Dömuboð hjá Ingu Ló

Við hittumst nokkrar dömur í gær hjá Ingu Ló og fengum okkur kaffitár og Contró.Við vorum með eina franska dömu í hópnum og hún segir að kona eigi að segja svona, contró. ÞAð er gasalega dömulegt sko! En frekar ólekkert að segja contrö þannig að nú breytum við þessu.

Við vorum allar svo glaðar að hittast og sammála því að við værum hreint út sagt dásamlegar konur eða hvað við erum skemmtilegar,- og eftirsóttar! Ég segi þetta vegna þess að við erum að spá í að fara eitthvað með hana Svölu í útskriftarferð en það var nú ekki hlaupið að því að finna tíma sem allar hefðu aukreitis. Er þetta ekki ótrúlegt? Allar uppteknar fram í september og aumingja Svalan okkar að útskrifast í maílok. Það er eins gott að skipuleggja sig vel!

En hvað um það, þetta var dásamlegt síðdegi í góðum hópi og umvafið súkkulaði og öðrum góðum kræsingum að virkilega dömulegum hætti!

Ég var svo að kíkja á síðuna hennar Ingu Dagnýjar, vinkonu okkar úr síðasta drottningarboði. Þar var skemmtileg umfjöllun um miðaldra konur. Sniðugt að það er sama hvað við eldumst, við erum alltaf sömu stelpurnar inní okkur. Eins og til dæmis amma mín sem er nú komin vel á fyrsta hundraðið og er bara svo vel með farin og sæt kona. Henni finnst hún alveg æðislega pæja og hefur ennþá svo gaman að því að kaupa sér föt og gera sig fína og hangsa eitthvað í svona dömuvafstri alla daga. Æ þið vitið lakka neglurnar og plokka brúnirnar...fá sér sérrístaup og sóla sig á Spáni.

Er ekki lífið dásamlegt! Ég fór í leikfimi í morgun og þar stóð á töflunni....Lífið er skóli. Þær sem nota kærleika og hjálpsemi við námið, útskrifast með sóma...

Ein fyrir allar og allar fyrir eina!

Hafið það gott elskulegu dömur

a


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband