Auuuuuminginn....eða La Dolce Vita!

Í dag skein sólin glatt...vel yfir 30 gráður yfir morgunkaffinu og þar sem við skemmtum okkur svo einstaklega vel í gær, ákváðum við að endurtaka leikinn og fara aftur á yndislegu, aleinu ströndina...muniði frá í gær...

GS búinn að hitta vininnÞar var gott að koma...aumingja hundurinn fagnaði GS, hinum eina og sanna dýravini eins og öldnum frænda sínum...hann fékk skinkubita að launum...og GS sagði hinn fræga frasa sinn, aftur og aftur...auuuuuminginn ertu kominn...viltu ekki fá bita...lausnin liggur í því að taka það sem að manni er rétt...

Svo var synt í sjónum og skoppað í flæðarmálinu, flotið á öldunum og dansað í silkimjúkum sjónum..

Mr. F reiddi allt í einu upp prik eitt mikið og setti upp þvílíka líkamsræktaræfingu að meira að segja GS var alveg búinn á því...hann er ótrúlega klár strákurinn...tíndi upp alls kyns prik og lurka og notaði sem lóð, við gerðum armbeygjur, hlupum og sprettum...allir vöðvahópar voru þaulæfðir frá tá uppí ennistopp...GS barinn áfram...já, hér er ekki klikkað á smáatriðum frekar en þeim stóru...allt er gert í réttri röð og í flæðinu...mikilvægt að vera í rétta flæðinu...

Svo fórum við heim, ókum enn og aftur um sveitirnar fallegu, skoðuðum kókoshnetubændur og bensínsala við vegkantinn, sáum sólina setjast og allt var svo fallegt og mjúkt á að líta...

Fórum svo á pizzastað...La Dolce Vita, sem var auðvitað í samræmi við daginn sem hafði verið ljúfur...fengum okkur pizzur og ...æ, nokkrar margaritur lágu..en þar sem Ásta mín var ekki með var auðvitað ekki dansað fram eftir nóttu heldur tekið smá tsjill pill á ströndinni og svo bara heim að kúra lúra...þurfum að vakna snemma í fyrramálið og fljúga heim á Pattaya...það er búið að vera svo skemmtilegt hérna á Koh Samui...og kannski komum við aftur hingað...aldrei að vita!

Hið ljúfa líf...Sólin skíni á ykkur elskurnar...miss U all

knús

a


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

En dásamleg upplifun;-)

Söknum ykkar ROSALEGA.......hér er rigning og ´frost til skiptist, samt altaf svo gott að vera til.

 Hlökkum til að sjá ykkur og haldið áfram að skemmta ykkur svona vel;-)

Lóa (IP-tala skráð) 4.12.2007 kl. 08:54

2 Smámynd: Anna S. Árnadóttir

Takk elsku Lóan mín, hér er endalaus sól og blíða og varla farið úr bikiníbuxunum...byrjaði að kaupa jólagjafir í dag...svo gaman...allt orðið skreytt og jólalegt hér.

knús til allra þín mom

Anna S. Árnadóttir, 4.12.2007 kl. 13:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband