Elskulegu dömur, góðan og blessaðan dag og til hamingju með 1.maí.
Ein af okkur sendi mér fallegan morgunpóst og kom með nýtt orð yfir okkur; Damistar eða eigum við kannski að hafa þetta í kvenkyni og vera þá Damistur..sem rímar við systur sem við erum jú allar.
Við sem kitlum kvengenin og njótum þess að vera virkilega lekkerar dömur , höldum veislur með bleiku kampavíni og súkkulaðihúðuðum jarðaberjum eða súkkulaðisíðdegi þar sem við liggjum allar saman í flatsæng og horfum á Chocolatemyndina, borðum súkkulaði, drekkum súkkulaði og erum með súkkulaðimaska...- þetta eru Damistur! Við gleðjumst með hver annarri þegar vel gengur og grátum saman ef það fer í verra ferðaveðrið en styrkjum hver aðra í öllu sem við tökum okkur fyrir hendur og trúum endalaust á mátt Gyðjunnar í okkur öllum.
Sönn damista vaknar fallega á morgnana og teygir allar sínar vellökkuðu tær tígulega áður en hún fer fram úr og splashar sig með ísköldu að hætti Soffíu Lóren. Morgunmaturinn samanstendur svo af soðnu vatni með sítrónu og ceyennepipar sem hreinsar húðina og frískar sálina og býr okkur undir næsta dag...og hvernig ætlum við að hafa daginn í dag?
Hver einasta Damista veit að Hún ræður nokkru um það hvernig hennar dagur verður. Flestar eru eins hamingjusamar og þær ákveða að vera í dag. Það fer svo ótrúlega mikið eftir því hvernig við bregðumst við því sem á vegi okkar verður á degi hverjum, hvernig við spilum úr spilunum okkar.
Ég pant vera jákvæð í dag!
Já og hugsið ykkur, - við erum á 9.degi og orðnar eins og nýútsprungnar rósir! Eða eins og ein Damistan orðaði það; eins og nýfæddar gimbrar á vori.
Ég fékk mér ferskt grænmeti í morgunmat og sýð mér svo væna grænasúpu í hádeginu. Fékk svo gasalega góða og lekkera grænmetisteninga hjá henni Steinunni í Heilsuhúsinu, hún er virkilega indæl stúlka og afskaplega hjálpleg með svona alls kyns dömulegt og hollt nasl handa okkur. Svo er hún hafsjór af fróðleik um hollustu og breyttan lífsstíl án allra aukaefna...sem er jú það sem við stefnum að.
Eftir hádegi þarf ég svo að skreppa suður og ná í drossíuna mína. Nú er búið að laga hana alla til og ég get farið að bjóða ykkur í rennireiðartúra um Suðurland þegar vel viðrar og sést til sólar. Þarna verður alltaf kassi af bleiku kampavíni í skottinu svo hægt sé að bjóða lekkerum dömum í staupinu. Við ættum kannski að fá einhvern ungan og laglegan pilt til að vera ökumaður fyrir okkur?
Svo í kvöld held ég veislu og elda eitthvað gott úr Sollubók, kannski ég hafi bara Prinsessukvöld með pakistönskuívafi eins og Solla sýnir á síðu 153 í bókinni góðu!
Damistuknús
a
Flokkur: Lífstíll | 1.5.2007 | 10:30 (breytt kl. 10:59) | Facebook
Færsluflokkar
Tenglar
Mínir tenglar
- Félag kvenna í atvinnurekstri Allar konur standa saman
- Nýsköpunarmiðstöð Íslands Endalaus spennandi námskeið fyrir okkur
- Líkami, hugur og Sál Frábær staður til að byggja sig upp.
- Rósa Traustadóttir Æðislega jógastöð á Selfossi
- Sumarhús í fyrsta flokki Einstaklega fallegur staður undir fjallinu Búrfelli.
- Flottasti ferðamannastaður á Íslandi Alltaf gott að koma að Geysi
- Selfoss, Eyrarbakki, Stokkseyri og Sandvíkurhreppur My hometown:-)
- Húsið á Eyrarbakka og Byggðasafn Árnesinga Eitt skemmtilegasta safn á Íslandi
- Safnaklasi á Suðurlandi ÞAð er alltaf eitthvað að gerast á Suðurlandi
- Menningarráð Suðurlands Alltaf eitthvað gott starf í gangi
- Veitingastaður á Eyrarbakka Rómantískur staður og maturinn klikkar aldrei!
- Endalaus fróðleikur ein flottasta heimasíða sem ég hef séð!
- Listakonan Þórdís Frábærar myndir
- Fyrsti verslunarstaður Íslendinga Skemmtilegasta þorp á Íslandi
- Gallerí Gónhóll á Eyrarbakka Gisting, karkaðir, ráðstefnusalir og fleira
- Lista og tungumálamiðstöð fyrir börn og unglinga Spennandi námskeið fyrir alla krakka!
Myndaalbúm
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (11.9.): 2
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 6
- Frá upphafi: 388829
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 5
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.