Enn af okkur í Danaveldi

Og svo komu Kata, Kiddi og Lára 1.ágúst 2007 008Nú eru þau komin, Kata mín og hennar fjölskylda. Við höfum kýrnar okkar hér í túninu og þær upphefja mikinn aftansöng á hverju kvöldi...svona um klukkan 17.00. Bóndinn kemur oftast hlaupandi og skilur ekkert í þessum látum í kúnum sínum en við höldum að þeim langi bara svo ósköp mikið að læra íslenska dömusiði..jú það er það... Þarna er reyndar eitt myndarlegt naut með í hópnum en hann hefur hægt um sig blessaður, naut eru svo gáfuð og skilja hvenær dömur þurfa að tjatta saman og hafa gaman

Við fórum á ströndina í dag. Það var mjög heitt og við hlupum um í sandinu og dönsuðum með öldunum. Urðum svo brúnar og flottar og tíndum steina með Söru Jasmín. Nú eru þau að fara á morgun og ég veit að ég mun sakna þeirra. En þá tekur við garðvinna og tiltekt og svo bara að fara heim á miðvikudaginn.

Alltaf gott að koma heim, hvar sem heima er...alls staðar og hvergi...nú er mín að verða heimspekileg ...

Sjáumst fljótt á Íslandi elskurnar

a


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband