Uppskrift fyrir kvöldið.

Elskulegu dömur

Í kvöld skulum við hafa veislu að hætti Sollu í Grænum kosti Hagkaupa.

Þetta heitir Ratatouille og hér kemur uppskriftin:

2-3 msk kókosolía

2-3 stk laukar

2-3 hvítlauksrif

1 lárviðarlauf

1 stórt eggaldin

1 stk fennel

1 tsk sjávarsalt

11/2 tsk þurrkuð basilika eða 2 msk fersk

1 tsk majoram

1 tsk oregano

1/2 tsk timjan

1/2 tsk rósmarín

1 stk stór kúrbítur

2 stk stórar paprikur

1/8 tsk cayenne pipar

450 gr tómatar

2 msk tómatmauk

1/2 búnt steinselja

Afhýðið laukana og skerið í þunnar sneiðar. Pressið hvítlaukinn og skerið eggaldin í 2x2 cm bita. Skerið fennel í 1x1 cm bita og kúrbít í 2 cm þykkar sneiðar. Skerið paprikurnar í tvennt , fræhreinsið og skerið í 2x2cm bita. Skerið tómatana í tvennt og síðan hvorn helming í 4 báta. Fínsaxið steinseljuna. Hitið olíuna í potti og mýkið lauk, hvítlauk og lárviðarlauf í um 5 mín. Bætið eggaldini, fennel, salti og kryddi útí .Setjið lok á pottinn og látið mallaí um  10 mínútur. Þá setjið þið kúrbít, paprikur, cayennepipar, tómata og tómatmauk útí og sjóðið í aðrar 10 mín.Stráið saxaðri steinselju yfir réttinn og berið fram.

Nammi namm, heppnast alltaf!

En fyrir ykkur sem komið seint heim og eruð fallnar á tíma:

Taka frosið grænmeti úr frystinum og blanda ýmsum tegundum saman í pottinn sem bíður með kraumandi kókosolíunni. Nota svo hnetur, fræ og möndlur til bragðbætis og krydda af hjartans lyst.

Bera alltaf fallega fram og skreyta diskana jafnvel með steinseljugrein eða öðru góðgæti

Gangi ykkur vel elskurnar


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband