Sviti, tár og prumpufýla

Æ, elskulegu dömur,

Þær sem eru að gera þetta í fyrsta sinn segjast finna fyrir mikilli andremmu, svitakófum og höfuðverk. Líkaminn er að reyna að losa sig við uppsafnaðan óþverra svo nú tekur á , gæti tekið daginn á morgun líka. Ykkur finnst maginn útbelgdur og þið eruð alltaf á klóinu, pissið eins og sjóarar en kannski minna hinum megin. Það kemur,- annars er það ógeðsdrykkurinn hennar Eyglóar, Epsom salt , olía og vatn...nánar um það síðar.

Strax eftir daginn á morgun líður ykkur miklu betur. Verið samt á varðbergi og passið að borða nógu mikið og fjölbreytt grænmeti, soðið, steikt, hrátt, ristað, bakað og gufað...fræ, hnetur, olíur, kókosmjólk, kókosflögur, alls konar græn te og grænmetissafa...og ef þið eruð alveg að gefast upp ,- huggið ykkur með harðfiskbita.

Læknirinn í hópnum segir að þetta sé mjög hollt og nú var að bætast einn hjúkrunarfræðingur í hópinn þannig að við erum vel kvenntar þegar við förum saman út á lífið og litlu númerin fjúka út í búðunum...

Allar fyrir eina, ein fyrir allar

Við getum allt sem við viljum!

knús

a


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband