Dagur 3

Jæja kæru dömur,

Í dag er dásamlegur dagur og við finnum nú hvernig rennur af okkur lýsið...

Við fengum okkar ferskt og gott salat með tómötum, gúrku, papriku, aluk, ólífum, tómötum , hvítlauk og basil. Með þessum var svo drukkið eitt stórt glas af gulrótarsafa. Nammi, namm!

Með deginum í dag erum við komnar yfir erfiðasta hjallann. Þið finnið örugglega fyrir smáslappleika en það lagast allt með því að drekka mikið vatn og fá sér göngutúr í rokinu. Hugsið bara um markmiðin og hvað nú er stutt eftir...hálfnað verk þá hafið er!

Ef þið viljið þá má fá sér á morgun harðfisk og söl, smásmakk af og til næstu daga svo þið fáið meira prótín. Hver og ein verður að hlusta á líkamann sinn en ekki þó að vorkenna sér og gefast upp.

Nú er ég að fara á Olísstöðina að ná í allt fíneríið mitt frá Akri

Sendi uppskrift fyrir kvöldið á eftir

Veriði dömulegar í dag elskurnar

a

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband