Elskulegu dömur og drottningar,
Það voru fleiri en við sem minntust konungskomunnar 1907. Ferðafélag Íslands og Fornbílaklúbburinn óku saman á fornar slóðir á laugardaginn var.
Við systurnar mættum auðvitað, uppáklæddar og lekkerar fyrir ykkar hönd og ég verð að segja það að við stóðum okkur bara virkilega vel. vorum mjög huggulegar alltsvo...á hælaskóm og með hatta.
Þetta var semsagt gasalega gaman. Við skunduðum á Þingvöll og ókum svo yfir Lyngdalsheiði á Laugarvatn þar sem Ferðafélagið bauð uppá súpu og silung, mjög lekkert og smart hjá þeim. Þarna voru bæði innlendir og erlendir gestir, allslags séntilmenn og fínar danskar dömur í þokkabót!
Við buðum börnum og barnabörnum með enda um að gera að ala þau uppí réttum tíðaranda og venja þau við lekkeran klæðaburð og tónlist fyrri aldar. Þau eru bara virkilega hrifin af Mills bræðrum, Patsy Cline og Platters...að ekki sé alltsvo minnst á Presley heitinn, elskuna þá.
Eins og sjá má skemmtu þau sér afar vel. Við stefnum nú á að taka upp forna siði og alltsvo venja börnin á að dressa sig fallega uppá á sunnudögum og fara í spássitúra. Nú eða jafnvel huggulega bíltúra á drossíunum. Þau eru afar jákvæð og til í það ef við lofum að fara af og til á Laugarvatn og leyfa þeim að vaða. Næstbesti kosturinn er svo að fara í berjamó með nesti og drekka ískalda mjólk úr Libby´s tómatsósuflösku og borða smurbrauð úr körfunni hennar ömmu. Best er auðvitað nýbakað franskbrauð með heitri rabbabarasultu eða þá franskbrauð með eggjum, tómötum og gúrku. Svo er gott að stoppa í Þrastalundi og fá sér ís í brauði og krembrauð. Já lífið er dásamlegt!
Svo kynntumst við þarna nokkrum afskaplega skemmtilegum séntilmönnum sem eiga fallegar drossíur á öllum aldri. Þessi sló samt allt út! Hann á semsagt BLEIKAN dömubíl af bestu gerð...1956 árgerðina af Oldsmobile....þvílík drossía dömur mínar, Vó!
Við kynntum okkur fyrir þessum herramanni og þá kom í ljós að hann er auðvitað ættaður af Selfossi, The Capital City of Southern Iceland...where else would it be? Det hlöd ad være! Já þessi herramaður var afskaplega kurteis og herralegur og okkur leist mjög vel á hann. Við eigum eftir að hafa auga með honum og hans rennilegu drossíu. Til að kóróna alltsaman dró hann uppúr pússi sínu hvítan klút og pússaði sína draumfögru drossíu á öllum viðkomustöðum þannig að ekki safnaðist á hana rykkorn! Þetta ætlum vér dömur að tileinka oss...við verðum með bleika silkivasaklúta í farteskinu í næstu ferð!Det er nu altsaa klart!
Þarna voru samankomnar svo margar glæsikerrur að því miður getum við ekki sýnt ykkur allar elskulegu dömur. Hins vegar viljum við altsaa hvetja ykkur til að koma á Landsmót okkar Fornbílaáhugamanna á Selfossi um næstu helgi. Þar verður mikið um dýrðir og mín verður með sína eðalkerru á föstudeginum að minnsta kosti ...verð svo að skreppa til Danmerkur á laugardaginn og öve mæ po danske mode...
Við sjáumst svo elskurnar. Njótið hverrar mínútu og verið glaðar í hjartanu,- það er svo skemmtilegt!
´drossíuknús
a
Færsluflokkar
Tenglar
Mínir tenglar
- Félag kvenna í atvinnurekstri Allar konur standa saman
- Nýsköpunarmiðstöð Íslands Endalaus spennandi námskeið fyrir okkur
- Líkami, hugur og Sál Frábær staður til að byggja sig upp.
- Rósa Traustadóttir Æðislega jógastöð á Selfossi
- Sumarhús í fyrsta flokki Einstaklega fallegur staður undir fjallinu Búrfelli.
- Flottasti ferðamannastaður á Íslandi Alltaf gott að koma að Geysi
- Selfoss, Eyrarbakki, Stokkseyri og Sandvíkurhreppur My hometown:-)
- Húsið á Eyrarbakka og Byggðasafn Árnesinga Eitt skemmtilegasta safn á Íslandi
- Safnaklasi á Suðurlandi ÞAð er alltaf eitthvað að gerast á Suðurlandi
- Menningarráð Suðurlands Alltaf eitthvað gott starf í gangi
- Veitingastaður á Eyrarbakka Rómantískur staður og maturinn klikkar aldrei!
- Endalaus fróðleikur ein flottasta heimasíða sem ég hef séð!
- Listakonan Þórdís Frábærar myndir
- Fyrsti verslunarstaður Íslendinga Skemmtilegasta þorp á Íslandi
- Gallerí Gónhóll á Eyrarbakka Gisting, karkaðir, ráðstefnusalir og fleira
- Lista og tungumálamiðstöð fyrir börn og unglinga Spennandi námskeið fyrir alla krakka!
Myndaalbúm
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Mikið hefði ég nú verið til í að vera komin heim á Vatnið og sjá herlegheitin, og þið svona líka huggulegar Er ekki upplagt að kíkja í lekkert dömute á pallinn í einhverri " vaðferðinni" þegar við verðum komin heim
Með kveðju KK
Kristjana Kjartans (IP-tala skráð) 20.6.2007 kl. 16:38
Endilega! Láttu okkur vita og við komum í lekkerum dömuklæðum! Hlakka til. Bestu kvðejur til ykkar allra og við sjáumst svo vonandi bráðum
a
Anna S. Árnadóttir, 22.6.2007 kl. 01:37
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.