eftir að hafa borðað réttinn hennar Sollu. Sá er saðsamur! Við vorum að hlæja að því að nú megum við borða eins og við mögulega getum og allt er bara hollt og fer beint í brennslu.
Nú erum við orðnar svo margar útum allt bara! Bryndís vinkona okkar í Árhúsum ætlar að vera með og hún er til í að vera stílisti ef við komum í verslunarferð til Danmerkur... Það er gott að safna hugmyndunum saman og velja svo einhver skemmtileg verðlaun fyrir þennan kraftmikla hóp. Félagsskapur kátra og krúttlegra kvenna heldur aðalfund í Danmörku..hvernig hljómar það?
Fundarefni:
Venjuleg aðalfundarstörf
Kosning stjórnar
Grænmeti verður borið fram milli fundaratriða...og eins á eftir!!
Grasrótarsafi í boði hússins.
Þetta fer allt í hugmyndabankann.
Annars heyrist mér að flestum líði vel. Sumar segjast vera svangar þrátt fyrir að þær hafi borðað meira en venjulega. Það er góðs viti, brennslan er komin í gang og fitan lekur af okkur.
Flestar eru duglegar að hreyfa sig og dúlla við sig sem er auðvitað nauðsynlegt.
Ef ykkur er kalt er gott að fá sér tesopa með smá ceyennepipar, bregst ekki.
Hér kemur svo ein góð uppskrift fyrir morgundaginn:
Gulrótarsúpan góða fyrir 6
6 meðalstórar gulrætur skornar í sneiðar
3 sellerístilkar, skornir í bita
1 laukur smátt skorinn
1 paprika rauð skorin í bita
1 msk kókosolía
1,5 lítri vatn
2 tsk grænmetiskraftur
dash af ceyennepipar
1 msk fersk basilika
1,5 tsk þurrkuð salvía
1 tsk karrý
Olían hituð í potti og laukurinn mýktur aðeins. Allt hitt hráefnið sett í pottinn ásamt helmingnum af vatninu og grænmetið soðið þar til það er meyrt. Afgangnum af vatninu bætt við og súpan bragðbætt með sjávarsalti og svörtum pipar eftir smekk, hituð upp að suðu og borin fram
Góða nótt elsku fallegu dömur, nú göngum við til hvílu með bros á vör og heyrumst í fyrramálið.
gulrótarknús
a
Flokkur: Lífstíll | 24.4.2007 | 20:31 (breytt kl. 20:34) | Facebook
Færsluflokkar
Tenglar
Mínir tenglar
- Félag kvenna í atvinnurekstri Allar konur standa saman
- Nýsköpunarmiðstöð Íslands Endalaus spennandi námskeið fyrir okkur
- Líkami, hugur og Sál Frábær staður til að byggja sig upp.
- Rósa Traustadóttir Æðislega jógastöð á Selfossi
- Sumarhús í fyrsta flokki Einstaklega fallegur staður undir fjallinu Búrfelli.
- Flottasti ferðamannastaður á Íslandi Alltaf gott að koma að Geysi
- Selfoss, Eyrarbakki, Stokkseyri og Sandvíkurhreppur My hometown:-)
- Húsið á Eyrarbakka og Byggðasafn Árnesinga Eitt skemmtilegasta safn á Íslandi
- Safnaklasi á Suðurlandi ÞAð er alltaf eitthvað að gerast á Suðurlandi
- Menningarráð Suðurlands Alltaf eitthvað gott starf í gangi
- Veitingastaður á Eyrarbakka Rómantískur staður og maturinn klikkar aldrei!
- Endalaus fróðleikur ein flottasta heimasíða sem ég hef séð!
- Listakonan Þórdís Frábærar myndir
- Fyrsti verslunarstaður Íslendinga Skemmtilegasta þorp á Íslandi
- Gallerí Gónhóll á Eyrarbakka Gisting, karkaðir, ráðstefnusalir og fleira
- Lista og tungumálamiðstöð fyrir börn og unglinga Spennandi námskeið fyrir alla krakka!
Myndaalbúm
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (5.5.): 1
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 23
- Frá upphafi: 388750
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 5
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.