Bakkabúar grilla á ströndinni

Loksins kom sumarið til okkar! Bakkabúar voru viðbúnir og tóku fram allan sinn strandbúnað, grill og gúmmískó!Bakkabúar grilla á ströndinni 15.júní 2007 003Sumir komu akandi með hjólbörurnar sínar, aðrir með körfur en allir með góða skapið. Loksins rættist okkar langþráði draumur þar sem langborð var dúkað með hvítum dúk sem sveiflaðist í golunni sem var mjúk og yndisleg. Virkilega dömulegt veður!

Flestir íbúar í Lækjar, Laxa, Hellu -  og Árbakka mættu glaðir og reifir með sína stóla og sitt íslenska fjallalamb sem var svo grillað vel og vandlega á heimagerðum hlóðareldi í fjörunni við drottninguna okkar Ölfusá. Sigvaldi mætti með gítar og mandólín og svo bættist í hópinn góður liðsauki úr Vestmannaeyjum, bróðursonur Erlu , laglegur og ljóshærður piltur með gítar og fallega söngrödd sem kunni ósköpin öll af ættjarðarlögum og enn fleiri skátasöngva svo allir gátu tekið undir og söngurinn hljómaði fram á næsta dag! Já það er ekki amalegt að eiga góða granna. Hvað segir ekki: Góður granni er gulli betri, - það sannreyndum við þessa fögru vornótt á bökkum Ölfusár. Nú er bara að fara að hlakka til næsta viðburðar á Bökkunum! Ætli það verði ekki eitthvað skemmtilegt og lekkert eins og okkar er von og vísa. Að minnsta kosti höldum við okkar árlega Julefrokost í nóvember ef við getum beðið svo lenge..Bakkabúar grilla á ströndinni 15.júní 2007 018


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband