Elskulega vinkona okkar og daman Anna Kristín var tekin inn í teklúbbinn í gær við afskaplega hátíðlega athöfn. Hún fékk tösku heim til sín og dressaði sig upp eins og sjá má af myndinni hér.. Síðan tók snótin langferðabifreiðina suður til Reykjavíkur þar sem hennar biðu mörg og afskaplega krefjandi verkefni. Hún sótti veiðistöng í pakkaafgreiðsluna hjá Pétri vini okkar Steinsen og gerði sér svo lítið fyrir og tók prívatbíl niður að tjörn þar sem hún reyndi að renna fyrir fisk en fékk lítið annað en mikla athygli vegfarenda.
Sérstaka samúð fékk hún frá starfsmanni Rauða Krossins sem bauðst til að aðstoða hana og sagði henni frá lyfjagjöf sem væri til reiðu í boði borgarinnar...en stúlkan var stabil og gekk sem leið lá uppá Skólavörðustíg þar sem hún valdi osta og blóm, og fór svo í Te og Kaffi þar sem hún valdi te við hæfi teklúbbsins...eða svo hélt hún þá!
Við hittumst síðan yfir góðum veitingum á B5 en daman tók svo almenningsvagn austur í Breiðholt og þar pikkuðum við hana upp, þessa elsku og fórum í Fífuhjallann þar sem við fórum yfir plúsa og mínusa og dreyptum oggulítið á rauðvíni...bara oggupons því við erum svo penar.
Þarna fór allt vel og hún hafði staðið sig einkar vel og var samþykkt samhljóða inn í klúbbinn...Við grilluðum síðan og skemmtum okkur vel saman...ekkert nánar um það, sko...dömur verða að vera orðvarar, það er kvenkostur..
Er að leggja af stað í gönguferðina góða í fyrramálið. 4 dagar inni á fjöllum...það er bara dásamlegt! Segi ykkur svo allt um það næst elskurnar...
until then
Munið að lifa í núinu og njóta hverrar mínútu glaðvakandi...
knús
a
Færsluflokkar
Tenglar
Mínir tenglar
- Félag kvenna í atvinnurekstri Allar konur standa saman
- Nýsköpunarmiðstöð Íslands Endalaus spennandi námskeið fyrir okkur
- Líkami, hugur og Sál Frábær staður til að byggja sig upp.
- Rósa Traustadóttir Æðislega jógastöð á Selfossi
- Sumarhús í fyrsta flokki Einstaklega fallegur staður undir fjallinu Búrfelli.
- Flottasti ferðamannastaður á Íslandi Alltaf gott að koma að Geysi
- Selfoss, Eyrarbakki, Stokkseyri og Sandvíkurhreppur My hometown:-)
- Húsið á Eyrarbakka og Byggðasafn Árnesinga Eitt skemmtilegasta safn á Íslandi
- Safnaklasi á Suðurlandi ÞAð er alltaf eitthvað að gerast á Suðurlandi
- Menningarráð Suðurlands Alltaf eitthvað gott starf í gangi
- Veitingastaður á Eyrarbakka Rómantískur staður og maturinn klikkar aldrei!
- Endalaus fróðleikur ein flottasta heimasíða sem ég hef séð!
- Listakonan Þórdís Frábærar myndir
- Fyrsti verslunarstaður Íslendinga Skemmtilegasta þorp á Íslandi
- Gallerí Gónhóll á Eyrarbakka Gisting, karkaðir, ráðstefnusalir og fleira
- Lista og tungumálamiðstöð fyrir börn og unglinga Spennandi námskeið fyrir alla krakka!
Myndaalbúm
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.