Að henda skó á eftir manni!

Sælar elskulegu dömur,

Var að koma af Þingvöllum. Við fórum á tveimur bílum, laglegar og léttfættar hnátur að fræðast um formæður okkar, Freyju og Frigg. Ingunn talaði nú mun meira um Freyju enda von , hún er aðalgyðjan okkar. Svo var bænastund í kirkjunni á eftir , voða notalegt en hefði nú mátt bjóða uppá Freyjusúkkulaði!!!

Ég held reyndar að Hildur vinkona okkar viti meira um Gyðjur en þessi kona sem við hlustuðum á. Reyndar held ég að Hildur viti mest allra núlifandi íslenskra og erlendra valkyrja um Gyðjur. Ég held við ættum að reyna að fá hana til að segja okkur rökkursögur í haust um Gyðjur. Það verður þegar allt ískalda púrtvínið verður búið og við aftur komnar í volgruna! Og eiginmennirnir okkar verða bara heima með hálsfestarnar sínar gulli slegnu!!!

En svo þegar ég kom heim sá ég Nýtt Líf hafði dottið inn um lúguna og fór að blaða í gegnum það. Ritstjórinn, sem er afar lekker ung dama, Heiðdís Lilja, skrifar sitt ritstjóraspjall um það að henda skó á eftir manni! Hún segir að 35%kvenna hafi kastað skó á eftir manni. Er þetta ekki ótrúlegt!!!

Hún vitnar í dönsku vefsíðuna: www.ubrugelig.dk

Reyndar mjög skemmtileg síða um alls konar óþarfa en samt gaman að geta slegið upp svona dömustaðreyndum...engin sönn dama kastar lekkeru skótaui! Ekki einu sinni á eftir manni sem hefur verið óþolandi leiðinlegur lengi, jafnvel hrotið alla nóttina og ekki sett setuna niður um áratugaskeið! Nei og aftur nei!

Dama kastar ekki skóm eða öðrum verðmætum. Það er bara ekki smart!

Ef dömu mislíkar þá setur hún upp sinn elegant smarta parísarfýlusvip og blimskakkar augunum undan sínum löngu og vellöguðu bráhárum í örstutt augnablik. Þetta er yfirleitt nóg til þess að viðkomandi skilji að honum hafi orðið á í messunni og gerir þá þegar bragarbót! Nú ef þetta dugar ekki þá má náttúrulega prófa að taka af sér silkihanskana, leggja þá báða í hægri hönd og slá hönskunum  svo ákveðið á vinstra handarbak. Þetta klikkar NEVER!

Ég á einn góðan málshátt sem ég hef á ísskápnum og ef ég er í vafa um að mig vanti skó þá les ég hann!

Sú sem deyr frá flestum skópörunum vinnur!

Annars sagði Esther vinkona mín að dama gæti alltaf bætt við sig pari,- og svo fylgdi þessa fleyga setning: Það étur nú ekki mat að bæta á sig einu skópari!!!

Skór eru bara svo lekkerir og alltaf getum við á okkur blómum bætt elskulegu dömur

LovjúInLove

skóknús,

a


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband