Orð dagsins

Elskulegur dömur,

 

Hún Lóló vinkona okkar á Mensý gaf mér svo skemmtilega bók í drottningargjöf. Ég les í henni á hverjum degi og það er oft svo góður gyðjutónn þarna, svona í morgunsárið fyrir lekkerar dömur sem eru að vinna saman að uppbyggingu kærleikskeðju kvenna,- ein fyrir allar , allar fyrir eina!

Þetta las ég í morgun og sendi yfir til ykkar. Gerum þetta nú allar í dag og biðjum sérstaklega fyrir öllum systrum okkar sem líður illa og eiga bágt. Það virkar alltaf að hugsa fallega til okkar og það að senda fallegar hugsanir útí heiminn hjálpar til.

Staldraðu við stutta stund og hallaðu þér aftur á bak í stólnum, lokaðu augunum og hugsaðu um einhvern sem þér þykir vænt um. Elskaðu hann í bæn þinni og biddu Guð um að elska hann og varðveita.

Systrakveðja til ykkar allra

a


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband