Dagur 2

,,Þó að þér sýnist eitthvað erfitt, máttu samt ekki halda að enginn geti gert það. En allt það sem aðrir geta, skaltu halda að þú getir einnig."

Svo mælti Markús Árelíus elskulegu dömur mínar og við vitum að við getum allt sem við viljum...vandamálið er bara að stundum veit kona ekki hvað hún vill...en það vitum við núna!

Nú er kominn annar dagur og okkur farið að líða enn betur. Höfuðverkurinn farinn, orkan stígur og nú má búast við að okkur langi til að fara að taka til í skápunum, senda gömlu fötin í Rauða- Krossinn og rýma fyrir nýjum. Ein af okkur kom með góða hugmynd í morgunleikfiminni...væri ekki sniðugt að við færum bara allar saman til Amríku eftir þetta allt saman og versluðum okkur föt? Dollarinn er óhemjuhagstæður og Victoría Secret er með mjög lekkeran undirfatnað sem fæst bara þarna úti í henni Amríku..hugsum þetta og setjum í hugmyndabankann um lokahófið og verðlaunin.

Í morgun byrjaði ég auðvitað á hreinsun með sítrónute og ceyennepipar. Fór svo í  Rope Yoga í Lifandi húsi sem er náttúrulega dásamlegt og ég finn hvernig gamlar mittislínur koma í ljós , smátt og smátt, hægt en örugglega!

Morgunmaturinn var svo tómatabátar, gúrkur og aspas á stórum diski, stráði ristuðum fræjum yfir og drakk grænt te með.

Hádegismaturinn sem ég er að borða núna er fullt af fersku salati, iceberg, paprikur, tómatar, gúrkur, laukur, rauðrófuteningar og valhnetur. Kreisti yfir þetta smá sítrónu, ríf smá engiferrót og strái svo nokkrum piparkornum yfir.

Svo borða ég restina af indversku prinsessusúpunni í eftirmat. Þegar þið borðið niðursoðið grænmeti verðið þið að skola það svo þið fáið ekki sykur í ykkur elskurnar.

Munið svo að hafa með ykkur eitthvað nasl og stinga uppí ykkur bita ef þið finnið fyrir hungri...bannað að verða svöng !

Ég sendi ykkur uppskrift að veislumat fyrir kvöldið eftir fimm mínútur eða svo

grænmetisknús

a


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband