Afmælisdagur kóngsins...og Steina bró...

Sæl öll elskurnar...

Elskulegur bróðir minn og besti vinur hann Steinar á afmæli í dag og væntanlega verður slegið í pönnsur á Syðri-Brú og allir fá eitthvað gott í gogginn ef ég þekki þau hjónakornin rétt...Til hamingju með daginn elsku sæti, gói, brói minn...er hjá þér í huganum og knúsa ykkur og kyssiInLove

Kóngurinn með sinni...Það er mikið um dýrðir hér líka...kóngurinn Bhumibol Adulyadej á afmæli...hann sat í höllinni sinni í dag klukkutímum saman og hlustaði á Búddhamunkana flytja möntrur...sá þetta í sjónvarpinu...hann var orðinn svolítið þreytulegur í sparifötunum en sat...og sat grafkyrr , nánast í Nirvana...og fullur salur af prúðbúnu fólki sat með honum...þetta er á ÖLLUM stöðvum í sjónvarpinu í allan dag ...rythminn er mjög taktfastur og hljómar einhvern veginn svona... da.ja.dibai,da.jo.da.úa.lú.da.da.ma.ma. na na dala.ka.ka....er ekki alveg búin að ná það miklu í málinu að ég skilji þetta...held að þetta sé kyrjað í 80 tíma...hann er jú áttræður kallinn.... Nánast hver einasti Thailendingur er klæddur í bleikt í dag í tilefni dagsins...þeir eru reyndar alltaf í gulu líka á mánudögum til að heiðra kónginn..og já, ég gleymdi að segja ykkur það ...muniði í gær þegar við fórum í bíó...allt í einu ...í miðju auglýsingahlé..komu myndir af kóngnum og ALLIR í bíóinu stóðu upp og beygðu höfuð....ótrúlegt! Þeir bara trúa á kónginn...eða ég held það!

 Allir í bleiku fyrir kónginn...Við þremenningarnir vorum að sjálfsögðu í bleikum bolum...og vöktum feikna lukku..Thailendingarnir eru svoo ánægðir með kónginn sinn og telja það mikinn heiður að við...þessir blessaðir Farang=útlendingar...sýnum honum respect!

Fórum í morgunverð á Jameson og síðan beint í ræktina sem var yndislegt...svo fórum við út að laug og slökuðum á...smástund en svo var tekin aukaæfing til að styrkja samhæfinguna...munið hvað Mr. F segir um nauðsyn þess að halda samhæfingunni þegar aldurinn fer að færast yfir okkur...

Hann er nú að kenna okkur frisbyköst og grip..held að við verðum fljótlega sett í tennis líka...og síðan box!!!Það vantar ekki fjölbreytnina hjá okkur enda er árangurinn óðum að koma í ljós...kótsinn er góður og heldur okkur við efnið. Það er sennilega rétt sem við heyrðum um hann...Gífurleg einbeiting..hann er bestur í faginu..

Eftir slökun var farið heim...meiri slökun og horft á hátíðarhöldin í sjónvarpinu...svo var farið út á lífið og þá náttla valin uppáhaldsstaðurinn okkar...The Indian Palace þar sem við fengum æðislega góðan mat...eins og alltaf..ég prófaði auðvitað einhverja nýja rétti en strákarnir mínir allir þrír eru svo gasalega íhaldssamir og völdu sér það sama og oft og einatt áður...better be on the safe side...ekki eins og við my ladies...nógu klikkaðar til að prófa eitthvað sem við getum ekki einu sinni borið fram...fékk einhvern heimatilbúin ost í smjörsósu og grænmetiskótilettur...það var auðvitað bara gott...eins og allt á þessum stað!

Mr.G segir skemmtisögur..Við fórum svo á Kaffi 94 og fengum okkur kaffi og te...fann ég ekki þarna gráa jarlinn sjálfan...loksins! Get nú farið að bleyta í þeim gráa og fengið almennilegt te sem er harla fátítt hér í þessu annars indæla landi...

Eftir þetta allt kíktum við niður að sjó á hátíðahöldin...sem voru lítt sjáanleg nema á klæðaburði fólksins..og svo í Walking Street og enduðum þennan dýrðardag...jú! Þið eigið kollgátuna...í fótanuddi á frábærri stofu sem heitir Siam og er ein sú besta í bænum...skemmtilegar nuddkonur og frábært nudd fyrir svefninn..

Góða nótt elsku ljósin mín þarna norðurfrá...munið að vera góðar við ykkur heima í myrkrinu, borða súkkulaði og drekka rauðvín í ullarsokkum við arineldinn...fara á snyrtistofuna og fá ykkur almennilega onduleringu fyrir jólin...labba Laugaveginn...kveikja á kertum, borða allar smákökurnar jafnóðum og drekka ískalda mjólk með..helst uppí rúmi með góða bók við höndina...en umfram allt...að tendra kærleiksljósin í hjörtunum...við eigum allt svoooo mikið gott skilið!!

kossar frá okkur öllum í afmælinuKissing

a


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband