Nú eru þau komin, Kata mín og hennar fjölskylda. Við höfum kýrnar okkar hér í túninu og þær upphefja mikinn aftansöng á hverju kvöldi...svona um klukkan 17.00. Bóndinn kemur oftast hlaupandi og skilur ekkert í þessum látum í kúnum sínum en við höldum að þeim langi bara svo ósköp mikið að læra íslenska dömusiði..jú það er það... Þarna er reyndar eitt myndarlegt naut með í hópnum en hann hefur hægt um sig blessaður, naut eru svo gáfuð og skilja hvenær dömur þurfa að tjatta saman og hafa gaman
Við fórum á ströndina í dag. Það var mjög heitt og við hlupum um í sandinu og dönsuðum með öldunum. Urðum svo brúnar og flottar og tíndum steina með Söru Jasmín. Nú eru þau að fara á morgun og ég veit að ég mun sakna þeirra. En þá tekur við garðvinna og tiltekt og svo bara að fara heim á miðvikudaginn.
Alltaf gott að koma heim, hvar sem heima er...alls staðar og hvergi...nú er mín að verða heimspekileg ...
Sjáumst fljótt á Íslandi elskurnar
a
Færsluflokkar
Tenglar
Mínir tenglar
- Félag kvenna í atvinnurekstri Allar konur standa saman
- Nýsköpunarmiðstöð Íslands Endalaus spennandi námskeið fyrir okkur
- Líkami, hugur og Sál Frábær staður til að byggja sig upp.
- Rósa Traustadóttir Æðislega jógastöð á Selfossi
- Sumarhús í fyrsta flokki Einstaklega fallegur staður undir fjallinu Búrfelli.
- Flottasti ferðamannastaður á Íslandi Alltaf gott að koma að Geysi
- Selfoss, Eyrarbakki, Stokkseyri og Sandvíkurhreppur My hometown:-)
- Húsið á Eyrarbakka og Byggðasafn Árnesinga Eitt skemmtilegasta safn á Íslandi
- Safnaklasi á Suðurlandi ÞAð er alltaf eitthvað að gerast á Suðurlandi
- Menningarráð Suðurlands Alltaf eitthvað gott starf í gangi
- Veitingastaður á Eyrarbakka Rómantískur staður og maturinn klikkar aldrei!
- Endalaus fróðleikur ein flottasta heimasíða sem ég hef séð!
- Listakonan Þórdís Frábærar myndir
- Fyrsti verslunarstaður Íslendinga Skemmtilegasta þorp á Íslandi
- Gallerí Gónhóll á Eyrarbakka Gisting, karkaðir, ráðstefnusalir og fleira
- Lista og tungumálamiðstöð fyrir börn og unglinga Spennandi námskeið fyrir alla krakka!
Myndaalbúm
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 388660
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.