Eins og þér sáið....

munuð þér og uppskera...

Ó, já...í dag vorum við frekar aum í ÖLLUM vöðvum líkamans...ég held að ég hafi aldrei á æfinni fengið aðrar eins harðsperrur...ómg...rassinn, lærin, herðarnar, handleggirnir...bara allt...

Mr. F skaut á neyðarfundi yfir morgunverðinum og fór með okkur í besta thainudd ever...þær voru svo góðar en þetta var samt vont..teygt og togað á okkur í allar áttir...thai massageog við stundum og blésum inn í sársaukann en hörkuðum þó af okkur...þær voru alveg hissa á ástandinu á okkur en við fengum okkur betri um stund...ákváðum svo að keyra niðrá strönd en þar var allt lokað vegna þess að hér eru menn að undirbúa kosningar og öll skólabörn, löggur og lúðrasveitir voru á strandgötunni að hlusta á ræður frambjóðenda...28.11.grettukeppnin 001

Við slógum öllu uppí grín, fórum á Subway og æfðum okkur í svipbrigðum...grettukeppni og ýmsum andlegum iðkunum...

Fórum svo á ferðaskrifstofu og pöntuðum okkur ferð til Koh Samui, þar sem við munum dingla okkur í hengirúmum næstu daga..

Mr. F vildi endilega enn og aftur gera vel við okkur og kom okkur á óvart með því að senda okkur í enn eitt dekrið og dúlleríið...japanska snyrtistofu þar sem við fengum klukkutíma trít...andlitsbað, maska nudd og allsherjar yfirhalningu...GS varð að orði...já svona stundarhátt missti hann út úr sér að honum liði eins og hann væri twenty...something...stúlkurnar á nuddstofunni brostu af sínu alkunna umburðarlyndi og kærleika ...28.11.grettukeppnin 006og virtust vera sammála...og eins og þið sjáið elskurnar...er ekki strákurinn allur að yngjast upp og verður nú stöðugt laglegri...það er ekki að spurja að áhrifum Thailands á fólk...allir verða eitthvað svo mjúkir og...svona loose...

Við fórum svo heim og ákváðum að fara snemma í háttinn enda mikið ferðalag framundan á morgun..læt ykkur fylgjast með og vona að þið hafið það gott heima í hálkunni...systir mín sendi mér afskaplega skemmtilegan póst þar sem hún sagði mér af gæðum íslensku ullarinnar sem kæmi sér vel núna í harðindum vetrarins og myrkursins...tveir klukkutímar milli algjörrar myrkvunnar..æ, ég vildi að þið væruð frekar hér í hlyjunni hjá okkur elskurnar mínar...

Verðum í bandi kærleikans alltaf

ykkar

a

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband