Vorhreingerning fyrir dömur, dagur 1!

Elskulegu dömur,

 

Miðað við góð viðbrögð verðum við allar léttari innan skamms. Við þurfum að skipuleggja mjónuhóf, það er laveg ljóst. Fara allar saman út að borða og dressa okkur svo upp...eða eigum við að hafa þetta í öfugri röð kannski!!!

Það gengur vel hérna megin. Dagurinn hófst á hugleiðslu því ekki má andinn gleymast þegar holdið er tamið. Þetta er einföld og góð hugleiðsla en það virkar eitthvað svo vel að gefa sér smá slökun á morgnana og vakna vel í stað þess að stökkva fram í daginn. Það er gott að byrja á því að fara með fallegt vers eða bæn, loka svo augunum og anda djúpt, hægt og rólega 7 sinnum, inn um nefið og út um munninn. Hugsa svo rólega um daginn í dag. Hvernig ætla ég að hafa hann, hvað get ég gert til að gera þennan dag góðan fyrir mig og skilað frá mér góðum straumum til meðsystkina minna sem ég hitti í dag.

Í kvöld áður en við sofnum gerum við eins, förum yfir daginn. Hvernig var ég í dag?Hélt ég áætlun?  Líkar mér vel við mig sem persónu? Gerði ég eitthvað góðverk? Hvað get ég gert betur á morgun? Hvernig gengur mér að þroska mig og bæta. Þakka fyrir minnst 5 jákvæð atriði í lífinu, aldrei það sama dag eftir dag. Sjá allt þetta litla, fugl sem söng, maður sem brosti, ég get séð morguninn vakna...

Fara svo með stutta bæn eða vers og anda aftur , djúpt ofan í magann...galtóman greyið,- og nú 11 sinnum ef þið verðið ekki sofnaðar áður.

En snúum okkur þá að því sem liggur fyrir hjá okkur næstu tvær vikur.

Morguninn hófst á því að drekka soðið vatn með sítrónu og Ceyenne pipar.

Um 10 leytið borðaði ég nokkra tómata og drakk mikið vatn

Hádegismaturinn var svo niðursneytt grænmeti, sætar kartöflur, púrrulaukur, blómkál, icebergsalat, allt svona sem til er í ískápnum matur. Í fordrykk fékk ég mér Biotta gulrótarsafa hristan með klökum og skreyttan með sítrónusneið og kórianderlaufi

Það er best að steikja uppúr kókosolíu frá Sollu grænu sem fæst í Bónus. Ég blanda svo við þetta sinnepi, hnetusmjöri, hvítlauk og engifer og kanil. Passa að nota sem mest hrein krydd sem ekki hefur verið blandað neinum e- efnum í. Smá sítrónusafi og vatn og malla svo smástund. Ekkert salt og ekkert meira krydd þarf í þennan rétt.

Gott að skola icebergsalat og setja á disk með smá ólífum eða ólífuolíu. Setja svo steikta grænmetið yfir og strá fræblöndu ofan á . Skreyta með rífnum rauðrófum eða ferskum kryddjurtum. Þetta verður að vera fallegt og dömulegt svo okkur þyki þetta skemmtilegt.

Ég tók Udo´s 3.6.9 olíuna með þessu, tvær msk en Hallgrímur læknir segir að það sé betra að taka hana á kvöldin því þá sé lifrin í næði að hreinsa yfir nóttina. Þannig að á morgun ætla ég að prófa það.

Tyggið svo hægt og verið lengi að borða ef þið mögulega getið.

Um eittleytið fékk ég mér svo grænt te. og núna er ég búin að spæna í mig 500 gr. af gulrótum milli mála og taka inn Chlorellu sem heilsuráðgjafinn ráðlagði til að hreinsa út gamlan kú......ó en ódömulegt en þið verðið samt að vita þetta. Chlorellan fæst í Heilsuhúsinu og er afeitrandi bláþörungur sem skolar út gömlum, uppsöfnuðum ....þið vitið!

Í kvöld ætla ég svo að elda dásamlega grænmetissúpu. Mjög einfalt. Þið notið bara frosið grænmeti , fínt sem er til í bónus. Blanda af brokkólí, blómkáli og gulrótum, smá af papriku, lauk, hvítlauk, engifer, rauðkáli, sellerí og sellerírót...hvað sem ykkur dettur í hug. Smá Chilipipar er dásamlegur og prófið að nota lífrænt ræktaða niðursoðna tómat með basil og hvítlauk ef þið viljið ítalska línu.

Ég ætla hins vegar að vera indversk prinsessa í kvöld og krydda með Garam Masala, Cummin, karrí og kúmeni. Það er svo gott að bragðbæta með grænmetiskrafti , lífrænum og glutenfríum auðvitað..

Ef þið þurfið að salta notið þá endilega hreint sjávarsalt og sem minnst unnið.

Þessi súpa er dásamleg og virkilega dömulegt að strá yfir hana nokkrum huggulegum kókosflögum.

Í kvöld er svo gott fyrir okkur að dekra við okkur. Láta renna í ilmolíubað, kveikja á kertun, slökunartónlistin á  og nudda svo húðina uppúr hunangi til dæmis. Fáum okkur eitthvað uppbyggjandi að lesa í baðinu, eitthvað sem kveikir hjá okkur fallegar hugsanir og löngum til að bæta okkur og allan heiminn með!

BARA EIN GRRUNDVALLARREGLA: EKKI VERÐA SVÖNG!

Ef þið finnið til hungurs, ekki fara að sofa svangar. Skerum niður ferskt og fallegt grænmeti og borðum okkur til ánægju og yndisauka, drekkum grænmetissafa, gott grænt te eða soðið vatn með dash af sítrónu.

Gangi ykkur vel elskulegu dömur

a

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband