29 stiga hiti og sól í Billund

CoolElskulegu dömur,

Heyrði í dætrum mínum í dag. Þær eru í Grænuhlíð og þar skín sólin og börnin hlaupa allsber á túninu og leita að moldvörpum. Ég sakna þeirra alveg ósköp en reyni að harka af mér því ég veit hvað það er gaman...

Hér var líka yndislegur dagur. Sólin skein og allir voru glaðir. Við fórum á sýninguna Vor í Árborg og ég keypti mér 11 feta veiðistöng hjá Birgi Nielsen...handa mínum í ammilispakkann, þið vitið! Svo hann sé duglegur að afla matar fyrir heimilið. Hann er reyndar svo mikil veiðikló að allir í fjölskyldunni eru farnir að fela sig á bakvið gardínur síðla sumars þegar kisturnar eru orðnar fullar af laxi, - paté, hakki farsi, mauki....Stella í orlofi uppskriftir um allt!

Mjög fín og skemmtileg sýning. Ég skráði mig á magadansnámskeið hjá Lifandi húsi sem byrjar á mánudaginn. Virkilega dömulegt að geta sveiflað mjöðmunum af kynþokka og glæsileik! Eða hvað slæðurnar eru flottar...drífum okkur elskurnar, það eru enn laus pláss!!!Svo er þetta svo gott og hollt og skemmtilegt fyrir andann.

Alltaf að prófa eitthvað nýtt á hverjum degi!

Hafið það gott elskulegar.

bumbuknús

a


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband