Enn af heimsbókmenntum

Kæra Hildur,

Takk fyrir góðar ábendingar og vel þegnar.

Já ég held að það væri mjög skemmtilegt að heyra hvað þið erum að lesa elskulegu dömur til að víkka ykkar , þó óendanlega frjóa og víðsýna huga. Sendið mér endilega línu ef þið viljið vera svo góðar að blogga með okkur og ég sendi ykkur lykilorðið inná síðuna okkar.

Ég var semsagt að lesa bók sem heitir Leyndardómur býflugnanna eftir Sue Monk Kidd sem Bjartur gaf út 2006. Þetta er yndisleg bók um svartar og hvítar konur, hunang og býflugur, Svarta Maríu Guðsmóður og fleira skemmtilegt en umfram allt lýsir hún samstöðu ólíkra kvenna sem alltaf geta verið systur ef kærleikurinn ræður ferðinni.

Það er svo mikið talað um hunang í bókinni að ég fór út í heilsubúð og keypti mér hunang og bar á mig, drakk svo hunangste og borðaði hunangsköku með! Hrein dásemd og virkilega gott fyrir dömur að bera á sig hunang, baða sig úr hunangi og síðast en ekki síst....lesið þessa bók og ykkur líður bara eitthvað svo vel í hjartanu á eftir

Dömuknús

a

Já og eitt í viðbót...önnur perla er svo Kvenspæjarastofa nr.! og þá að drekka með rauðrunnate...Hafið þið lesið þær?Það eru komnar út einar 6 bækur í þeim flokki. Líka svona skemmtilegar sögur um góðar konur eins og okkur!

a

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband