Vorhreingerning fyrir dömur!

Elskulegu systur

Það er mikið rætt um hollustu þessa dagana. Við í dömuklúbbnum höfum ákveðið að taka til innan í okkur og fara í grænmetisföstu.

Sumar okkar hafa prófað þetta af og til, 2-3 á ári og áhrifin eru ótrúleg. Við losum okkur við eiturefni sem hafa safnast upp í líkamanum og smátt og smátt hjálpar þetta okkur til þess að sneiða hjá óhollustu og tileinka okkur nýjan lífsstíl.

Við tökum í þetta 14 daga. Á hverjum morgni drekkum við soðið vatn með sítrónusafa og smá cayenne pipar á fastandi maga. Svo borðum við grænmeti eins og við getum í okkur látið, steikt, soðið eða hrátt á hverjum degi og EKKERT nema grænmeti, kaldpressaðar olíur,úr glerflöskum,  fræ og hnetur. Best er að hafa sem mest lífrænt ræktað og muna að þvo allt grænmeti vel.

Það er mjög góð þjónusta hjá Akri. Þar er hægt að panta lífrænt grænmeti, ávexti,brauð, korn og fleira og fá sent á næstu Olísstöð. Það þarf að fylla út pöntunarlista sem reiknar sjálfkrafa út verðið og sv kemur skínandi gott og heilnæmt grænmeti til okkar í hverri viku.

slóðin er: www.akurbisk.is

 

Gott að taka inn Omega 3 6 9 olíu sem fæst í Heilsuhúsinu, Udo´s olíublönduna en hún á að vera mjög holl og góð, minnka hættuna á hjarta-og æðasjúkdómum, auka þol og þrótt og almenna heilsu og lífsgæði.

Það má drekka vatn, alls konar jurtate og grænmetissafa en ekki kaffi eða áfengi auðvitað..

Áður en farið er í sturtu á morgnana er gott að þurrbursta líkamann með grófum bursta og bera svo á sig gott heilsukrem eða heimatilbúna olíu. Möndluolían er góð og hægt að blanda við hana ýmsum ilmolíum.

Fyrstu tveir dagarnir eru svolítið erfiðir en munið bara að borða nógu mikið grænmeti...aldrei að verða svangar! Gott að vera með í veskinu, gulrætur, blómkál, brokkolí og kirsuberjatómata til dæmis og stinga á sig aukabita. Eftir nokkra daga fer ykkur að líða svo dásamlega vel og sú vellíðan eykst með hverjum degi.

Við munum skrifast á og hringja hver til annarrar til að styrkja okkur andlega. Allar fyrir eina og ein fyrir allar! Munið að þið þurfið að setja ykkur markmið...standast þetta í 14 daga og líka að ákveða verðlaunin!!! Ég ætla til dæmis að kaupa mér ný sundföt, tvískipt að hætti Tótu Hvannar Sifjarmóður!

Svo á 15. degi byrjum við að brjóta föstuna og tökum inn nýja fæðuflokka, hægt og hægt. Við munum verða í sambandi með hvernig við gerum þetta en endilega drífið ykkur með og skrifið okkur línu ef þið viljið vera í styrktarbandinu: Félagsskapur kátra og krúttlegra kvenna!

EN

Fyrir hinar sem ekki nenna að fara eftir þessu en langar að bæta heilsuna, þá sendi Gulla okkur nokkur heilsuráð fyrir miðaldra mjónur:

2 döðlur á dag koma kynlífinu í lag.

1 kiwi á dag kemur hægðunum í lag.

2 möndlur á dag koma kalkbúskapnum í lag.

2 rauðbeður á dag koma járnbúskapnum í lag.

1 appelsína á dag sinnir  C vítamínþörfinni.

1 epli á dag kemur brennslunni í lag.

1 banani á dag ´losar okkur við fótapirringinn.

Góða skemmtun

a


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband