Sælar elskurnar og enn aftur so sorry hvað við hittumst sjaldan núorðið.
Það er bara svo gasalega skemmtilegt á sumrin, alltaf gott veður og sólin skín alla daga.
Frá því ég kom við hérna síðast hefur auðvitað margt gerst. Fór í Kerlingarfjöllin með Abbalöbbunum í gríðarlegu góðu veðri, eins og er alltaf hér um slóðir, nú um stundir... Við vorum náttúrulega 6 saman í virkilega lekkerum dömubústað undir súð. Opnuðum körfur og dreyptum á rauðvíni, bárum á okkur sólarvörn, röðuðum kremum í hillur og svona hugguðum okkur að sannra dömusið.
Strákarnir úr næstu kofum komu með blóm og margir litu við í táskot og yljuðu sér við okkar yndislegu og skemmtilegu nærveru. Svo var lagt af stað og gengið í eina átta tíma hinn rómaða Hveradalahring. Allar myndavélar á lofti og fönguðu litbrigði jarðar á þessum himneska stað. Ég set fljótlega inn myndir hér elskurnar...so many things...so little time!!!Júnóvatæmín...
Næsta dag gengum við enn af stað og fengum dásamlega föngulegan og lekkeran karlmann til að fara með okkur um gil og gljúfur, tásuðum okkur í Fossrófulæk og áðum oft og einatt í hlyjum lautum og smökkuðum aðeins á flatbrauði og fleiri fínheitum. Komum heim í K-kot og púðruðum nefið en héldum síðan inn dalinn í heita náttúrulaug þar sem enn voru lögulegar, lekkerar tær vökvaðar. Og ekki var allt búið enn því við skutumst í kvöldgöngu uppá Ásgarðsfjall sem eru einir 1000 metrar upp...upp mín sál og allt mitt geð!
Eftir allt þetta puð, fórum við í steypibað og síðan snæddum við fádæma góðan kvöldverð hjá girðingaverjunum´sem reka þennan líka huggulega restaurant þarna inni í fjöllunum.
Þriðji dagurinn var ekki síðri. Lagt af stað árla upp að Snækolli og klifið upp tæpa 1500 metra eða svo sagði hæðarmælirinn hans Halldórs og ekki lýgur nútímatæknin, ó nei!1492m. Ég náði þessu á mynd! Það er nú ekkert annað. Dáðumst að útsýninu og börðum okkur á brjóst um stund en renndum okkur svo niður gömlu skíðabrekkurnar...eða við reyndum það a.m.k Ég prófaði að setjast á nestisboxið en það var of lítið...eða rassinn of stór! Hefði þurft að vera með þoturass. Nema hvað lét mig hafa það og náði upp smáskriði um sund en var frekar dofin í hinum óæðri enda dágóða stund ef ekki lengi á eftir.
Svo var grillað um kvöldið og sungið og mikið grín og mikið gaman.
Lögðum af stað heim og komum við á Geysi í Haukadal í hádegisstað. Fengum hamborgara og kók, franskar, sósu og salat...Kata vildi þetta endilega og ís á eftir...þar fuku á okkur þær kalóríur sem áður urðu undan að láta á tindunum háu! En það er nú allt í lagi...Live a little my lady!
Þetta var dásamleg ferð og ég get varla beðið eftir þeirri næstu en hún er áætluð þann 15.ágúst. Þá ætlum við nokkrar dömur að labba Laugaveginn með Ferðafelagi Íslands. Það eru nú orðin hartnær tuttugu ár síðan ég fór hann síðast þannig að nú er mál að linni og rifjuð skulu upp fyrri kynni!
Svo skrapp ég til Bratislava með henni Brynhildi minni þar sem við unnum duglega þrátt fyrir 40 stiga hita og logn allan tímann. Við seldum og leigðum nokkrar íbúðir og áætlum að fara aftur í september og vinna þá stóra sigra á þessum slóðum. Gott með okkur stelpurnar!
Í gærkvöldi var ég svo með systrum mínum í teklúbbnum á tefundi fyrir sunnan. Við erum að undirbúa inntöku næsta félaga í klubbinn en sú athöfn mun að líkindum fara fram í ágúst nk. Það verður náttúrulega einstakt gleðiefni fyrir þá ungu konukond að komast í þennan fræga klúbb...
Já , og svo er það Danmörk á morgun! Við Ásta förum saman og ætlum að skemmta okkur með eindæmum vel og huggulegar verðum við í tauinu, - það er ekki spurning! Við verðum bara einar til að byrja með en svo bætast fleiri í hópinn þegar líða tekur á og ég segi ykkur nú ALLT um það síðar.
Nú er ég farin að stúdera Búddhatrú og eftir því sem ég les meira verð ég sannfærðari um að þetta er mín leið. Kærleikur og umburðarlyndi, virðing fyrir öllu lífi og mátturinn í núinu!
Hér kemur ein góð saga í lokin:
Einu sinni voru tveir Zen munkar að ferðast saman. Þeir komu að fljóti sem hafði flætt yfir bakka sína og sáu þar nunnu sem ekki komst yfir því þá hefði hún atað pils sín auri. Annar munkurinn tekur hana umsvifalaust í fangið og ber hana yfir. Hinn munkurinn sagði ekkert en hugsaði mikið um þetta því samkvæmt trú þeirra mega þeir ekki snerta konur. Fimm klukkustundum síðar segir hann við félaga sinn: ,, Afhverju barstu konuna yfir svaðið"? Munkurinn leit forviða á félaga sinn og svaraði: ,, Ég setti konuna niður fyrir 5 klukkustundum! Ert þú enn að burðast með hana"?
Hugsið ykkur dömur mínar, hvað við getum lært mikið af þessu! Ef hugsanir okkar trufla okkur er best að upplifa tilfinningar sínar strax og losa sig svo umsvifalaust við þær...ekki setja neitt í poka til að bera á bakinu, það fer svo illa með líkamstjáninguna og dregur úr tíguleika okkar!
Eins og ég las einhverstaðar: Sterkust er sú kona sem hefur stjórn á hugsunum sínum!
All you need is LOVE
a
Flokkur: Lífstíll | 25.7.2007 | 02:18 (breytt kl. 02:18) | Facebook
Færsluflokkar
Tenglar
Mínir tenglar
- Félag kvenna í atvinnurekstri Allar konur standa saman
- Nýsköpunarmiðstöð Íslands Endalaus spennandi námskeið fyrir okkur
- Líkami, hugur og Sál Frábær staður til að byggja sig upp.
- Rósa Traustadóttir Æðislega jógastöð á Selfossi
- Sumarhús í fyrsta flokki Einstaklega fallegur staður undir fjallinu Búrfelli.
- Flottasti ferðamannastaður á Íslandi Alltaf gott að koma að Geysi
- Selfoss, Eyrarbakki, Stokkseyri og Sandvíkurhreppur My hometown:-)
- Húsið á Eyrarbakka og Byggðasafn Árnesinga Eitt skemmtilegasta safn á Íslandi
- Safnaklasi á Suðurlandi ÞAð er alltaf eitthvað að gerast á Suðurlandi
- Menningarráð Suðurlands Alltaf eitthvað gott starf í gangi
- Veitingastaður á Eyrarbakka Rómantískur staður og maturinn klikkar aldrei!
- Endalaus fróðleikur ein flottasta heimasíða sem ég hef séð!
- Listakonan Þórdís Frábærar myndir
- Fyrsti verslunarstaður Íslendinga Skemmtilegasta þorp á Íslandi
- Gallerí Gónhóll á Eyrarbakka Gisting, karkaðir, ráðstefnusalir og fleira
- Lista og tungumálamiðstöð fyrir börn og unglinga Spennandi námskeið fyrir alla krakka!
Myndaalbúm
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.