Púlsmælar og paradís...

Sælar elskurnar,

Í gærmorgun fórum við í mikinn leiðangur...langt eitthvað...veit ekki alveg áttirnar hér ennþá ...Við fundum vélhjólaleigubílstjóra til að keyra á undan okkur því hann sagðist nú alveg vita hvar þessi sérstaka verslun sem Mr. F vildi fara með okkur í væri....það er svo fyndið með þessar elskur hér...þeir eru svo ljúfir, tala sama og enga ensku en eru allir boðnir og búnir að hjálpa..stundum einum of eins og kom í ljós með þennan leigara..hann vissi ekki meira en við...svo við brostum og hann brosti...hér má ekki loose face...allir verða að vera góðir:-) og brosa...en ofcourse my sisters....Mr. F brást ekki og fann verslunina sjálfur og við versluðum púlsmæla svo nú fer æfingin að verða enn árangursríkari...

Úr því við vorum byrjuð fórum við og keyptum okkur nýja skó að ráði Mr. F...ný æfingaföt...úúú og svo var ekið upp að Búddhahill og tekin útiæfing í klukkutíma....það er æðislegt! Svo komu næstu íþróttagarpar að hitta þjálfarann sinn og við GS tókum vélhjólaæfingu á meðan...ég fór og talaði við Búddha....sleppti fuglum og við skoðuðum kínverskan sögugarð sem segir sögu kínversku keisaranna.

Kvöldið var aðeins öðruvísi...við gengum niðrí bæ..það er svo gaman að ganga hér um og skoða mannlífið by foot...tókum aðeins leigubíl sem er nú spes fyrirbæri...við sitjum aftan á pallinum á pickup og svo bætist fólk við smátt og smátt eins og í strætó...tveir lekkerir ladyboys komu um borð með okkur og léku við sitt lokkaflóð..þeir eru nú ósköp laglegir...en litlir og barnalegir og örugglega smáfættir my ladies...en við stukkum af við einn indverskan og borðuðum þar. Nokkuð góður matur en samt ekki alveg eins góður og hinn sem við fórum á um daginn...en hvítvínið var gott þarna..ískalt chardonnay!!!

Starbuck er okkar staðurEftir matinn fórum við svo á Starbucks...við erum að verða algjörir fans...þessi staður er samt sá besti ..so far! Sitið úti uppi á þaki og horft yfir sjóinn og mannlífið í öllum sínum margbreytileika...og söngfuglinn með veitingastaðinn sinn við hliðina...jú við pöntuðum borð þar fyrir næsta laugardagskvöld kl 21.00.....er strax farin að hlakka til!

Við gengum svo heim í rólegheitunum, eftir ströndinni...hittum hafmeyju...verð að segja Bani og Putul frá þessu og senda þeim myndina!

Þetta var æðislegur dagur enn einn í safnið....og í lokin setið og spjallað til að verða 3...þá svifið inn í draumalandið..

Munið að skoða myndirnar ...knús

a


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband