Kæra Anna! Kemst ekki á konukvöld á Geysi sökum anna við annað kvenlegt og merkilegt. Er á kafi skólanum og skriftum. Rakst inn á hárgreiðslustofu um daginn og þar sat kona með fartölvuna sína á hnjánum á meðan hún var að láta litinn taka sig í rúllunum. Þetta er framtíðin. Mig langar að vita hvaða bók þið hafið lesið merkasta í vetur á meðan þið voruð að láta naglalakkið þorna. Akademía er kvenkyns nafnorð enda stjórnuðu konur mennt til forna - vel greiddar að sjálfsögðu. Leyndardómur bíflugnanna segir þú og ég hrekk í kút því ég fékk hana í jólajgöf og er ekki búin að taka hana úr pakkanum. Hildur
Flokkur: Lífstíll | 13.4.2007 | 05:17 (breytt kl. 05:18) | Facebook
Færsluflokkar
Tenglar
Mínir tenglar
- Félag kvenna í atvinnurekstri Allar konur standa saman
- Nýsköpunarmiðstöð Íslands Endalaus spennandi námskeið fyrir okkur
- Líkami, hugur og Sál Frábær staður til að byggja sig upp.
- Rósa Traustadóttir Æðislega jógastöð á Selfossi
- Sumarhús í fyrsta flokki Einstaklega fallegur staður undir fjallinu Búrfelli.
- Flottasti ferðamannastaður á Íslandi Alltaf gott að koma að Geysi
- Selfoss, Eyrarbakki, Stokkseyri og Sandvíkurhreppur My hometown:-)
- Húsið á Eyrarbakka og Byggðasafn Árnesinga Eitt skemmtilegasta safn á Íslandi
- Safnaklasi á Suðurlandi ÞAð er alltaf eitthvað að gerast á Suðurlandi
- Menningarráð Suðurlands Alltaf eitthvað gott starf í gangi
- Veitingastaður á Eyrarbakka Rómantískur staður og maturinn klikkar aldrei!
- Endalaus fróðleikur ein flottasta heimasíða sem ég hef séð!
- Listakonan Þórdís Frábærar myndir
- Fyrsti verslunarstaður Íslendinga Skemmtilegasta þorp á Íslandi
- Gallerí Gónhóll á Eyrarbakka Gisting, karkaðir, ráðstefnusalir og fleira
- Lista og tungumálamiðstöð fyrir börn og unglinga Spennandi námskeið fyrir alla krakka!
Myndaalbúm
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (6.5.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 23
- Frá upphafi: 388751
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 5
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Sæl Anna mín og þið allar göfugu gyðjur!
Þykir miður að komast ekki á dömukvöld að Geysi en við hjónaleysin ætlum að drífa okkur á söngnámskeið hjá Kristjönu Stefáns á vegum Leikfélags Selfoss um helgina og þar verður örugglega mikið af afskaplega elegant dömum sem njóta sín syngjandi glaðar. Ligg uppi í rúmi núna með tölvuna í fanginu svipað og konan á hárgreiðslustofunni. Oftar er það nú samt bók sem fær að fylgja mér í rúmið. Er nýbúin að lesa bókina "á ég að gæta systur minnar" og fannst hún mjög áhugaverð. Gat eiginlega ekki lagt hana frá mér fyrr en hún var búin og grét yfir óvæntum endi. Vel þess virði að lesa kæru konur. Góða skemmtun um helgina.
Inga Eydal
Inga Dagný Eydal, 14.4.2007 kl. 00:38
Takk fyrir þetta góða innlegg Ingan mín. Ég kíkti á síðuna þína og það var svo gaman að sjá hvað þið eruð að gera í fallega torfbænum á Jaðri.
Ég var að byrja að lesa Viltu vinna milljarð. Stórkostlega mannleg og góð byrjun, kom á óvart. Ég er svo með tvær aðrar í startholunum; Flugdrekahlauparann og nýjustu bókina um Kvenspæjarastofuna nr. 1 í Botswana. Hún heitir minnir mig, Félagsskapur kátra kvenna. Kannski við ættum að láta kærleiksklúbbinn okkar heita það? Hvað finnst ykkur? Endilega látið heyra í ykkur með þetta allt saman...
bókalirfuknús
a
Anna S. Árnadóttir, 17.4.2007 kl. 13:27
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.