Elskulegu dömur...
Í dag héldum við stjórnarfund á ströndinni..Mættir voru allir í stjórn og varastjórn...menn skiptu með sér verkum og létu nudda sig á meðan stórar ákvarðanir voru teknar sem varða framtíðina okkar og vonandi ykkar...kannski ekki alveg jafnmikilvægur fundur og haldinn er á Bali þessa dagana en samt...U never Know...
Við erum að verða mjög thailensk í háttum...þótt einn og einn íslenskur málsháttur fljóti með til að halda okkur við efnið...menn flá hér feita gelti...drepa mann og annan...bóndi er bústólpi...bú er landstólpi...því skal hann virtur vel nema búskussi sé úr sjö sýslum...austan sólar og sunnan mána...það er jú dagur hreintungustefnunnar á Íslandi...same same...mundi dósentinn okkar segja og setur hann nú í herðarnar yfir málvillum íslenskra háskólastúdenta heima á Fróni...en back to the basics...
Við hófum þennan fyrsta formlega stjórnarfund á því að borða saman...eins og sannir Thailendingar...skiptumst á skoðunum yfir túnfiski...færðum okkur svo niður að sjó þar sem við berháttuðum fótleggina og fengum nudd..mani og pedi...og vindurinn blés af hafinu bláa...allar nauðsynlegar ákvarðanir voru teknar...fumlaust og af miklu öryggi.
Við munum nú leggja okkar af mörkum til þess að þið getið náð fullri heilsu...andlegri sem og líkamlegri...á dásamlegum stað þar sem ekkert mun trufla ykkur og þið munuð uppskera eins og til var sáð...við erum mjög spennt að framkvæma þetta allt og hlökkum til að kynna dæmið fyrir ykkur..hér og þar sem við munum hittast næst!
Það er sem sagt verið að undirbúa Nirvana...algjöra heilsuparadís hér austur frá og ekkert mun toppa þetta...betra er að vera laukur í lítilli ætt en strákur í stórri...
Regluleg fundarhlé voru tekin...fundarmenn fóru í sjóinn...gengu með hundinn Robbie...skoðuðu konubrjóst sem eru næsta fátíð hér nema hulin...gengu í flæðarmálinu og spekúleruðu fram til sólseturs...þá var fundi slitið á sama stað...með sameiginlegri máltíð og síðan haldið heim á leið eftir velheppnaðan fund...úthvíldir fundarmenn með bros á vör...ekkert stress bara verið í flæðinu...
Dásamlegt! Held að þið ættuð að taka upp þessa stjórnarhætti heima á Íslandi...hugsiði ykkur bara á verðbréfastofunum ef allir færu úr skónum..eða þegar komið er inn í bankana...allir saman berfættir...sitjandi flötum beinum og allar ákvarðanir eru eitthvað svo auðveldar að taka með nýnuddaða fæturna...olíuborna og háglansandi glaða...
Eins held ég að yrði til dæmis gott að taka upp svona fótanudd í flugvélum...ímyndið ykkur hvað gengið í FL Group myndi hækka ef þeir byðu upp á fótanudd í háloftunum...og í Baugur Group ef maður fengi fótanudd við kassann á meðan raðað væri í pokana...
Þær segja okkur hér í Thailandi að allir taugaendar komi saman í tásunum og ef þær eru glaðar skili það sér allt upp í toppstykkið...ekki veitir af....
Já...lífið er ljúft ef tærnar eru glaðar...
Bestu kveðjur til ykkar elskurnar mínar...takk fyrir allar góðar kveðjur og kakódrykkjuna fyrir okkar hönd...að ekki sé nú minnst á sherrystaupin og púrtvínsstaupin sem þið innbyrðið...allt í okkar þágu..ég held mig við Hyber Dyber og Margarituna...og lauma einu og einu hvítu með...allt fyrir ykkur krúsidúllurnar mínar....
lovjú endalaust enn og aftur...
a
Færsluflokkar
Tenglar
Mínir tenglar
- Félag kvenna í atvinnurekstri Allar konur standa saman
- Nýsköpunarmiðstöð Íslands Endalaus spennandi námskeið fyrir okkur
- Líkami, hugur og Sál Frábær staður til að byggja sig upp.
- Rósa Traustadóttir Æðislega jógastöð á Selfossi
- Sumarhús í fyrsta flokki Einstaklega fallegur staður undir fjallinu Búrfelli.
- Flottasti ferðamannastaður á Íslandi Alltaf gott að koma að Geysi
- Selfoss, Eyrarbakki, Stokkseyri og Sandvíkurhreppur My hometown:-)
- Húsið á Eyrarbakka og Byggðasafn Árnesinga Eitt skemmtilegasta safn á Íslandi
- Safnaklasi á Suðurlandi ÞAð er alltaf eitthvað að gerast á Suðurlandi
- Menningarráð Suðurlands Alltaf eitthvað gott starf í gangi
- Veitingastaður á Eyrarbakka Rómantískur staður og maturinn klikkar aldrei!
- Endalaus fróðleikur ein flottasta heimasíða sem ég hef séð!
- Listakonan Þórdís Frábærar myndir
- Fyrsti verslunarstaður Íslendinga Skemmtilegasta þorp á Íslandi
- Gallerí Gónhóll á Eyrarbakka Gisting, karkaðir, ráðstefnusalir og fleira
- Lista og tungumálamiðstöð fyrir börn og unglinga Spennandi námskeið fyrir alla krakka!
Myndaalbúm
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 388660
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Hæ og hó
Gaman að hugsa til þess að sitja fund í sandi, sól við sjóinn og vera að láta einhver dúlla við lappirnar á sér í leiðinni. Kræst erum við að tala um hreinræktaða paradís ??? Gæti allavegna alveg vanist þessu sko
Er þetta ekki eitthvað sem við bakkabúar þurfum að skanna eitthvað betur.Erum við kannski bara að tala um að halda næsta strandapartý á ströndinni þinni þarna úti ??? Taktu allavegna fótanuddarann þinn frá fyrir mig. Er bara á leiðinni.
Hafið það rosa gott og ég sendi ykkur rigninga,roks og brjálæðisveðrarkveðjur frá klakanum.
Íris Mjöll (IP-tala skráð) 13.12.2007 kl. 22:09
Sæl mín kæra á Bakkanum...vona að það sé ekki mjö kalt á ykkur þarna ...en ég held að við þurfum í alvöru að athuga þetta með strandpartýið okkar...þurfum einmitt að halda stjórnarfund þegar ég kem heim og ákveða með áramótabrennuna á bakkanum...ekki satt!!Er búin að bóka þig í fótanuddið...
kær sólskinskveðja...sjáumst eftir 4 daga...
a
Anna S. Árnadóttir, 14.12.2007 kl. 17:16
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.