Sunnudagur í dag...sofið út, engin æfing bara leti framan af deginum...söknum þess að fara ekki í ræktina...ótrúlegt en þetta er bara svo skemmtilegt...að svitna og púla og finna endorfínið streyma út í æðarnar..og finna vöðvana vaxa og spikið hörfa...
Fórum á ströndina í dag og fengum tásunudd hjá þremur yndislegum konum, mæðgum og einni frænku sem hló svo skemmtilega að við vorum öll í kasti...Sú litla sem nuddaði mig var varla af fermingaraldri blessað barnið...en hún var með móður sinni í fjölskyldufyrirtækinu...allir hjálpast að hér..
Mr F fór og keypti handa okkur miða í leikhús og eftir að við höfðum fengið okkur ljúfan dinner á Jameson...sem bregst aldrei...skelltum við okkur á hjólin og brunuðum í leikhúsið. Sáum sýninguna Alcazar... einstaklega skemmtilega og litríka sýningu þar sem blinggleðin naut sín í botn...
Þarna voru æðislegir dansarar og búningarnir voru svoooo ótrúlegir að þó ég notaði öll lýsingarorð sem ég kann, gæti ég aldrei lýst þessu...meira að segja hárskrautið á hverri einustu dansmey var bara kapítuli útaf fyrir sig...ég er að segja ykkur það , my ladies..hér er sko fólk sem er á heimsmælikvarða í skrauti og búningahönnun..það er algjör snilld að sjá hugmyndaauðgina...að ekki sé nú talað um litadýrðina...
Eftir sýninguna fengum við okkur göngutúr og ætluðum að kíkja á barinn hjá Pálma...en viti menn...rekumst við ekki á Gylfa vin okkar úr Dalasýslunni þarna vestur á Íslandi...já, ég er ekki að grínast...hann var þarna á röltinu...aleinn og dreif sig með okkur á barinn...sagði okkur sögur af Thailandi og kenndi okkur heilmikið í thailenskri tungu...það líður ekki á löngu þar til við verðum orðin fluent í þessu máli...eða þannig.
Þetta er reyndar mjög ólíkt okkar tungu og stafrófið er með öllu óskiljanlegt...ennþá að minnsta kosti...en fólkið hér er svo glatt ef maður kann eitthvað smá...eins og góðan dag og takk...þá uppskerum við fallegt bros og stundum klapp...
Já, þetta var æðislegur dagur...enn einn í minningabankann okkar góða..
klemm og knús
a
Færsluflokkar
Tenglar
Mínir tenglar
- Félag kvenna í atvinnurekstri Allar konur standa saman
- Nýsköpunarmiðstöð Íslands Endalaus spennandi námskeið fyrir okkur
- Líkami, hugur og Sál Frábær staður til að byggja sig upp.
- Rósa Traustadóttir Æðislega jógastöð á Selfossi
- Sumarhús í fyrsta flokki Einstaklega fallegur staður undir fjallinu Búrfelli.
- Flottasti ferðamannastaður á Íslandi Alltaf gott að koma að Geysi
- Selfoss, Eyrarbakki, Stokkseyri og Sandvíkurhreppur My hometown:-)
- Húsið á Eyrarbakka og Byggðasafn Árnesinga Eitt skemmtilegasta safn á Íslandi
- Safnaklasi á Suðurlandi ÞAð er alltaf eitthvað að gerast á Suðurlandi
- Menningarráð Suðurlands Alltaf eitthvað gott starf í gangi
- Veitingastaður á Eyrarbakka Rómantískur staður og maturinn klikkar aldrei!
- Endalaus fróðleikur ein flottasta heimasíða sem ég hef séð!
- Listakonan Þórdís Frábærar myndir
- Fyrsti verslunarstaður Íslendinga Skemmtilegasta þorp á Íslandi
- Gallerí Gónhóll á Eyrarbakka Gisting, karkaðir, ráðstefnusalir og fleira
- Lista og tungumálamiðstöð fyrir börn og unglinga Spennandi námskeið fyrir alla krakka!
Myndaalbúm
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.