Gleðilegt dömusumar!

Elskulegu dömur,

 

Ég fór í skrúðgöngu í morgun. Alltaf mikil stemming með skátum og lúðrasveit. Svo fórum við í kirkjuna og þar voru vígðir ungir yrðlingar inn í skátafélagið mitt gamla Fossbúa. Presturinn okkar hann séra Gunnar fór á kostum eins og venjulega. Hann er stórskemmtilegur ræðumaður...við ættum kannski að fá hann í næsta dömuboð!!!Hann var að tala um þennan séríslenska sið að halda uppá Sumardaginn fyrsta og þann skemmtilega sið að allir eru glaðir og bjóða hverjir öðrum Gleðilegt sumar...hvernig sem veðrið er! Þótt það sé hríðarbylur eða haglél og norðanrok...brosum við og segjum hvert við annað: Gleðilegt sumar! Dásamlegur siður! Minnir okkur á þá staðreynd að það skiptir engu hver utankomandi áhrif eru ef okkur líður vel inní okkur.

Gleðilegt dömusumar allar elskurnar!

a


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband