Loksins kom sumarið til okkar! Bakkabúar voru viðbúnir og tóku fram allan sinn strandbúnað, grill og gúmmískó!Sumir komu akandi með hjólbörurnar sínar, aðrir með körfur en allir með góða skapið. Loksins rættist okkar langþráði draumur þar sem langborð var dúkað með hvítum dúk sem sveiflaðist í golunni sem var mjúk og yndisleg. Virkilega dömulegt veður!
Flestir íbúar í Lækjar, Laxa, Hellu - og Árbakka mættu glaðir og reifir með sína stóla og sitt íslenska fjallalamb sem var svo grillað vel og vandlega á heimagerðum hlóðareldi í fjörunni við drottninguna okkar Ölfusá. Sigvaldi mætti með gítar og mandólín og svo bættist í hópinn góður liðsauki úr Vestmannaeyjum, bróðursonur Erlu , laglegur og ljóshærður piltur með gítar og fallega söngrödd sem kunni ósköpin öll af ættjarðarlögum og enn fleiri skátasöngva svo allir gátu tekið undir og söngurinn hljómaði fram á næsta dag! Já það er ekki amalegt að eiga góða granna. Hvað segir ekki: Góður granni er gulli betri, - það sannreyndum við þessa fögru vornótt á bökkum Ölfusár. Nú er bara að fara að hlakka til næsta viðburðar á Bökkunum! Ætli það verði ekki eitthvað skemmtilegt og lekkert eins og okkar er von og vísa. Að minnsta kosti höldum við okkar árlega Julefrokost í nóvember ef við getum beðið svo lenge..
Færsluflokkar
Tenglar
Mínir tenglar
- Félag kvenna í atvinnurekstri Allar konur standa saman
- Nýsköpunarmiðstöð Íslands Endalaus spennandi námskeið fyrir okkur
- Líkami, hugur og Sál Frábær staður til að byggja sig upp.
- Rósa Traustadóttir Æðislega jógastöð á Selfossi
- Sumarhús í fyrsta flokki Einstaklega fallegur staður undir fjallinu Búrfelli.
- Flottasti ferðamannastaður á Íslandi Alltaf gott að koma að Geysi
- Selfoss, Eyrarbakki, Stokkseyri og Sandvíkurhreppur My hometown:-)
- Húsið á Eyrarbakka og Byggðasafn Árnesinga Eitt skemmtilegasta safn á Íslandi
- Safnaklasi á Suðurlandi ÞAð er alltaf eitthvað að gerast á Suðurlandi
- Menningarráð Suðurlands Alltaf eitthvað gott starf í gangi
- Veitingastaður á Eyrarbakka Rómantískur staður og maturinn klikkar aldrei!
- Endalaus fróðleikur ein flottasta heimasíða sem ég hef séð!
- Listakonan Þórdís Frábærar myndir
- Fyrsti verslunarstaður Íslendinga Skemmtilegasta þorp á Íslandi
- Gallerí Gónhóll á Eyrarbakka Gisting, karkaðir, ráðstefnusalir og fleira
- Lista og tungumálamiðstöð fyrir börn og unglinga Spennandi námskeið fyrir alla krakka!
Myndaalbúm
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.