frá okkur öllum í Thailandisöknum þín og vildum vera komin núna í heitt súkkulaði og perutertu..pönnsur og kruðerí...er með þér í huganum elskan og veit að þú nýtur dagsins
Thailendingar samglöddust okkur mömmu og héldu daginn hátíðlegan um land allt og miðin líka...verslanir voru flestar lokaðar og mikið var skotið upp af flugeldum...fann enga aðra skýringu en að mamma mín ætti afmæli...svo ég held mig við það...ótrúlegt hvað þeir eru næmir hérna þessar elskur!!!
Við tókum daginn rólega...tsjillað by the pool...hlustaði á einn gestinn halda fyrirlestur um andleg mál...hann segir að það séu miklir andans menn og konur á sveimi núna í veröldinni...veiti ekki af því það þurfi ekki mikið til að fjölmiðlar taki yfir og fari að stjórna öllu okkar daglega lífi...sjáið bara auglýsingarnar...þær stjórna miklu í lífi okkar, hvað við borðum, hverju við klæðumst...hvað við ætlum að gefa í jólagjöf...eða hvað!!! ....umhugsunarvert...ég er að spá í að kynnast þessum kalli á morgun...hann er skemmtilegur...situr alltaf í lauginni og gerir jógaæfingar..lítur út eins og jólasveinninn með kúluvömb og hvítar krullur um allt höfuðið...kom hér fyrst í hittifyrra og var einn mánuð, svo í fyrra 4 mánuði og núna er hann í 6 mánuði...jú Thailand hefur áhrif á fólk...meira að segja á jólasveininn...
En Adam var ekki lengi í Paradís..Mr. F hitti okkur í hádegisverðinum á Jameson og dreif okkur á hjólin...áfram var brunað uppá Búddhahill þar sem við áttum von á léttri æfingu enda frekar heitt í veðri og við orðin þetta fullorðin...og mamma á afmæli....
Ég skal segja ykkur það...
að það var tekið svo hressilega á því að svitinn lak af okkur og við brenndum óhemju magni af kaloríum...fitan lak niður eftir bakinu...niður í sokkana og ofan í nýju skóna...jú við erum komin í asics....eins og þið hin....Mr. F er farinn að klípa í okkur og mæla fituprósentuna...mjög oft...en öfugt við nornina í sögunni um Hans og Grétu, vill hann minnka hana en ekki auka þannig að mér sýnist sem enn eigi að herða á okkur...við fengum reyndar að sippa og skutlast með frisbydiskinn...sem er allt svo skemmtilegt..jú, líka sippið...það er að rifjast upp hvað þetta var gaman fyrir nokkrum áratugum...og svo vorum við kynnt fyrir nýrri bardagaíþrótt sem ég hef trú á að bæti hjónalífið...losar um ýmislegt sem kannski hefur lokast inni...nú get ég látið kallinn hafa það óþvegið og látið eins og ég sé bara að æfa....verst að hann er í sömu aðstöðu og heldur sneggri ef eitthvað er...kallinn....asskoti sprækur hjá mér strákurinn!!
Ég er með sólgleraugu á þessari mynd svo þið sjáið ekki glóðaraugun...en bíði hann bara rólegur...ég mun ná mér upp og þá er ég ekki bara að tala um vörnina...heldur hin frægu , eldsnöggu vinstrikjamma rothögg sem eru fræg hjá allri minni ætt...
En þar sem þetta var hans dagur...fékk hann líka að ráða hvert yrði farið að borða...Mr. Sigurdsson valdi að sjálfsögðu kínastað og vildi fá sér eina væna pekingönd með öllu tilbehör...
Við fórum á voða fínan stað...mikið um ljósaskraut og hvítir dúkar og allt...Matseðillinn kom og við pöntuðum...Við Mr. F fengum okkur það flottasta sem var boðið uppá Peking önd de la casa.....en Mr. Sigurdsson var eitthvað skeptískur á okkar val og valdi sér eitthvað annað...kannski sem betur fer ...matseðillinn var samt ekki á kínversku sko!
Við fengum bara húðina utan af öndunum...ekkert kjöt bara steikt skinn...löðrandi feitt en vel steikt og fallega svona gyllt...bara svoldið vont...vorum svo heppin að Mr.Sigurdsson fékk einmitt símtal í sömu andrá og matinn sinn þannig að við gátum stolið smá frá honum...annars hefðum við hreinlega andast...kokkurinn fékk skilaboð frá þjóninum sem stóð á öndinni yfir þessu og var mjög leið...blessuð stúlkan..kom með skilaboð og nýjan rétt...sem var eitthvað andans fóður og bjargaði því sem bjargað varð á þessum vel upplýsta stað...nei..við förum ekki aftur á þennan stað!!!
Mr. F bjargaði málunum með því að bjóða okkur á dýrasta íshúsið í Thailandi...hann var reyndar svo innantómur eftir ævintýrið í húsi andanna að hann pantaði sér tvo rétti...og þá erum við að tala um stóra...ísrétti að hætti Haagen Dazs...en auðvitað kom Mr.G ...sem alltaf virðist skjóta upp kollinum í nágrenni ísbúðanna...þar er hans flæði...og hann varð heldur glaður og renndi sér í réttina með okkur þannig að öllu urðu gerð góð skil..
Svona er þetta nú hjá okkur hér í Thailandi...allt fer einhvern veginn og oftast vel...
Við ákváðum að enda daginn...eins og svo oft áður á nuddi...héldum af stað og fundum góða nuddstofu...tókum allan pakkann...einn og hálfan tíma í Thainuddi á góðri stofu...þar sem allar voru í bleikum sloppum..mjög dömulegar... og svo skelltum við okkur á Jameson að lokum þar sem tekið var einvígi mikið í Snoker.. mjög var tvísýnt á tímabili hver færi með sigur af hólmi...en eins og þið sjáið af myndunum...og hafið heyrt áður...var þetta dagurinn hans Mr. Sigurdssonar og hann sigraði örugglega...lagði allt sitt í leikinn og uppskar eins og hann sáði...
You have to give ...to get....
Nú styttist í að við sjáumst elskurnar...frétti að Daníel minn væri að geyma handa mér piparkökudeig svo ég missi nú ekki alveg af því að fá réttu lyktina í húsið...hann sér svo um að mála með glassúr...hlakka til elsku prinsinn hennar ömmu og takk fyrir myndirnar áðan...þú ert sætastur...og takk líka fyrir kisuna okkar.
Þúsund kossar og knús heim til ykkar .....a
Færsluflokkar
Tenglar
Mínir tenglar
- Félag kvenna í atvinnurekstri Allar konur standa saman
- Nýsköpunarmiðstöð Íslands Endalaus spennandi námskeið fyrir okkur
- Líkami, hugur og Sál Frábær staður til að byggja sig upp.
- Rósa Traustadóttir Æðislega jógastöð á Selfossi
- Sumarhús í fyrsta flokki Einstaklega fallegur staður undir fjallinu Búrfelli.
- Flottasti ferðamannastaður á Íslandi Alltaf gott að koma að Geysi
- Selfoss, Eyrarbakki, Stokkseyri og Sandvíkurhreppur My hometown:-)
- Húsið á Eyrarbakka og Byggðasafn Árnesinga Eitt skemmtilegasta safn á Íslandi
- Safnaklasi á Suðurlandi ÞAð er alltaf eitthvað að gerast á Suðurlandi
- Menningarráð Suðurlands Alltaf eitthvað gott starf í gangi
- Veitingastaður á Eyrarbakka Rómantískur staður og maturinn klikkar aldrei!
- Endalaus fróðleikur ein flottasta heimasíða sem ég hef séð!
- Listakonan Þórdís Frábærar myndir
- Fyrsti verslunarstaður Íslendinga Skemmtilegasta þorp á Íslandi
- Gallerí Gónhóll á Eyrarbakka Gisting, karkaðir, ráðstefnusalir og fleira
- Lista og tungumálamiðstöð fyrir börn og unglinga Spennandi námskeið fyrir alla krakka!
Myndaalbúm
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 388660
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.