Hringferð um eyjuna...

Talandi um skóstærð my ladies...Tókum daginn snemma...morgunmatur by the pool og svo var lagt í hann...sunnudagsrúnturinn sem varð svo nánast hringferð um eyjuna...svona næstum því!

Fórum fyrst og hittum ansi hreint hupplegan fíl...með ...ó , það er nú reyndar ekki dömulegt að segja þetta...en skoðið myndina..veit ekki hvort bananarnir virkuðu svona en my ladies..það er gott að fílar nota ekki skó!!!Júnóvatæmín....

Svo ókum við upp í 570 metra hæð...að einstaklega fallegum stað þar sem við héldum að framundan væri bara slökun...egg og beikon..og svona tjill...en nei...ekki var slegið slöku við...Mr. F var í essinu sínu og við tókum nokkrar léttar æfingar fyrir brjóstkassana sem bifuðust af gleði...eða var þetta kannski titringur í vöðvunum...Þessi er rosaleg fyrir bingó...að minnsta kosti eru bingóvöðvarnir að verða allstæltir og bringan hvelfd...

Enn var lagt af stað og nú fórum við að fossunum frægu og klifruðum kletta og sprungur...alveg yndislega fallegt og loftið lævi blandið...skrítið að ganga inní svona trópical skógi..allt er einhvern veginn eins og í ævintýri...yrði ekkert hissa þó ég hitti Lísu í Undralandi hérna eða Alladín með lampann sinn og hann byði mér 3 óskir..

Fannst ég heyra í skröltormum...fann skrítna kryddlykt af blómunum..og hitti líka nokkur kunnugleg stofublóm að heiman sem vaxa hér villt...fossaniður og lækjarhjal...sólin skein og sendi okkur geisla sína í gegnum laufskrúðið...lófastór fiðrildi flugu hjá í öllum regnbogans litum..fuglarnir sungu...já, skiljið þið hvað ég meina...ótrúlegt land...enn og aftur..

Ævintýraskógurinn...Við ókum svo áfram um sveitirnar...alls staðar var eitthvað nýtt að sjá..hittum fiskimenn sem voru að koma að landi...börn sem skoppuðu og léku sér í sjónum...einn var að veiða af trjábol sem slútti útí sjóinn og aleinn kall lá í flæðarmálinu og sólaði sig...áfram var ekið og nú duttum við óvænt inná litla fallega strönd sem var eitthvað svo alein...ákváðum að synda svolítið...sjórinn var svo fallegur og silkimjúkur...Mr. F sá sér leik á borði og sendi okkur af stað...æfingin fólst í því að synda á haf út og svo að reyna að ná landi...virkilega góð æfing sagði hann og smá áskorun fyrir okkur...hittum afskaplega almennilegar konur frá Kananda sem eru þarna í litlu húsi við ströndina að dúlla sér í 5 mánuði...góðar!

Alls staðar er verið að byggja lúxusíbúðir og hús við ströndina...inn á milli eru innfæddir í sínum fábrotnu húsum , sitja á hækjum sér og elda og þvotturinn blaktir í metravís...virðist vera þvottadagur í dag og allt þvegið úr skápunum...eða kannski eru snúrurnar bara skáparnir..

Stoppuðum hjá voða góðri konu sem seldi okkur bensín á brennivínsflöskum..og te...menn og mótóhjól komu vel út úr þessum viðskiptum sem losuðu heilar 150 krónur íslenskar....já, það er allt frekar billegt hér..svo héldum við áfram, stoppuðuðm á Starbucks og fengum okkur kaffi og súkkulaðitertuna góðu...hlustuðum á jólalögin...skrítið að hlusta á White Christmas og Jingel Bells hér í 30 stiga hita og sólskini...

Kláruðum hringinn síðan á Q-bar þar sem við sáum sólina setjast og dáðumst að útsýninu...myndavélin var með í þetta sinn svo þið getið kíkt í myndaalbúm dagsins og notið með okkur.

Slökun til átta, þá farið í mat...aftur á Red Snapper því Mr. F átti eftir að prófa hann og síðan á Coffee World í kaffi og kíkt á netið..endað á strandgöngu í flæðarmálinu undir stjörnubjörtum himni og máninn hló skakkur á himninum...er nokkuð skrítið þó við sofnum með bros á vör á hverju kvöldi...Wink

Nei, ég bara spyr svona...

góða nótt elskurnar og englarnir vaki yfir ykkur

knús

a


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband