Kvöldhuggelsi við kertaljós

Sælar aftur elskulegu dömur,

Ég vona að ykkur líði vel og séuð ekki svangar... Ein af okkur dömunum kom hingað í kvöld og við ræddum um næstu skref í þessum dásamlega hreinsunardansi okkar.

Okkur var svolítið kalt, það er oft hrollur í manni og hálfgerður höfuðverkur þegar eiturefnin eru að fara úr líkamanum..kannski er þetta líka kaffiskortur! Við suðum okkur vatn og settum ceyennepipar, sítrónu og engiferrót saman við og okkur hlýnaði svo vel af þessum góða drukk. Síðan skárum við niður nokkra tómata í báta og settum á bleikan disk á fæti, ásamt nokkrum gulrótum og stráðum ristuðum fræjum yfir. Voðalega ósköp gott og saðsamt fyrir svefninn.

Nú vorum við vinkonurnar komnar í gírinn þannig að við smurðum okkur andlit og háls með hunangi og settum svo gúrkusneiðar á augnlokin....ahahah hvað þetta er gott! Svo notuðum við gúrkurnar til þess að hreinsa af okkur hunangið og síðan....afþví við höfum heyrt að Sophia Loren sé svona falleg vegna þess að hún þvær sér kvölds og morgna með ísköldu vatni,- þá gerðum við auðvitað slíkt hið sama!

Okkur finnst við æðislegar og erum ekkert svoooo svangar!

Góð tillaga kom frá einni sem hringdi...ef við höfum lítinn tíma er gott að sjóða nóg af súpunni góðu á kvöldin og eiga með sér í vinnu að morgni. Líka gott að setja svona grænmeti og fræ eða hnetur Í poka til að nasla.

Við mælum með því að byrja morguninn eins, heitt vatn og cheyennepipar með sítrónu á fastandi maga og svo hrátt grænmeti fram að hádegi....

Meira í fyrramálið elskulegu dömur

MUNIÐ AÐ ÞAÐ ER BANNAÐ AÐ VERÐA SVÖNG!

Guð geymi ykkur og gefi ykkur góða nótt

a


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband