Það var heitt og ljúft við laugina í dag...ákveðið að tssjilla bara og slaka...baka sig í sólinni...ganga í flæðarmálinu og skoða mannlífið...fór í langan og góðan göngutúr...walking meditation með Hanh og alsælum tánum..
Mr. F kenndi okkur grunnsporin í frisby...lét okkur sko fá að finna fyrir því að hlaupa á eftir disknum á haf út...svo var ég að æfa mig ...í laumi og ætlaði að verða laaangbest í þessu sporti...betri en GS í köfun...en það fór þannig að diskurinn lenti uppi á þaki og ég varð að fá aðstoð veiðimanna í nágrenninu sem komu með stórar árar og kræktu disknum niður aftur...en , jú þetta var ótrúlega skemmtilegt og þetta kemur....Mannlífið hér er svo litríkt...alls staðar eru nuddarar...boðið er uppá manicure fyrir 150 kr. pedicure kostar annað eins...svo er hægt að fá tattú, fléttur, borða, kaupa skeljar og perlur...sigla, kafa, veiða, skoða fíla og krókódílal...bara allt saman..
Fórum svo í ræktina seinni partinn...það er ekki slegið slöku við...sippað 300 sipp og lyft lóðum..eggjastokkarnir eru samt enn fastir og þetta er að verða nokkuð skemmtilegt...ekki kannski uppáhalds...en gæti orðið með tíð og tíma því þetta er víst svo hollt fyrir austantjaldsvöðvana my ladies...júnó...svo fórum við á einn allra fallegasta veitingastað sem ég hef séð...hátt, hátt uppí fjalli með útsýni yfir haf og sund..Q-bar...algjör snilld!Það er svo bratt að keyra upp að hjólið komst varla...þarna áttum við notalega stund í ljósaskiptunum yfir einu ...litlu, já mjög litlu Chardonnay..
Um kvöldið fórum við svo á æðislegan veitingastað hérna við hliðina, The Red Snapper..þjónarnir á hjólum...drógu út stólana og lögðu servíettuna á einstaklega lekkeran máta í kjöltuna hjá okkur...maturinn var einstaklega góður og desertinn...umm..enammenamm...steiktir bananar með heitri súkkulaðisósu og vanilluís... meira að segja klósettin voru angandi af ilmolíum og pappírinn þar...þið trúið þessu varla...en það voru sko servíettubrot í hverju blaði...og ég er ekki að grínast!!
Eftir matinn var svo stjörnuskoðun á ströndinni...smáskottuhopp í flæðarmálinu og svo beint heim í koju...eða næstum því...rafmagnið fór af og tók smástund að laga það svo ég gæti nú skrifað til ykkar áður en ég hyrfi á vit áframhaldandi ævintýra í draumalandinu túrkisbláa...
sofið nú vel...þið eigið það svo skilið elskurnar
knús og klemm
a
Færsluflokkar
Tenglar
Mínir tenglar
- Félag kvenna í atvinnurekstri Allar konur standa saman
- Nýsköpunarmiðstöð Íslands Endalaus spennandi námskeið fyrir okkur
- Líkami, hugur og Sál Frábær staður til að byggja sig upp.
- Rósa Traustadóttir Æðislega jógastöð á Selfossi
- Sumarhús í fyrsta flokki Einstaklega fallegur staður undir fjallinu Búrfelli.
- Flottasti ferðamannastaður á Íslandi Alltaf gott að koma að Geysi
- Selfoss, Eyrarbakki, Stokkseyri og Sandvíkurhreppur My hometown:-)
- Húsið á Eyrarbakka og Byggðasafn Árnesinga Eitt skemmtilegasta safn á Íslandi
- Safnaklasi á Suðurlandi ÞAð er alltaf eitthvað að gerast á Suðurlandi
- Menningarráð Suðurlands Alltaf eitthvað gott starf í gangi
- Veitingastaður á Eyrarbakka Rómantískur staður og maturinn klikkar aldrei!
- Endalaus fróðleikur ein flottasta heimasíða sem ég hef séð!
- Listakonan Þórdís Frábærar myndir
- Fyrsti verslunarstaður Íslendinga Skemmtilegasta þorp á Íslandi
- Gallerí Gónhóll á Eyrarbakka Gisting, karkaðir, ráðstefnusalir og fleira
- Lista og tungumálamiðstöð fyrir börn og unglinga Spennandi námskeið fyrir alla krakka!
Myndaalbúm
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.