kalibör...ég keypti reyndar þetta hár á hann af thailenskum unglingi á ströndinni en...það klæðir allt hann Guðmund minn alveg einstaklega vel...já...það voru ekki bara gáfurnar sem ég féll fyrir á sínum tíma..kellingin...góð með sig sisters...

Eftir mikil átök fór hann svo á ströndina og leitaði þar að vinkonu sinni..sem hann hafði mælt sér mót við og hún...þessi ágæta kona hafði lofað að taka hann í sjúkranudd á hné en eins og þið munið elskurnar lenti hann í uppskurði áður en við fórum hingað út...Nuddkonan Nang Chang 54og hann beið og beið og beið og beið...en same same...hún mætti ekki svo hann varð ónuddaður frá að hverfa í það skiptið...hittum hana svo reyndar í dag og þá sagðist hún hafa þurft að nudda heila rútu af túristum...hún er líka rosalega góð nuddkona...og þó Guðmundur minn sé góður og borgi vel þá jafnast hann nú kannski ekki við heila rútu...no money...no honey...

Heim var svo haldið eftir snæðing á Subway...sturta og punterí...lita, plokka, meika, mála...fara í sparigallann þar sem við áttum pantað borð á miklum menningarviðburði á okkar ástkæra Jameson...VIP sæti biðu okkar og við borðuðum og drukkum ...hlustuðum á uppistandara frá ýmsum þjóðlöndum gera grín að sjálfum sér og öðrum í ættinni..13.des 008Og talandi um jólaskraut...það er ekki lófastór blettur í salnum sem ekki er skreyttur...allt í blingi og glingi...og litadýrðin er stórkostleg eins og við er að búast hér í heimalandi regnbogans...

En...þrátt fyrir dásamlegan mat...eins og alltaf á Jameson...var enginn almennilegur eftirréttur...aðeins var boðið uppá Kidney Pie í gulri sósu eða...svona Grétars vegna... vonandi voru þetta ekki innyflaafgangar..heldur frekar hinn víðfrægi Yorkshire Pudding sem einnig er af óþekktum uppruna...já...það vantaði ísinn svo við skruppum yfir á Beach Road og fengum okkur dásamlega ísrétti þar...meira að segja Fondue...hugsið ykkur að sitja úti með allavega litar ískúlur og heita súkkulaðisósu ...30 stiga hiti og logn...já...og ég veit að ísskápar og þök eru að fjúka heima á Fróni...og hér sitjum við með bros á vör...en við söknum ykkar samt elskurnar:-)Jú...það er satt!!!Ting Ting Sjúúú...

Dæmigerður endir á góðu kvöldi ...var svo auðvitað fótanudd á Siam og svo svifið inn í draumalandið túrkísbláa...

Í dag er svo kominn föstudagurinn 14. Nú var enn tekið á því í ræktinni og svo beina leið á ströndina...Guðmundur minn var enn að leita að nuddkonunni góðu sem ekki kom svo hann fékk hina hláturmildu, fráskildu sem kom með dóttur sína gjafvaxta og þær mæðgur nudduðu okkur vel og vandlega um leið og við fengum ævisöguna alla...eins og hún lagði sig...sem betur fer kunnum við orðið nokkuð í thai-enskri mállýsku...og skildum mest allt sem þær sögðu...og  ekki var hún falleg lífsreynslusagan en...þetta eru hörkukonur sem bjarga sér við erfiðar aðstæður...það er sko ekkert comfort zone á þeim bænum...kallinn sem var bæði drykkfeldur og boxari...veit ekki hvort hann var íþróttamaður sem æfði box eða hvort hann barði konuna sína...same, same but different...no can do...allavega...þessi smávaxna kona skutlaði honum útá stétt...væntanlega með boxhanskana og wiskhyflöskuna...og síðan hefur hún unnið hörðum höndum og menntað dóttur sína í sömu iðn..og þær hafa það fínt í dag...þið sjáið það að byggingaverkamaður hér hefur 200 baht á dag...en nuddkona á ströndinni tekur það á klukkutíma...og ekkert vesen...skattmann eða svoleiðis...

Við hjóluðum svo heim á hótel...hittum Mr. P framkvæmdastjóra og stjórnarformaðurinn fór með honum í húsgagnakönnunarleiðangur og pappírsvinnu...Mr. F var fjarri góðu gamni...mikið að gera ...taka á móti nýju fólki og gera og græja...en vá!!!Hvað er margt flott til hér...erum búin að sjá út ótrúlega flotta samsetningu í heilsuparadísina...úti og inni..getum varla beðið eftir að fara að innrétta..

13.des 011Hvernig haldið þið að væri til dæmis að dýfa sér ofan í heitt freyðibað í þessu nuddbaðkari með blæjum og öllu...kveikja á kertum og spila ljúfa tónlist...tala nú ekki um ef nuddarinn biði svo inni í rúmi með heitt súkkulaði og jarðaber...svona verður þetta...alla daga my ladies...já...byrjiði bara að bóka...fá munu færri en vilja...

En Mr. P var ekki af baki dottinn...fann einstaklega flottar græjur sem nota má til að klóra fólki á bakinu...eða hvað dettur ykkur í hug!!!13.des 010Hvað hét hann aftur...Johnny Depp í Schissor man...var hann ekki með einhverjar svona græjur...það er allt til hérna...svei mér þá!

Ég sé það núna að ég hefði þurft að vera duglegri að skoða búðirnar hérna...er alltaf að sjá eitthvað nýtt...og er samt búin að vera hér í heilan mánuð...en það er gott að eiga það eftir með ykkur þegar þið komið..

Eftir mikla törn...þá á ég við svona atvinnulega séð...var tekin smá slökun og fundað um atburði dagsins...síðan haldið á Jameson í einn stuttan og léttan kvöldverð því mikil þreytumerki voru á fólkinu. Þar var fámennt...nú eru að hefjast hér forkosningar og þá er vínbann á öllum börum fram á miðnætti á sunnudag...eins gott að ég er í góðum félagsskap og fæ andlega næringu sem auðveldar mér aðskilnað við áfengið...ekkert hvítt framundan fyrr en ég sé White Christmas...með ykkur á Íslandinu...

Sjáumst eftir 4 daga...

kossar og kjass

a

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband