Sunnudagur...ströndin, tásunudd við sólsetur...leikhús og litadýrð mannlífsins

Fótanudd á sunnudegi...Sunnudagur í dag...sofið út,  engin æfing bara leti framan af deginum...söknum þess að fara ekki í ræktina...ótrúlegt en þetta er bara svo skemmtilegt...að svitna og púla og finna endorfínið streyma út í æðarnar..og finna vöðvana vaxa og spikið hörfa...Wink

Fórum á ströndina í dag og fengum tásunudd hjá þremur yndislegum konum, mæðgum og einni frænku sem hló svo skemmtilega að við vorum öll í kasti...Sú litla sem nuddaði mig var varla af fermingaraldri blessað barnið...en hún var með móður sinni í fjölskyldufyrirtækinu...allir hjálpast að hér..

Mr F fór og keypti handa okkur miða í leikhús og eftir að við höfðum fengið okkur ljúfan dinner á Jameson...sem bregst aldrei...skelltum við okkur á hjólin og brunuðum í leikhúsið. Sáum sýninguna Alcazar... einstaklega skemmtilega og litríka sýningu þar sem blinggleðin naut sín í botn...Litadýrðin er stórkostleg..

Þarna voru æðislegir dansarar og búningarnir voru svoooo ótrúlegir að þó ég notaði öll lýsingarorð sem ég kann, gæti ég aldrei lýst þessu...meira að segja hárskrautið á hverri einustu dansmey var bara kapítuli útaf fyrir sig...ég er að segja ykkur það , my ladies..hér er sko fólk sem er á heimsmælikvarða í skrauti og búningahönnun..það er algjör snilld að sjá hugmyndaauðgina...að ekki sé nú talað um litadýrðina...

Eftir sýninguna fengum við okkur göngutúr og ætluðum að kíkja á barinn hjá Pálma...en viti menn...rekumst við ekki á Gylfa vin okkar úr Dalasýslunni þarna vestur á Íslandi...já, ég er ekki að grínast...hann var þarna á röltinu...aleinn og dreif sig með okkur á barinn...sagði okkur sögur af Thailandi og kenndi okkur heilmikið í thailenskri tungu...það líður ekki á löngu þar til við verðum orðin fluent í þessu máli...eða þannig.

Og við hittum Gylfa...óvænt!Þetta er reyndar mjög ólíkt okkar tungu og stafrófið er með öllu óskiljanlegt...ennþá að minnsta kosti...en fólkið hér er svo glatt ef maður kann eitthvað smá...eins og góðan dag og takk...þá uppskerum við fallegt bros og stundum klapp...

Já, þetta var æðislegur dagur...enn einn í minningabankann okkar góða..

klemm og knús

a


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband