Lyktin af landinu...

Fiskur til þerris...er svo ótrúlega fjölbreytt...ég held ég hafi ekki áður komið í land sem á svona margar lyktartegundir...góðar...skrítnar...fúlar..alls konar...grænar og bláar jafnvel fjólugular....alls staðar er svo merkileg lykt...menn og konur eru alltaf að elda hér...alls staðar situr fólk á hækjum sér og eldar á götunni...veitingahús á hjólum og hnetulykt, fisklykt, mangólykt, blómalykt, mannaþefur, hundaþefur....reykelsisilmur...brenni og rusl...allt mögulegt! Svo er lyktin af hafinu...vindinum og sólinni...getið þið ímyndað ykkur þetta...svona smá????

Í dag leigðum við okkur mótorhjól og fórum í könnunarleiðangur um eyjuna...Mr. F hefur að vísu komið hér áður og var öllum hnútum kunnugur...við fylgdum honum auðsveip og agndofa...skoðuðum skrítið landslagið og skemmtilegt mannlíf...þetta er allt öðruvísi en heima á Pattaya...svo kom rigning og við vorum skíthrædd í hálkunni...en hertum upp hugann! Mr. F lét okkur í plasthempur þannig að við komumst í þjóðhátíðargírinn og sungum ættjarðarljóð...

Gaman...Fórum að skoða skóla...kennslukonan varð svo glöð inni í sér að hitta skólabörnin ung og smá...þau voru svo falleg, brosmild og prúð...fékk aðeins að taka á krítinni...umm..sakna þess alltaf að kenna þessum elskum..þau eru svo hrein og bein og ekta..

 

Svo hittum við á Búddhamunk sem blessaði okkur og við sendum þakkir út í loftið með reykelsum...ilmurinn höfugur og við glöð í hjörtum....fengum fléttað lítið vinaband um úlnliðinn sem á að vera okkur til verndar og lukkulegs lífs....

Þeir eru að safna fyrir nýju musteri...hér eru alls staðar gulli skreytt musteri og bænahús í hverju húsi, hverjum garði og við hvert veitingahús...gaman að sjá hvað trúin er eðlilegur og stór hluti af daglegu lífi hér...veit ekki hvort þeir fari nokkurn tíma í hof eða bænahús sérstaklega...held ekki! nullKannski er þetta skrítið en gefur þó tilefni til að staldra við og beygja höfuðið..þakka fyrir allt ...líka litlu hlutina eins og froskana sem við hittum í garðinum...öll brosin og fallegu augnaráðin sem við fáum hér á hverjum degi..

 Mér fannst einstaklega skemmtilegt að hitta munkinn...hafði beðið eftir þessu og hlakkað til að fá þessa möntru kveðna yfir okkur... eða bara að vera svona nálægt einum svona alvöru munki...og heyra í honum í beinni...eikka svo notalett...

 

Áfram var haldið að hinum frægu steinum...afanum og ömmunni sem eru eins og kvenkyns- og karlkynsæxlunarfæri..þar voru hópar ferðamanna frá S-Kóreu að taka myndir...við slógumst í hópinn og tókum nokkrar líka, strákarnir sýndu sterklega vöðvana..hreinlega hnykkluðu bingóin..fengum okkur svo klúbbsamloku og eignuðumst lítinn vin sem þótti gott að fá bita hjá GS...dýravininum ...null

Við fórum svo heim á leið..stoppuðum á markaði..kíktum á margt en sjoppuðum lítið..svo var slökun fram að kvöldmat...þá var farið á ströndina og borðað á veitngastað í flæðarmálinu..þá var aðeins skroppið með tásurnar í sjóinn...fundum eina hafmeyju í viðbót...ótrúlega margar systur mínar hér á Thailandi...svo að dansa smá og svo fórum við á æðislega sýningu...ekki verri en Alcatraz..og hvað haldið þið...tóku þeir ekki My Way!!! Sumir urðu frekar brosleitir...og hver haldið þið að hafi sungið með af innlifun,,,ef ekki bara Nirvana! Mjög skemmtileg sýning...

Enn einn konfektmolinn komin í minningakassann okkar...allt þetta er svo ósköp eitthvað gott og skemmtilegt...og á morgun er kominn nýr dagur...

knús frá Koh Samui og okkur öllum...

a


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband