þið elskulegu konur og systur....við ætlum að hittast annaðkvöld, mánudagskvöldið þann fimmta ....hér á bakkanum...ekki gleyma því elskurnar:-)
Ég talaði við Elínu okkar í Bókakaffi og hún ætlar að panta næstu bók, Lögmálin sjö um velgengni eftir Deepak Chopra. Ég fékk hana í bókasafninu og hún er alveg frábær. Ég vona að Rósa sé búin að finna punktana sína um hana en annars lesum við hana og æfum okkur í þessum lögmálum eins og við gerum með Lífsreglurnar 4.....Æfingin skapar meistarann!
Í lok hvers kafla í þessari bók er mjög góð æfing í að iðka....
Að iðka lögmálið um að gefa og þiggja
Ég ætla að láta lögmálið um gjafir verða hluta af lífi mínu með því að gera þetta þrennt:
1. Hvert sem ég fer og hverjum sem ég mæti mun ég færa gjöf. Gjöfin gæti verið viðurkenning, blóm eða bæn. Í dag ætla ég að gefa öllum þeim sem ég hef afskipti af. Þannig ætla ég að hrinda af stað hringrás gleði, auðs og allsnægta í mínu lífi og í lífi annarra manna.
2. Í dag ætla ég að þiggja með gleði allar þær gjafir sem lífið hefur að færa mér. Ég ætla að taka á móti gjöfum náttúrunnar, sólskini og fuglasöng, gróðrarskúrum vorsins eða jómfrúrmjöllinni, hinum fyrsta snjó vetrarins. Ég ætla að taka á móti gjöfum frá öðru fólki hvort sem það eru hlutir, peningar, viðurkenning eða bæn.
3. Ég ætla að einsetja mér að viðhalda hringrás auðsins í lífi mínu með því að gefa og þiggja dýrmætustu gjafir lífisins, umhyggju, vináttu, virðingu og ást. Í hvert sinn sem ég mæti einhverjum ætla ég að biðja um hamingju, farsæld og gleði honum til handa.
Þetta er svo skemmtilegt og gott fyrir okkur. Og virkar svo vel:-) Ég finn það á eigin skinni hvað Lögmálin 4 hafa virkað vel og nú er mér alveg að takast að gera þau að eðlilegum hluta í lífi mínu og eins er með þessi sjö...allt sem við þurfum er að æfa okkur á hverjum degi og smátt og smátt verður þetta okkar lífstíll.Og við verðum svo glaðar í hjarta og smitum útfrá okkur vellíðan og hamingju...og þannig breytum við heiminum...með því að breyta okkur sjálfum:-)
Verið endilega búnar að velja einhverja sérstaka kafla úr Skyndibitunum og lesið upphátt fyrir okkur hinar og svo getum við rætt saman útfrá þessum punktum.Ég vil endilega benda ykkur á bls 55. Skrifaðu lista.
Þarna er lagt til að við skrifum lista til að fá yfirsýn yfir það sem við raunverulega viljum og geta þannig einbeitt okkur að markmiðum okkar. Ég hef verið að skrifa svona þakklætislista nokkuð lengi og það virkar mjög vel. Nú er ég að bæta hinum við...og allt í einu sá ég að ég vissi ekki alltaf alveg hvað ég vildi!!! Ég er bara hér og geri þetta daglega, þið vitið ...vinna, borða, sofa ....en eftir að ég fór að skrifa svona lista er ég markvissari, einhvern veginn og kem meiru í verk...en þetta er mjög mikil æfing og tekur tíma að venja sig á að fylgja en sannarlega þess virði held ég.
Þriggja lista aðferðin:
1. Listi yfir hluti sem þú ætlar að losa þig við
Skrifa niður lista yfir allt sem þú vilt alls ekki hafa í lífi þínu; fólk, hluti, hugarástand, viðhorf, tilfinningar, samband við fólk og vinnuaðstæður. Gakktu hreint til verks. Ekki hugsa um hvað öðru fólki gæti fundist um þennan lista, þessi listi er bara fyrir þig og enginn mun sjá hann nema þú. Skrifaðu bara niður allt sem þér finnst þér ekki vera fyrir bestu.ALLT!!!! Þú þarft ekki að vera reið eða fordæma...þetta er bara eitthvað sem er ekki gott fyrir þig...var kannski einhvern tíma mikilvægt og nauðsynlegt en núna hentar þetta ekki, gerir ekkert til að bæta þroska þinn eða gera þig að betri manneskju. Svo þegar þú ert búin að skrifa þetta niður, skaltu sleppa takinu af því og biðja því blessunar með kærleika. Skrifaðu það líka niður....að þú sleppir þessu og sendir burtu í kærleika og góðri trú.
2.Óskalistinn
Skrifaðu niður allt sem þú vilt að gerist í lífi þínu. ALLT! Ekki vera hrædd eða segja þér að þú eigir ekki þetta eða hitt skilið. Ekki heldur það sem þú heldur að aðrir vilji fyrir þig....Bara ALLT sem þú vilt að gerist í þínu lífi hversu fjarlægt og bilað sem þér þykir það nú, skrifaðu bara allar þínar óskir niður og þær munu rætast ef þú vilt virkilega að þær rætist. Vertu góð við þig , þú átt það svo sannarlega skilið!!! Skrifaðu svo staðhæfingu í lok listans: Ég bið óskum mínum blessunar í guðdómlegum kærleika og veit að nú gerist það sem er mér fyrir bestu.
3.Þakkalisti,
Þetta er svo gott að gera. Ég hef gert svona lista á hverju kvöldi og þakkað fyrir allt mögulegt. Reyni að finna alltaf eitthvað nýtt, ekki bara alltaf að þakka fyrir börnin mín, eða fjölskylduna....heldur líka litla hluti sem mér hættir til að gleyma...eins og í gær...þá sá ég starrafjölskyldu baða sig saman í polli. Þau voru svo glöð og skemmtu sér svo vel og það var svo skemmtilegt að upplifa þessa stund og horfa á þau. Þau hoppuðu og busluðu eins og lítil börn í nýjum stígvélum....Þá gat ég líka þakkað fyrir að hafa sjón og sjá þetta, heyrn svo ég gat heyrt gleðitístið þeirra ...og svona er endalaust hægt að halda áfram. Með því að gera svona lista verður þú alltaf ánægðari og hamingjusamari og djúpt þakklæti opnar hjarta þitt fyrir töfrum sem laða svo meiri góð áhrif inn í lífið þitt. Lögmálið um karma....eins og við sáum...munum við uppskera....
Þetta er sannarlega góð æfing elskulegu gúglur,
Hlakka til að hitta ykkur á morgun og endilega ef þið hittið einhverjar sem þurfa á okkur að halda, látið gott af ykkur leiða og bjóðið þeim í hópinn.
lovjú
a
Færsluflokkar
Tenglar
Mínir tenglar
- Félag kvenna í atvinnurekstri Allar konur standa saman
- Nýsköpunarmiðstöð Íslands Endalaus spennandi námskeið fyrir okkur
- Líkami, hugur og Sál Frábær staður til að byggja sig upp.
- Rósa Traustadóttir Æðislega jógastöð á Selfossi
- Sumarhús í fyrsta flokki Einstaklega fallegur staður undir fjallinu Búrfelli.
- Flottasti ferðamannastaður á Íslandi Alltaf gott að koma að Geysi
- Selfoss, Eyrarbakki, Stokkseyri og Sandvíkurhreppur My hometown:-)
- Húsið á Eyrarbakka og Byggðasafn Árnesinga Eitt skemmtilegasta safn á Íslandi
- Safnaklasi á Suðurlandi ÞAð er alltaf eitthvað að gerast á Suðurlandi
- Menningarráð Suðurlands Alltaf eitthvað gott starf í gangi
- Veitingastaður á Eyrarbakka Rómantískur staður og maturinn klikkar aldrei!
- Endalaus fróðleikur ein flottasta heimasíða sem ég hef séð!
- Listakonan Þórdís Frábærar myndir
- Fyrsti verslunarstaður Íslendinga Skemmtilegasta þorp á Íslandi
- Gallerí Gónhóll á Eyrarbakka Gisting, karkaðir, ráðstefnusalir og fleira
- Lista og tungumálamiðstöð fyrir börn og unglinga Spennandi námskeið fyrir alla krakka!
Myndaalbúm
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (9.9.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 4
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.