Konukvöld á Hótel Geysi

Æ, þetta er dömulegur svipur... Sælar elskulegur dömur.

 

Ég var að koma frá útlöndum í nótt. Er hálfsár í mínum lekkera og dömulega afturenda eftir mikla þeysireið í úlfaldalest í Saharaeyðimörkinni. Það kitlaði líka mínar fínustu dömutaugar að sjá dökkeygða og vöðvastælta araba leika listir sínar á gæðingum sínum. Ótrúlega dulúðlegir með sín dökku augu og dimma litaraft...er þetta kannski sandur? Enívei...kúlurassarnir eru allavega mjögggg lekkerir og virkilega æsandi fyrir norræn fljóð á fimmtugsaldri, ha!

Ég skrifa ykkur nú meira um þetta ferðalag en það sem ég ætlaði nú endilega að láta ykkur vita um er dásamlega dömulegur viðburður sem er í vændum og ENGIN lekker dama sem hanska getur valdið lætur fram hjá sér fara....

já elskurnar mínar, ég er að tala um sunnlenskt konukvöld á Hótel Geysi, þann 14. april. Verðum bara að mæta þar finnst ukkur ekki?
Allt, sem sýnt verður er sunnlenskt þ.e.a.s. föt
förðun og hárgreiðsla. 2 tískusýningar, kjólarnir
hennar Jórunnar Karls sýndir inn á milli af afkomendum
hennar, Hinrik 'Olafsson syngur og grínast, Gunni í
Skímó spilar og syngur.

Og hver haldið þið að stjórni dæminu???? Nema hann Heiðar, dúllan okkar sem fór svona líka á kostum í síðasta dömuboði....

Ég er nú búin að tryggja mér bústað þarna í nágrenninu við þetta flottasta dreifbýlishótel á landinu og sko, og ég keypti mér gasalega lekkera sétteringu núna í vélinni á leiðinni heim, það er svo smart naglalakkasett með þjöl, já þetta er sko satt! Ég er byrjuð að undirbúa mig fyrir þessa helgi með því að liggja með hendurnar í hunangsbaði á nóttinni og svo þvæ ég mér úr hreinni lífrænni jógúrt  á eftir, líka leggina...þetta dregur svo úr óæskilegum hárvexti elskurnar mínar, það er ótrúlegt...

Hvað finnst ykkur um þetta? Eigum við ekki að fjölmenna? Ég veit að hún Inga Hafsteins sem er aðaldaman þarna uppfrá á hótelinu er að undirbúa þetta með honum Heiðari okkar svo þetta verður pottþétt elegant í alla staði og án nokkurs vafa .....eins og alltaf þegar konur hittast......BARA GAMAN!!´

Eg er nú svo spennt og farin að hlakka afskaplega mikið til...en í hverju ætti dama að fara...humm hugs og humm...

Verðum í bandi elskurnar

knús og kram

Lady in Red


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband