Já....ég hef fundið paradís á jörð...verð að klípa mig öðru hverju til að trúa því að ég sé hér í alvöru...talandi um blátt haf...hvítan sand...OMG!!!Þetta er svo ótrúlega seiðandi og ssssssssvo flott...ég verð bara að vera dugleg að taka myndir svo ég trúi þessu...hvað þá þið elskurnar mínar ...
Við erum semsagt komin hingað...tókum daginn snemma í ræktinni og svo var bara chillað við laugina og spjallað til klukkan 16.00, þá kom Danny boy...vinur Hemma Gunn ...og keyrði okkur á flugvöllinn í Pattaya þaðan sem við flugum í klukkutíma í heiðskíru og fallegu veðri og lentum í paradís... hér er allt svo eitthvað...spes!
Hentum af okkur inná hótel...sem fór strákunum einstaklega vel ... eins og þið sjáið...þeir eru nú ósköp stæltir og flottir hjá mér strákarnir...enda í stöðugri þjálfun eins og sjá má á hverfandi bingóvöðvum og minnkaðri líkamsfitu...en..back to the basics...
Fórum og borðuðum á Mambóbar...say no more...Bob Marley söng...Don´t Worry About A Thing og maður fann hvernig hrein og tær gleðin hríslaðist niður eftir bakinu og tærnar iðuðu berfættar í skónum...Fórum svo niður á strönd...þar eru veitingastaðir á ströndinni...og þá meina ég Á ...maður liggur í legubekkjum og líður eins og Rómverja...nema í stað þess að fá þrúgurnar fékk ég mér...náttla Strawberry Daiquiry...eins og sönn hefðardama...hallaði mér svo afturábak og horfði á ljósin svífa um himininn...Er þetta hægt!!! Já, þetta er lífið í Thailandi...og ekki var nú allt búið enn...næst var farið í Thainudd...svona rétt til að klára harðsperrurnar sem enn eru örlitlar...þrátt fyrir góða æfingu hjá Mr. F í morgun sem var mjög ...hlýleg og umhyggjusöm og miðaði einungis við að styrkja þreytta og auma vöðva...teygja og spenna og okkur leið strax betur ...en þetta var þó toppurinn hjá kótsanum í dag...hann stendur sig vel með stirða sveitamenn austan úr Flóa...
Nú er komin nóttin...og við verðum því miður að fara að sofa...enn líður tíminn alltof hratt og helst vildum við vaka líka á nóttinni...maður tímir varla að fara að sofa en sofnar þó alltaf með bros á vör...
Samui knús til ykkar elskulegu dömur...veit ekki hvort ég kemst í dömuboðið þann 16.des...held við verðum að framlengja...
a
Flokkur: Lífstíll | 29.11.2007 | 18:56 (breytt 30.11.2007 kl. 11:49) | Facebook
Færsluflokkar
Tenglar
Mínir tenglar
- Félag kvenna í atvinnurekstri Allar konur standa saman
- Nýsköpunarmiðstöð Íslands Endalaus spennandi námskeið fyrir okkur
- Líkami, hugur og Sál Frábær staður til að byggja sig upp.
- Rósa Traustadóttir Æðislega jógastöð á Selfossi
- Sumarhús í fyrsta flokki Einstaklega fallegur staður undir fjallinu Búrfelli.
- Flottasti ferðamannastaður á Íslandi Alltaf gott að koma að Geysi
- Selfoss, Eyrarbakki, Stokkseyri og Sandvíkurhreppur My hometown:-)
- Húsið á Eyrarbakka og Byggðasafn Árnesinga Eitt skemmtilegasta safn á Íslandi
- Safnaklasi á Suðurlandi ÞAð er alltaf eitthvað að gerast á Suðurlandi
- Menningarráð Suðurlands Alltaf eitthvað gott starf í gangi
- Veitingastaður á Eyrarbakka Rómantískur staður og maturinn klikkar aldrei!
- Endalaus fróðleikur ein flottasta heimasíða sem ég hef séð!
- Listakonan Þórdís Frábærar myndir
- Fyrsti verslunarstaður Íslendinga Skemmtilegasta þorp á Íslandi
- Gallerí Gónhóll á Eyrarbakka Gisting, karkaðir, ráðstefnusalir og fleira
- Lista og tungumálamiðstöð fyrir börn og unglinga Spennandi námskeið fyrir alla krakka!
Myndaalbúm
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Endilega skilaðu kveðju í Paradís! Það er yndislegt að fylgjast með þessu ævintýri ykkar, manni hlýnar öllum að innan og utan
Alda (IP-tala skráð) 30.11.2007 kl. 11:14
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.