Milli mála á mánudegi...

Það fer ekki milli mála að það er mánudagur í dag...ljúf letin hangir yfir og það er gott að kúra sig ofan í sængina og láta sig dreyma...þetta land kemur mér endalaust á óvart...ég sef svo vel hérna að það er eins og ég sé heima í mínu eigin rúmi...veðrið er ótrúlegt...alltaf bara gott...steikjandi hiti í dag en samt alltaf smá andblær sem strýkur vangann létt og blítt... alltaf þægilegt og passlegt alls konar..

Töffarinn á hjólinu...Okkur var náttla ekki til setunnar boðið...út á hjólin og beint í ræktina þar sem var heldur betur tekið í okkur...enginn mánudagur í Mr.F...kótsinn var svo harður...lét okkur sippa og allt..púlsinn var meira og minna á yfirsnúningi og það ískraði í öllum gömlu hjónunum...við vorum svo gjörsamlega búin...svona rétt á eftir ..- en létum ekki á neinu bera...algjörir töffarar svona útá við...brostum bara og drukkum prótein...eins gott hann spurði ekki ...hvernig var æfingin...létt , meðal, erfið...???????Við hefðum samt brosað sko...yppt öxlum kæruleysislega og sagt...bara svona frekar passlegWink

Það er farið að sjá á okkur...í alvöru!!!Vöðvarnir eru að spretta fram og þrekið eykst með hverjum degi...meira að segja hótelstýran sagði við mig í dag...You look different...more muscles and golden color...jú Thailand fer vel með okkur og Mr. F veit greinilega sínu viti...Svo var skálað í  próteini..

Eftir æfinguna var svo lagst í leti við laugina, sólin skein á okkur og strákarnir ræddu landsins gögn og nauðsynjar, kepptu enn og aftur í kafsundi sem auðvitað fór bara á þann eina veg sem við var að búast...gamli grunnskólameistarinn gjörsigraði... en mín steinsvaf eins og klessa á bekknum...vaknaði svo í algjöru messi..öll í munstri eins og rýjateppi á kvenfélagsbasar...

Mr. F fór að þjálfa strákana en við lágum áfram og sóluðum okkur meðan enn bráði af degi...fórum svo heim í sturtu og ég að skrifa ykkur...GS að leggja sig...ósköp vær hjá mér þessi elska og fallegur þegar hann sefur...

Thailong...aðalreddarinn á Fairtex sagði okkur af því að mikil keppni væri í kvöld í Muy Thai..þjóðaríþrótt þeirra og við ákváðum auðvitað að fara eftir góðan dinner hjá Jameson nágranna okkar..lögðum 5 af stað á hjólunum..galsi var í mannskapnum og aðeins slegið í og aðeins gleymdum við okkur...og löggan kom...tveir litlir sætir...hélt þeir væru svona 9 og 11 ára og allir mínir draumar um laglega, sterklega og traustvekjandi menn í einkennisbúningum fuku út í náttmyrkrið..en þær voru samt voða dúllulegir og brosmildir. Við reyndum að múta þeim en ekkert gekk og við þurftum að fara á stöðina og borga sekt...sem var gott og styrkti efnahagskerfið um stund...

Þjóðarsportið..Svo brunuðum við í sporthöllina og upplifðum þar mikla keppni í Muy Thai...ég veit ekki alveg útá hvað þetta gengur en það er skemmtilegt...stæltir strákar að sparka hver í annan..jess my ladies..frekar falleg sjón... júnóvat....Þetta var mjög táknrænt allt saman..þeir ganga um í hringnum fyrir keppni, teygja sig og sveigja, biðjast fyrir og bretta sig fram og aftur...svo hófst lotan og ég held að þeir fái stig eftir því hvað þeir sparka hátt...en ég þarf að lesa um þetta og kannski förum við aftur.... mikið var um veðmál og mikil spenna í gangi...ýmist veðjað á rauðan eða bláan og eflaust hafa margir farið ríkari heim...á allan mögulegan máta. Tíguleg og flott þjóðaríþrótt og auðvitað skrautleg ...litfögur og skemmtileg eins og allt hér... ég fór að minnsta kosti glöð heim...með fjólubláa boxhanska í farteskinu...enn ein gjöfin og nú fer ég að æfa box...boxing lady kannski verður einhvern tíma keppni fyrir ömmur og eldri konur...

Takk fyrir allar góðar kveðjur...hlakka til að sjá ykkur elskurnar...ekki ofreyna ykkur fyrir jólin...þau eru til að slaka á og njóta ljósanna..kveikja á kertunum...búa til heitt súkkulaði og borða allt sem okkur þykir gott...láta gott af sér leiða á hverjum degi og heimsækja vini og ættingja

lovjú

ykkar

a


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband