Elskulegu grönnu og lekkeru dömur,
Fyrirgefið hvað ég kem seint, stundum er svo margt að snúast að ekki gefst einu sinni tími til að tylla sínum íturvöxnu og lekkeru rasskinnum niður og blogg ögn!
Það byrjaði auðvitað með sítrónuvatni og ceyenne í morgun og svo heilum poka af gulrótum...ætli dömurnar verði ekki sólgylltar af öllum þessum gulrótum?
Svo í hádeginu fengum við kúfaðan disk af salati, prófið endilega sólþurrkaðan tómata, ólífur, tahinisósuna og alls konar nammi gott til að fá fjölbreytnina, já og rauðrófuteningar eru æðislega góðir með.
Ein af okkur úr Félagsskap Kátra og Krúttlegra kvenna hafði samband að sunnan og sagðist vera alveg hissa hvað þetta liði hratt! Eruði ekki sammála! Nú erum við að klára fyrri vikuna og þetta er búið áður en við vitum af! Önnur sagði að henni liði svo vel að hún ætlaði alveg að hætta í kaffi og rauðu kjöti eftir þetta og halda sig að mestu við Sollubókina og elda bara hollt. Hver vill eitra fyrir sér og sínum, sagði þessi góða kona og ég er alveg sammála.
Vinkona okkar að sunnan kom með gott ráð: Hún var að lesa bókina ,, Hreystin kemur innan frá"og þar er sagt að hreinsunin komi mest fram á tungunni og því ættum við að fylgjast vel með tungunni og tannbursta hana líka með sérbursta og þá verður hún voða bleik og fín..semsagt virkilega dömuleg.
Hún notar líka ristilhreinsimixtúru frá Kollu grasa sem heitir Vaðgelmir og er drukkið eins og te tvisvar á dag. Góð hugmynd. Eruð þið annars nokkuð stopp? Ef þið þurfið þá er líka á síðunni
uppskrift að hreinsunum ýmis konar. Ég sló inn Epsomsalt í dálkinn þarna, leita og þá komu upp ýmsir möguleikar á hreinsun.
Hvað eigum við svo að hafa í kvöldmatinn?
Ég eldaði rosagott í gær úr Sollubók muniði...sæt kartöflumús og ofnbakað grænmeti með Tahinisósu
Ég er að hugsa um að búa til kjarngóða Minestronesúpu í kvöld og fara í ítalska gírinn..ímynda mér að ég sé mafíósahefðarfrú suður á Sikiley og í staðinn fyrir rauðvínið verð ég með hristann rauðrófusafa í háu glasi á meðan ég elda...og pikka í svartar ólífur!
Læt uppskriftina fylgja elskurnar
Gúddlokk
a
Minestrone a la Sicily
4 gulrótos
2 laukos
1 parikos græn
1 paprikos rauð
3 sellerístilkos
5 hvítlaukrifos, pressuð
2 msk kókosolía
1 tsk þurrkað rósmarin eða msk ferskt
sama af basilikos
sama af timian
sjávarsalt og svartur pipar eftir smekk
10 stk tómatos, afhýddir og maukaðir í matvinnsluvél
1-2 msk grænmetiskraftos
1,5 lítri vatn
Skerið grænmetið eftir smekk.Hitið olíuna í potti og mýkið laukinn, bætið svo hinu grænmetinu í og steikið í nokkrar mínútur.
Tómötunum, kryddinu og vatninu bætt við og soðið í ca hálftíma.
Skreytið með restinni af svörtu ólífunum, ef þið eruð ekki búnar með þær allar, og nokkur smátt skornum laufum af basiliku
Þetta er nóg fyrir svo 6 manns eða borða restina bara á morgun!
a
Færsluflokkar
Tenglar
Mínir tenglar
- Félag kvenna í atvinnurekstri Allar konur standa saman
- Nýsköpunarmiðstöð Íslands Endalaus spennandi námskeið fyrir okkur
- Líkami, hugur og Sál Frábær staður til að byggja sig upp.
- Rósa Traustadóttir Æðislega jógastöð á Selfossi
- Sumarhús í fyrsta flokki Einstaklega fallegur staður undir fjallinu Búrfelli.
- Flottasti ferðamannastaður á Íslandi Alltaf gott að koma að Geysi
- Selfoss, Eyrarbakki, Stokkseyri og Sandvíkurhreppur My hometown:-)
- Húsið á Eyrarbakka og Byggðasafn Árnesinga Eitt skemmtilegasta safn á Íslandi
- Safnaklasi á Suðurlandi ÞAð er alltaf eitthvað að gerast á Suðurlandi
- Menningarráð Suðurlands Alltaf eitthvað gott starf í gangi
- Veitingastaður á Eyrarbakka Rómantískur staður og maturinn klikkar aldrei!
- Endalaus fróðleikur ein flottasta heimasíða sem ég hef séð!
- Listakonan Þórdís Frábærar myndir
- Fyrsti verslunarstaður Íslendinga Skemmtilegasta þorp á Íslandi
- Gallerí Gónhóll á Eyrarbakka Gisting, karkaðir, ráðstefnusalir og fleira
- Lista og tungumálamiðstöð fyrir börn og unglinga Spennandi námskeið fyrir alla krakka!
Myndaalbúm
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (11.9.): 2
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 6
- Frá upphafi: 388829
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 5
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.