Allt tekur enda um síðir...líka vera okkar á Paradísareyjunni góðu sem kvaddi okkur hlýlega með sólargeislunum sínum. Fórum eldsnemma á fætur og tókum leigubíl á flugvöllinn sem var stutt...Þessi flugvöllur er sá skemmtilegasti sem ég hef komið á ...allt svo opið og skemmtilegt! Hengirólur og sólbekkir til að hvíla sig í á meðan beðið er...svo eru töskurnar keyrðar heim að leigubíl og allt svo eitthvað einfalt og þægilegt!Danny vinur okkar koma að sækja okkur, umferðin var róleg og við vorum komin heim á hótelið okkar áður en við var litið...og það var svo notalegt að koma ,,heim"...Fólkið okkar sagði Welcome home...Savati Ka..og brosti sínu blíðasta...sæti kallinn minn sem opnar alltaf hliðið brosti út að eyrum...hann er svo mikil dúlla og skemmtilegur..hárgreiðslukonan vinkona mín...kom hlaupandi út og faðmaði mig... það er svo hlýlegt og yndislegt fólk hér...Við ákváðum að fara í smá shopping...kíkja á jólaskrautið og kaupa nokkrar jólagjafir...það er svo skemmtilegt!!!Hittum akkúrat á það rétta...handa nokkrum vel völdum einstaklingum...uss ..leyndó!en það er virkilega gaman að versla hér...allt svo litríkt og fallegt!!!Og margt mjög dömulegt og lekkert, my ladies...það verður gaman að fara hingað í dömuferðir...byggja upp vöðvana...liggja á ströndinni, láta nudda sig og strauja kortin...shop till you drop...a lady has to do...what a lady has to do...Hittum svo Mr. G í Royal Plaza og hann bauð uppá ís...æðislegan hnetuís Haagen Daz...umm!Þarna er líka hægt að fá súkkulaðifondue...það verður næst!!Svo var farið heim í slökun..út að borða...í bíó...reyndar svolítið skrítin mynd..þannig að við fórum út...skildum ekkert í myndinni sem er einhver ný mynd með Nicole Kidman...Mr. GS hélt að þetta væri einhver andlegur fróðleikur sem Mr. F hefði valið og á eftir yrðu miklar andlegar pælingar...en ég held að við höfum öll verið fegin að komast út...gengum meðfram ströndinni...stoppuðum hjá vini okkar ítalska sem söng nokkur tenórlög fyrir okkur en svo var tekin kvöldrúnturinn...framhjá Íslendingabarnum...og svo beina leið heim í draumlandið...og nú sit ég hér með tebollann og eitt pínu...lítið súkkulaðistykki með stórum hnetum og skrifa til ykkar elskurnar...var að spjalla við börn og barnabörn á msn...hitnaði verulega um hjartarætur...þau eru svo miklir gullmolar og spekingar..sakna þeirra en hef þau samt hér ...ég er þau og þau eru ég....Bestu kveðjur heim á Frónið okkar. Allir biðja að heilsa sínum...knús og jólakram...a
Færsluflokkar
Tenglar
Mínir tenglar
- Félag kvenna í atvinnurekstri Allar konur standa saman
- Nýsköpunarmiðstöð Íslands Endalaus spennandi námskeið fyrir okkur
- Líkami, hugur og Sál Frábær staður til að byggja sig upp.
- Rósa Traustadóttir Æðislega jógastöð á Selfossi
- Sumarhús í fyrsta flokki Einstaklega fallegur staður undir fjallinu Búrfelli.
- Flottasti ferðamannastaður á Íslandi Alltaf gott að koma að Geysi
- Selfoss, Eyrarbakki, Stokkseyri og Sandvíkurhreppur My hometown:-)
- Húsið á Eyrarbakka og Byggðasafn Árnesinga Eitt skemmtilegasta safn á Íslandi
- Safnaklasi á Suðurlandi ÞAð er alltaf eitthvað að gerast á Suðurlandi
- Menningarráð Suðurlands Alltaf eitthvað gott starf í gangi
- Veitingastaður á Eyrarbakka Rómantískur staður og maturinn klikkar aldrei!
- Endalaus fróðleikur ein flottasta heimasíða sem ég hef séð!
- Listakonan Þórdís Frábærar myndir
- Fyrsti verslunarstaður Íslendinga Skemmtilegasta þorp á Íslandi
- Gallerí Gónhóll á Eyrarbakka Gisting, karkaðir, ráðstefnusalir og fleira
- Lista og tungumálamiðstöð fyrir börn og unglinga Spennandi námskeið fyrir alla krakka!
Myndaalbúm
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Þetta er nú bara spennandi hjá ykkur Anna mín, gaman að fylgjast með þessu ævintýri ykkar. Njótið vel! Með bestu, Laufey
Laufey (IP-tala skráð) 4.12.2007 kl. 21:39
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.