Kæra Hildur,
Takk fyrir góðar ábendingar og vel þegnar.
Já ég held að það væri mjög skemmtilegt að heyra hvað þið erum að lesa elskulegu dömur til að víkka ykkar , þó óendanlega frjóa og víðsýna huga. Sendið mér endilega línu ef þið viljið vera svo góðar að blogga með okkur og ég sendi ykkur lykilorðið inná síðuna okkar.
Ég var semsagt að lesa bók sem heitir Leyndardómur býflugnanna eftir Sue Monk Kidd sem Bjartur gaf út 2006. Þetta er yndisleg bók um svartar og hvítar konur, hunang og býflugur, Svarta Maríu Guðsmóður og fleira skemmtilegt en umfram allt lýsir hún samstöðu ólíkra kvenna sem alltaf geta verið systur ef kærleikurinn ræður ferðinni.
Það er svo mikið talað um hunang í bókinni að ég fór út í heilsubúð og keypti mér hunang og bar á mig, drakk svo hunangste og borðaði hunangsköku með! Hrein dásemd og virkilega gott fyrir dömur að bera á sig hunang, baða sig úr hunangi og síðast en ekki síst....lesið þessa bók og ykkur líður bara eitthvað svo vel í hjartanu á eftir
Dömuknús
a
Já og eitt í viðbót...önnur perla er svo Kvenspæjarastofa nr.! og þá að drekka með rauðrunnate...Hafið þið lesið þær?Það eru komnar út einar 6 bækur í þeim flokki. Líka svona skemmtilegar sögur um góðar konur eins og okkur!
a
Færsluflokkar
Tenglar
Mínir tenglar
- Félag kvenna í atvinnurekstri Allar konur standa saman
- Nýsköpunarmiðstöð Íslands Endalaus spennandi námskeið fyrir okkur
- Líkami, hugur og Sál Frábær staður til að byggja sig upp.
- Rósa Traustadóttir Æðislega jógastöð á Selfossi
- Sumarhús í fyrsta flokki Einstaklega fallegur staður undir fjallinu Búrfelli.
- Flottasti ferðamannastaður á Íslandi Alltaf gott að koma að Geysi
- Selfoss, Eyrarbakki, Stokkseyri og Sandvíkurhreppur My hometown:-)
- Húsið á Eyrarbakka og Byggðasafn Árnesinga Eitt skemmtilegasta safn á Íslandi
- Safnaklasi á Suðurlandi ÞAð er alltaf eitthvað að gerast á Suðurlandi
- Menningarráð Suðurlands Alltaf eitthvað gott starf í gangi
- Veitingastaður á Eyrarbakka Rómantískur staður og maturinn klikkar aldrei!
- Endalaus fróðleikur ein flottasta heimasíða sem ég hef séð!
- Listakonan Þórdís Frábærar myndir
- Fyrsti verslunarstaður Íslendinga Skemmtilegasta þorp á Íslandi
- Gallerí Gónhóll á Eyrarbakka Gisting, karkaðir, ráðstefnusalir og fleira
- Lista og tungumálamiðstöð fyrir börn og unglinga Spennandi námskeið fyrir alla krakka!
Myndaalbúm
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (6.5.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 23
- Frá upphafi: 388751
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 5
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.