Ég skal segja ykkur það...vorum að koma úr þvílíkri ferð...get varla skrifað ...hendurnar titra af spenningi..sko ennþá! Pálmi vinur okkar kom og fór með okkur á jetski...eða vatnsketti eins og við segjum á góðri íslensku...Köfunarmeistarinn var að vonum mjög kátur og mundaði sín frægu sundgleraugu...Speedo...vinningsgripurinn úr Grunnskólakeppni Suðurlandskjördæmis í kafsundi drengja árið 1962, kom nú í góðar þarfir..
Við fórum í Pattaya Park og leigðum kraftmestu skíðin á ströndinni...og þá er ég að meina þau alkraftmestu eins og síðar átti eftir að koma í ljós...svo var gefið inn og flogið yfir hafflötinn....þvílíkt frelsi og gleðin þaut um æðarnar.. Fyrsta stopp var á vesturströndinni þar sem vel var tekið á móti okkur enda Mr. P vel kynntur og kemur hér oft... Eftir smá matarhlé var svo ...loksins...lagt af stað aftur og nú gáfum við vel í og svifum yfir á Apaeyjuna þar sem innfæddir tóku vel á móti okkur í fyrstu...en svo þegar þeir sáu að við vorum ekki með neitt ætilegt, gáfu þeir okkur langt nef og létu sem þeir væru ekkert skyldir okkur...Við vorum þá svo heppin...eins og alltaf...að hitta annan íbúa, heldur fegurri og tígulegri...jú Mermaid var þarna alein og yfirgefin og horfði út á hafið. Við heilsuðum uppá hana og tókum mikið af myndum til að senda ykkur og auðvitað Bani og Putul á Indlandi...Sumir karlmennirnir gátu ekki stillt sig um að klappa henni á brjóst og lær...en hún gerði engar athugasemdir enda langt síðan hún hefur fengið heimsókn blessuð daman..Við fórum svo í Apaleikinn sem var hluti af þjálfunarprógrammi dagsins...samhæfing bingó og brassvöðva..
Næst lá leiðin á Skjaldbökueyna þar sem fyrirhugað var að snorkla og skoða skjaldbökurnar en það var mikil alda svo við lögðumst að í lítilli vík, himneskri hreint út sagt...litadýrðin var ólýsanleg...túrkísblár og grænn sjórinn, gylltir klettar og hvítur sandur...þetta er bara ekki hægt... jú það er víst allt hægt hér í þessu tælandi....landi!!!Við fengum græjur hjá Mr. P og snorkluðum...alls konar gullfiskar í volgum sjónum...minnst 35 gráðu heitur sjór...eins og að vera í heitum potti heima á Fróni... og fiskarnir voru röndóttir, hvítir, bláir og grænir...þetta var eins og að vera stödd í fiskabúri ...ótrúlegt! Og æðislegt! Nú...eftir þetta allt saman var enn slegið í fákana...fórum framhjá herstöð þar sem mundaðar voru fallbyssur...en við sluppum...og svo var sko gefið hressilega í...ég ætla ekki einu sinni að reyna að segja ykkur hvað þetta var skemmtilegt..það er ...BARA...ekki hægt! Munið samt að skoða myndirnar...fara í myndaalbúmin og skoða allt þetta skemmtilega sem við erum að gera á hverjum degi...
Nú er Einar að kveðja okkur í kvöld...leiðin liggur til Bangkok og síðan heim til Íslands...þannig að við erum að fara öll saman á uppáhaldið..þann indverska og fá okkur eitthvað gott honum til samlætis...það liggur við ég vorkenni honum að fara frá okkur...Æ, aumingja Einar....
Hafið það gott elskurnar...skellið ykkur bara í sund og svona...það er víst ekki hægt að synda í sjónum á Íslandi núna...nei... Æ, aumingja þið elskurnar mínar...en ég sakna ykkar og vildi að þið væruð hér að upplifa þetta allt...
lovjú trúlí...
a
Færsluflokkar
Tenglar
Mínir tenglar
- Félag kvenna í atvinnurekstri Allar konur standa saman
- Nýsköpunarmiðstöð Íslands Endalaus spennandi námskeið fyrir okkur
- Líkami, hugur og Sál Frábær staður til að byggja sig upp.
- Rósa Traustadóttir Æðislega jógastöð á Selfossi
- Sumarhús í fyrsta flokki Einstaklega fallegur staður undir fjallinu Búrfelli.
- Flottasti ferðamannastaður á Íslandi Alltaf gott að koma að Geysi
- Selfoss, Eyrarbakki, Stokkseyri og Sandvíkurhreppur My hometown:-)
- Húsið á Eyrarbakka og Byggðasafn Árnesinga Eitt skemmtilegasta safn á Íslandi
- Safnaklasi á Suðurlandi ÞAð er alltaf eitthvað að gerast á Suðurlandi
- Menningarráð Suðurlands Alltaf eitthvað gott starf í gangi
- Veitingastaður á Eyrarbakka Rómantískur staður og maturinn klikkar aldrei!
- Endalaus fróðleikur ein flottasta heimasíða sem ég hef séð!
- Listakonan Þórdís Frábærar myndir
- Fyrsti verslunarstaður Íslendinga Skemmtilegasta þorp á Íslandi
- Gallerí Gónhóll á Eyrarbakka Gisting, karkaðir, ráðstefnusalir og fleira
- Lista og tungumálamiðstöð fyrir börn og unglinga Spennandi námskeið fyrir alla krakka!
Myndaalbúm
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.