Elskulegu dömur mínar ....datt alveg úr sambandi hér og hef ekkert getað annað en hugsað til ykkar...sem ég hef líka gert alveg óspart...internetið var eitthvað í ólagi en er nú vonandi komið til að vera....
Hér hefur allt gengið sinn vanagang...alltaf í ræktinni og svona...þvílíkt skemmtilegt og svo erum við búin að ferðast um svæðið...skoða fasteignir og kíkja á ýmsa möguleika sem eru nánast óendanlegir hér...Asía er framtíðin my ladies...spurning hvað á að velja af öllu sem er hægt að gera hér...
Við höfum verið á ströndinni, verslað, leikið okkur á mótorhjólunum, hitt fólk, farið á kaffihús, borðað á góðum veitingastöðum, gert stöðugar mannlífsrannsóknir og dólað okkur við laugina... en mest af öllu höfum við þó skoðað okkur sjálf og reynt að byggja upp...andlega og líkamlega...árangurinn er að skila sér á ýmsa vegu..suma undarlega en alla skemmtilega!!!
Flest kvöld endum við svo á þann besta máta sem hægt er að hugsa sér...í fótanuddi á einhverri af öllum þeim undursamlegu nuddstofum sem eru hér eins algengar og kaupfélögin voru úti á landi , heima á Íslandi...þegar enginn varð óbarinn biskup en fleiri voru búskussar en búbrjótar...
og stundum fáum við okkur ís líka...svona rétt fyrir svefninn svo okkur dreymi betur...
knús og kram til ykkar elskurnar...veit ekki hvernig verður með jólakortin????Einhver með hugmynd!!!
lovjú endalaust
Færsluflokkar
Tenglar
Mínir tenglar
- Félag kvenna í atvinnurekstri Allar konur standa saman
- Nýsköpunarmiðstöð Íslands Endalaus spennandi námskeið fyrir okkur
- Líkami, hugur og Sál Frábær staður til að byggja sig upp.
- Rósa Traustadóttir Æðislega jógastöð á Selfossi
- Sumarhús í fyrsta flokki Einstaklega fallegur staður undir fjallinu Búrfelli.
- Flottasti ferðamannastaður á Íslandi Alltaf gott að koma að Geysi
- Selfoss, Eyrarbakki, Stokkseyri og Sandvíkurhreppur My hometown:-)
- Húsið á Eyrarbakka og Byggðasafn Árnesinga Eitt skemmtilegasta safn á Íslandi
- Safnaklasi á Suðurlandi ÞAð er alltaf eitthvað að gerast á Suðurlandi
- Menningarráð Suðurlands Alltaf eitthvað gott starf í gangi
- Veitingastaður á Eyrarbakka Rómantískur staður og maturinn klikkar aldrei!
- Endalaus fróðleikur ein flottasta heimasíða sem ég hef séð!
- Listakonan Þórdís Frábærar myndir
- Fyrsti verslunarstaður Íslendinga Skemmtilegasta þorp á Íslandi
- Gallerí Gónhóll á Eyrarbakka Gisting, karkaðir, ráðstefnusalir og fleira
- Lista og tungumálamiðstöð fyrir börn og unglinga Spennandi námskeið fyrir alla krakka!
Myndaalbúm
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 388660
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.