Grænn kostur, uppskriftabókin frá Hagkaupum eftir hana Sollu er allgjör snilld. Ég á mjög erfitt með að fara eftir uppskriftum og eldhúsið mitt er sannkallað tilraunaeldhús sem sjaldnast er hægt að fá einhvern rétt tvisvar alveg eins..kostur eða galli!!Skiptir ekki máli.
Hér kemur uppskriftin:
1kg sætar kartöflur
1 grein rósmarín
1tsk sjávarsalt og smá nýmalaður pipar
1 dl vatn
1 dl olía, ég notaði kókosolíu
5cm fersk engiferrót
ferskt kóríander
Afhýða kartöflurnar og skera í grófa bita. Setjið þær í ofnskúffuna og kryddið með fersku rósmarín, smá sjávarsalti og pipar. Bætið olíunni við og svo vatni og bakið í 20-25 mín við 200 gráður eða þar til kartöflurnar eru meyrar. Afhýðið smá engifer og rífið gróft. Hitið smá olíu á pönnu og mýkið engiferinn í ca. 5 mín. og bætið svo kartöflunum útá.Kryddið með sjávarsalti og pipar ef þörf er á. Hrærið vel og maukið. Berið fram í flottri skál og stráið vel af grænu kryddi yfir, kóríander er best en má nota hvað sem er.
Þetta er svoooooo gott með öllu grænmeti en best af öllu er að setja alls konar rótargrænmeti í ofnfast mót, t.d. kartöflur, gulrætur, sætarkartöflur, rófur, hreðkur, hnúðkál, steinseljurót sellerírót, bara allt sem til er og a.m.k. tvo rauðlauka og nokkur hvítlauksrif. Allt sett saman í ofninn eftir að við höfum hellt smá olíu og vatni yfir og kryddað af hjartans list. Stundum nota ég Garam Masala, Koríander, turmeric, karrí...fer semsagt indversku leiðina. Nú hinn daginn fer ég til Frakklands og nota Diijon Sinnep, svartan pipar og rósmarín....eða til Spánar og bæti þá við ólífum og ferskum tómat og basiliku...bara að láta hugarflugið ráða!
Góða skemmtun elskulegu dömur, - ég er að fara í enn eitt yndislega matarboðið í þessari viku. Hringdi í húsfreyjuna sem er mikil gæðakona og hún sagðist vera með ferskt salat svo ég er í góðum málum og hlakka til að hitta skemmtilegt fólk í kvöld.
Bestu kveðjur og verum kátar..nú eru örfáir dagar eftir og svo byrjum við varlega næsta mánudag..
Munið að borða nógu mikið og fara út að leika ykkur á hverjum degi
a
Færsluflokkar
Tenglar
Mínir tenglar
- Félag kvenna í atvinnurekstri Allar konur standa saman
- Nýsköpunarmiðstöð Íslands Endalaus spennandi námskeið fyrir okkur
- Líkami, hugur og Sál Frábær staður til að byggja sig upp.
- Rósa Traustadóttir Æðislega jógastöð á Selfossi
- Sumarhús í fyrsta flokki Einstaklega fallegur staður undir fjallinu Búrfelli.
- Flottasti ferðamannastaður á Íslandi Alltaf gott að koma að Geysi
- Selfoss, Eyrarbakki, Stokkseyri og Sandvíkurhreppur My hometown:-)
- Húsið á Eyrarbakka og Byggðasafn Árnesinga Eitt skemmtilegasta safn á Íslandi
- Safnaklasi á Suðurlandi ÞAð er alltaf eitthvað að gerast á Suðurlandi
- Menningarráð Suðurlands Alltaf eitthvað gott starf í gangi
- Veitingastaður á Eyrarbakka Rómantískur staður og maturinn klikkar aldrei!
- Endalaus fróðleikur ein flottasta heimasíða sem ég hef séð!
- Listakonan Þórdís Frábærar myndir
- Fyrsti verslunarstaður Íslendinga Skemmtilegasta þorp á Íslandi
- Gallerí Gónhóll á Eyrarbakka Gisting, karkaðir, ráðstefnusalir og fleira
- Lista og tungumálamiðstöð fyrir börn og unglinga Spennandi námskeið fyrir alla krakka!
Myndaalbúm
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (11.9.): 2
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 6
- Frá upphafi: 388829
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 5
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.